Dansa á landamærum ástar og örvæntingar Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. nóvember 2019 21:49 Einar Lövdahl Gunnlaugsson og Egill Jónsson skipa dúóið LØV & LJÓN. Mynd/Hjördís Eyþórsdóttir Hljómsveitin LØV & LJÓN gaf í nótt út sína fyrstu plötu, sem ber titilinn Nætur. Sveitin, sem skipuð er tveimur æskuvinum úr Vesturbænum, vonast til þess að platan lýsi upp svartasta skammdegið sem framundan er. „Platan var tekin upp og unnin hér og þar — svo sem í Reykjavík, Stokkhólmi, London og Apavatni — og eingöngu þegar fílingurinn var til staðar, sem var oftar en ekki undir kraftbjörtu tunglskini,“ segir Einar Lövdahl Gunnlaugsson, aðalsöngvari LØV & LJÓN í samtali við Vísi. Hljómsveitin hóf formlega göngu sína í október með útgáfu lagsins Ég gef þér allt mitt líf, ábreiðu af diskóslagaranum vinsæla. Í sveitinni eru áðurnefndur Einar og Egill Jónsson, sem spilar á svo gott sem öll hljóðfærin á nýju plötunni. Egill útsetur einnig lögin og stýrir upptökum. „Hann er snillingurinn,“ segir Einar.Þó að LØV & LJÓN hafi fyrst sett mark sitt á íslenska tónlistarsenu með ábreiðu eru lögin á plötunni Nætur öll frumsamin. Titilinn má rekja til þess að hvert lag plötunnar dregur upp svipmynd sem á sér stað að næturlagi. Þá hverfast lögin flest um ástina – og dansa jafnvel á landamærum hennar og örvæntingarinnar sjálfrar. „Sem er höfuðeinkenni allra öflugustu ástarlaganna,“ segir Egill. Einar og Egill hafa verið bestu vinir frá sex ára aldri og leitt hesta sína saman við hin ýmsu tilefni í gegnum tíðina. Egill stundar nú nám í Svíþjóð en Einar heldur til heima á Íslandi við leik og störf. „Það er ekki verra að vera með annan fótinn í Stokkhólmi þegar popptónlist er annars vegar, enda hreinræktuð höfuðborg poppsins, eins og þú veist. Þá erum við ekki bara að tala um áhrifavalda eins og ABBA, Robyn og Avicii, heldur er m.a.s. Gamli Nói upphaflega sænskur banger!“ segir Egill. Það er það einlæg von, sem og yfirlýst markmið, dúósins að platan lýsi upp svartasta skammdegið sem framundan er. „Skammdegið þarf ekki að vera þungt og leiðinlegt. Skemmtileg tónlist getur breytt því í dansrými með glitrandi ljósum, enda er best að dansa í dimmu,“ segir Einar. Plötuna Nætur má nálgast í heild sinni á Spotify. Þá var fyrsta smáskífan af plötunni, lagið Kaflaskil, frumflutt í útvarpi í dag og mun líklega óma í viðtækjum landsmanna næstu misserin. Tónlist Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira
Hljómsveitin LØV & LJÓN gaf í nótt út sína fyrstu plötu, sem ber titilinn Nætur. Sveitin, sem skipuð er tveimur æskuvinum úr Vesturbænum, vonast til þess að platan lýsi upp svartasta skammdegið sem framundan er. „Platan var tekin upp og unnin hér og þar — svo sem í Reykjavík, Stokkhólmi, London og Apavatni — og eingöngu þegar fílingurinn var til staðar, sem var oftar en ekki undir kraftbjörtu tunglskini,“ segir Einar Lövdahl Gunnlaugsson, aðalsöngvari LØV & LJÓN í samtali við Vísi. Hljómsveitin hóf formlega göngu sína í október með útgáfu lagsins Ég gef þér allt mitt líf, ábreiðu af diskóslagaranum vinsæla. Í sveitinni eru áðurnefndur Einar og Egill Jónsson, sem spilar á svo gott sem öll hljóðfærin á nýju plötunni. Egill útsetur einnig lögin og stýrir upptökum. „Hann er snillingurinn,“ segir Einar.Þó að LØV & LJÓN hafi fyrst sett mark sitt á íslenska tónlistarsenu með ábreiðu eru lögin á plötunni Nætur öll frumsamin. Titilinn má rekja til þess að hvert lag plötunnar dregur upp svipmynd sem á sér stað að næturlagi. Þá hverfast lögin flest um ástina – og dansa jafnvel á landamærum hennar og örvæntingarinnar sjálfrar. „Sem er höfuðeinkenni allra öflugustu ástarlaganna,“ segir Egill. Einar og Egill hafa verið bestu vinir frá sex ára aldri og leitt hesta sína saman við hin ýmsu tilefni í gegnum tíðina. Egill stundar nú nám í Svíþjóð en Einar heldur til heima á Íslandi við leik og störf. „Það er ekki verra að vera með annan fótinn í Stokkhólmi þegar popptónlist er annars vegar, enda hreinræktuð höfuðborg poppsins, eins og þú veist. Þá erum við ekki bara að tala um áhrifavalda eins og ABBA, Robyn og Avicii, heldur er m.a.s. Gamli Nói upphaflega sænskur banger!“ segir Egill. Það er það einlæg von, sem og yfirlýst markmið, dúósins að platan lýsi upp svartasta skammdegið sem framundan er. „Skammdegið þarf ekki að vera þungt og leiðinlegt. Skemmtileg tónlist getur breytt því í dansrými með glitrandi ljósum, enda er best að dansa í dimmu,“ segir Einar. Plötuna Nætur má nálgast í heild sinni á Spotify. Þá var fyrsta smáskífan af plötunni, lagið Kaflaskil, frumflutt í útvarpi í dag og mun líklega óma í viðtækjum landsmanna næstu misserin.
Tónlist Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira