Nýr sprettharður prestur Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 23. nóvember 2019 11:00 Bryndís í hlaupagallanum en brátt skiptir hún honum út fyrir hempu. Hafnfirðingurinn Bryndís Svavarsdóttir verður sextíu og þriggja ára eftir nokkra daga en lætur það hvorki hindra sig í að sinna prestþjónustu í fyrsta sinn né hlaupa maraþon. Hún er stödd í Singapúr þegar ég næ sambandi við hana, fram undan er 252. maraþonhlaup hennar. Ég sendi Bryndísi spurningar í tölvupósti og spyr fyrst hvort hún hafi lengi látið sig dreyma um að verða prestur. „Það má segja að ég hafi fyrst fengið áhuga á guðfræði í kringum 1995. Þá fór ég að sækja „frjálsu“ kirkjurnar, það er að segja kirkjur utan þjóðkirkjunnar. Um aldamótin 2000 fór mig að langa til að læra guðfræði og fyrst hafði ég í huga skóla í Bandaríkjunum en af því að ég var enn með börn heima, ákvað ég að byrja í Háskóla Íslands. Þaðan útskrifaðist ég í júní 2012 og hef síðan verið í barna- og æskulýðsstarfi í ýmsum kirkjum.“ Bryndís gerir ekki mikið úr guðrækni í æsku, þó hafi þeim systkinum verið kenndar bænir og skólinn verið með Biblíufræðslu. Engin tengsl kveðst hún hafa við Patreksfjörð, þangað hafi hún ekki komið enn en prestakallið nái yfir átta sóknir, Bíldudals-, Breiðuvíkur-, Brjánslækjar-, Haga-, Patreksfjarðar-, Sauðlauksdals- og Saurbæjarsókn. „Ég verð ekki eini presturinn þar, Kristján Arason er starfandi þar núna og við munum sinna prestakallinu saman,“ segir hún og kveðst hlakka til að takast á við starfið. „Það verður spennandi og góð reynsla en ráðningin er tímabundin og gildir til 31. maí 2020.“ Þá vil ég vita hvað hún sé að gera í Singapúr. „Ég flaug frá Singapúr í morgun til Penang og í alvöru hélt ég að ég væri í sama landinu, enda sama eyjan, en Penang fylgir Malasíu. Ég mun hlaupa maraþon hérna aðfaranótt sunnudags og eftir viku mun ég hlaupa annað í Singapúr … svo er það bara Patró …“ Hún kveðst ekki hafa verið á þessum slóðum áður en samt vera búin að hlaupa í nokkrum Asíulöndum. „Næsta hlaup verður númer 252 hjá mér!“ Birtist í Fréttablaðinu Hlaup Vesturbyggð Þjóðkirkjan Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Fleiri fréttir Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Sjá meira
Hafnfirðingurinn Bryndís Svavarsdóttir verður sextíu og þriggja ára eftir nokkra daga en lætur það hvorki hindra sig í að sinna prestþjónustu í fyrsta sinn né hlaupa maraþon. Hún er stödd í Singapúr þegar ég næ sambandi við hana, fram undan er 252. maraþonhlaup hennar. Ég sendi Bryndísi spurningar í tölvupósti og spyr fyrst hvort hún hafi lengi látið sig dreyma um að verða prestur. „Það má segja að ég hafi fyrst fengið áhuga á guðfræði í kringum 1995. Þá fór ég að sækja „frjálsu“ kirkjurnar, það er að segja kirkjur utan þjóðkirkjunnar. Um aldamótin 2000 fór mig að langa til að læra guðfræði og fyrst hafði ég í huga skóla í Bandaríkjunum en af því að ég var enn með börn heima, ákvað ég að byrja í Háskóla Íslands. Þaðan útskrifaðist ég í júní 2012 og hef síðan verið í barna- og æskulýðsstarfi í ýmsum kirkjum.“ Bryndís gerir ekki mikið úr guðrækni í æsku, þó hafi þeim systkinum verið kenndar bænir og skólinn verið með Biblíufræðslu. Engin tengsl kveðst hún hafa við Patreksfjörð, þangað hafi hún ekki komið enn en prestakallið nái yfir átta sóknir, Bíldudals-, Breiðuvíkur-, Brjánslækjar-, Haga-, Patreksfjarðar-, Sauðlauksdals- og Saurbæjarsókn. „Ég verð ekki eini presturinn þar, Kristján Arason er starfandi þar núna og við munum sinna prestakallinu saman,“ segir hún og kveðst hlakka til að takast á við starfið. „Það verður spennandi og góð reynsla en ráðningin er tímabundin og gildir til 31. maí 2020.“ Þá vil ég vita hvað hún sé að gera í Singapúr. „Ég flaug frá Singapúr í morgun til Penang og í alvöru hélt ég að ég væri í sama landinu, enda sama eyjan, en Penang fylgir Malasíu. Ég mun hlaupa maraþon hérna aðfaranótt sunnudags og eftir viku mun ég hlaupa annað í Singapúr … svo er það bara Patró …“ Hún kveðst ekki hafa verið á þessum slóðum áður en samt vera búin að hlaupa í nokkrum Asíulöndum. „Næsta hlaup verður númer 252 hjá mér!“
Birtist í Fréttablaðinu Hlaup Vesturbyggð Þjóðkirkjan Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Fleiri fréttir Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Sjá meira