Allir hrífast Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 23. nóvember 2019 11:30 Ballettinn á æfingu. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Hátíðarballettinn frá Pétursborg, St. Petersburg Festival Ballet, er staddur hér á landi. Í dag, laugardaginn 23. nóvember klukkan 14.00, verður þriðja sýning ballettsins og Sinfóníuhljómsveitar Íslands á Svanavatninu í Hörpu. Ballettflokkurinn, sem stofnaður var árið 2009, er á ferðlagi um átta mánuði ári og var síðast í Lettlandi og Lithaén og eftir sýningar hér á landi liggur leiðin til Finnlands. „Við erum hrifin af Íslandi og íslenskum áheyrendum, við höfum fengið mjög hlýjar móttökur,“ segir Irene Veres, framkvæmdastjóri dansflokksins. Þetta er í sjöunda sinn sem dansflokkurinn kemur til Íslands. Vinsælasti ballettinn Hljómsveitarstjórinn Vadim Nikitin segir Svanavatnið við tónlist Pjotr Tsjaíkovskíj vera vinsælasta ballett sögunnar. „Það felst alltaf viss áhætta í því að segja á svið Þyrnirós og Hnetubrjótinn en það er engin áhætta samfara því að setja Svanavatnið á svið því allir hrífast af verkinu.“ Irene framkvæmdastjóri og Vadim hljómsveitarstjóri.Fréttablaðið/Anton „Sagan, sem er full af töfrum, fjallar um ást og illsku. Hún er mjög sterk og allir tengja við hana og sömuleiðis hina dásamlegu tónlist Tsjaíkovskíj, “ segir Irene. Sagan segir af prinsessunni Odette sem illur galdramaður breytir í svan. Vitanlega kemur prins við sögu og galdramaðurinn leggur einnig álög á hann. Í lokin sameinast elskendurnir í dauðanum. Dásamleg hljómsveit Vadim og Irene eru spurð hvort viðtökur áhorfenda séu eins um allan heim eða ólíkar. „Þær eru mjög ólíkar,“ segir Vadim. „Í Kína situr fólk grafkyrrt og þögult og þessi mikla þögn verður til þess að maður heldur að því líki kannski ekki sýningin, en í lokin klappa áhorfendur og hrópa af ánægju. Í Japan finnur maður mjög greinilega að áhorfendur lifa sig inn í sýninguna og vilja vera hluti af henni og það sama á við um Ítali. Á Íslandi skynjar maður hrifningu áhorfenda þótt hér sé ekki balletthefð.“ Vadim ber mikið lof á Sinfóníuhljómsveit Íslands. „Hljómsveitin er alveg dásamleg. Ég er að koma hingað í þriðja sinn og hlakkaði til að vinna með hljómsveitinni, því fylgir sönn ánægja. Hljóðfæraleikararnir eru vel undirbúnir og afar opnir. Þið getið sannarlega verið stolt af Sinfóníuhljómsveitinni ykkar.“ Birtist í Fréttablaðinu Dans Menning Ballett Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Hátíðarballettinn frá Pétursborg, St. Petersburg Festival Ballet, er staddur hér á landi. Í dag, laugardaginn 23. nóvember klukkan 14.00, verður þriðja sýning ballettsins og Sinfóníuhljómsveitar Íslands á Svanavatninu í Hörpu. Ballettflokkurinn, sem stofnaður var árið 2009, er á ferðlagi um átta mánuði ári og var síðast í Lettlandi og Lithaén og eftir sýningar hér á landi liggur leiðin til Finnlands. „Við erum hrifin af Íslandi og íslenskum áheyrendum, við höfum fengið mjög hlýjar móttökur,“ segir Irene Veres, framkvæmdastjóri dansflokksins. Þetta er í sjöunda sinn sem dansflokkurinn kemur til Íslands. Vinsælasti ballettinn Hljómsveitarstjórinn Vadim Nikitin segir Svanavatnið við tónlist Pjotr Tsjaíkovskíj vera vinsælasta ballett sögunnar. „Það felst alltaf viss áhætta í því að segja á svið Þyrnirós og Hnetubrjótinn en það er engin áhætta samfara því að setja Svanavatnið á svið því allir hrífast af verkinu.“ Irene framkvæmdastjóri og Vadim hljómsveitarstjóri.Fréttablaðið/Anton „Sagan, sem er full af töfrum, fjallar um ást og illsku. Hún er mjög sterk og allir tengja við hana og sömuleiðis hina dásamlegu tónlist Tsjaíkovskíj, “ segir Irene. Sagan segir af prinsessunni Odette sem illur galdramaður breytir í svan. Vitanlega kemur prins við sögu og galdramaðurinn leggur einnig álög á hann. Í lokin sameinast elskendurnir í dauðanum. Dásamleg hljómsveit Vadim og Irene eru spurð hvort viðtökur áhorfenda séu eins um allan heim eða ólíkar. „Þær eru mjög ólíkar,“ segir Vadim. „Í Kína situr fólk grafkyrrt og þögult og þessi mikla þögn verður til þess að maður heldur að því líki kannski ekki sýningin, en í lokin klappa áhorfendur og hrópa af ánægju. Í Japan finnur maður mjög greinilega að áhorfendur lifa sig inn í sýninguna og vilja vera hluti af henni og það sama á við um Ítali. Á Íslandi skynjar maður hrifningu áhorfenda þótt hér sé ekki balletthefð.“ Vadim ber mikið lof á Sinfóníuhljómsveit Íslands. „Hljómsveitin er alveg dásamleg. Ég er að koma hingað í þriðja sinn og hlakkaði til að vinna með hljómsveitinni, því fylgir sönn ánægja. Hljóðfæraleikararnir eru vel undirbúnir og afar opnir. Þið getið sannarlega verið stolt af Sinfóníuhljómsveitinni ykkar.“
Birtist í Fréttablaðinu Dans Menning Ballett Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira