Vogabakki kaupir 40 prósent í Múrbúðinni Hörður Ægisson skrifar 20. nóvember 2019 06:00 Múrbúðin starfrækir byggingavöruverslanir í Reykjavík, Reykjanesbæ og í Hafnarfirði. Fbl/anton Fjárfestingarfélagið Vogabakki, sem er í eigu viðskiptafélaganna Árna Haukssonar og Hallbjörns Karlssonar, hefur gengið frá kaupum á um 40 prósenta hlut í Múrbúðinni. Er félagið eftir viðskiptin stærsti einstaki hluthafi Múrbúðarinnar sem starfrækir þrjár verslanir í Reykjavík, Reykjanesbæ og í Hafnarfirði. Í samtali við Markaðinn staðfestir Árni kaupin en hann hefur jafnframt tekið við sem stjórnarformaður byggingavöruverslunarinnar. Á meðal seljenda var fagfjárfestasjóðurinn GAMMA: EQ1 sem er í stýringu GAMMA, dótturfélags Kviku banka, en sjóðurinn átti tæplega 26 prósenta hlut í Múrbúðinni. Samtals námu tekjur félagsins tæplega 940 milljónum króna í fyrra og minnkuðu um 23 milljónir frá árinu 2017. Hagnaður Múrbúðarinnar nam um 58 milljónum króna og hélst nánast óbreyttur á milli ára. Eigið fé fyrirtækisins var 188 milljónir í árslok 2018 og arðsemi eigin fjár á síðasta ári var því rúmlega 30 prósent. Eiginfjárhlutfall félagsins var um 43 prósent. Árni og Hallbjörn voru á sínum tíma aðaleigendur Húsasmiðjunnar, sem þá var stærsta byggingavöruverslun landsins, en seldu meirihluta sinn í fyrirtækinu árið 2005.Árni Hauksson, stjórnarformaður Múrbúðarinnar.Múrbúðin var stofnuð af Baldri Björnssyni og eiginkonu hans árið 2002 en hópur fjárfesta, undir forystu Páls Ólafssonar, fyrrverandi fjármálastjóra Coast í Bretlandi og starfsmanns Kaupþings um árabil, keypti 65 prósenta hlut í fyrirtækinu 2016 af Baldri. Árið síðar seldi Baldur jafnframt 35 prósenta hlut sinn í Múrbúðinni. Auk Vogabakka eru aðrir helstu hluthafar Múrbúðarinnar, í gegnum eignarhaldsfélagið MBFK, meðal annars félagið Vindhamar, sem er í eigu Kára Guðjóns Hallgrímssonar, stjórnanda á skuldabréfasviði fjárfestingarbankans JP Morgan í London, en það á rúmlega 22 prósenta hlut. Kári fjárfesti fyrr á þessu ári í fjárfestingarfélaginu Stoðum auk þess sem hann er hluthafi í hátæknifyrirtækinu Völku ásamt meðal annars þeim Árna og Hallbirni. Þá eiga þeir Jóhann Pétur Reyndal, fyrrverandi starfsmaður slitastjórnar Kaupþings og stjórnarmaður í Múrbúðinni, og Páll, sem jafnframt situr í stjórn byggingavöruverslunarinnar, hvor um sig um 14 prósenta hlut í fyrirtækinu. Fjárfestingarfélagið Vogabakki, sem er í jafnri eigu Árna og Hallbjörns, hagnaðist um 415 þúsund evrur í fyrra, jafnvirði 56 milljóna króna, borið saman við hagnað upp á rúmlega 2,2 milljónir evra á árinu 2017. Heildareignir félagsins námu 29 milljónum evra í árslok 2018 og eigið fé Vogabakka var um 24 milljónir evra. Eignir félagsins samanstanda einkum af eignarhlutum í öðrum félögum, sem eru bókfærðar á 18,7 milljónir evra, en þar munar langsamlega mest um skráð erlend hlutabréf að fjárhæð tæplega 14,8 milljónir evra. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira
Fjárfestingarfélagið Vogabakki, sem er í eigu viðskiptafélaganna Árna Haukssonar og Hallbjörns Karlssonar, hefur gengið frá kaupum á um 40 prósenta hlut í Múrbúðinni. Er félagið eftir viðskiptin stærsti einstaki hluthafi Múrbúðarinnar sem starfrækir þrjár verslanir í Reykjavík, Reykjanesbæ og í Hafnarfirði. Í samtali við Markaðinn staðfestir Árni kaupin en hann hefur jafnframt tekið við sem stjórnarformaður byggingavöruverslunarinnar. Á meðal seljenda var fagfjárfestasjóðurinn GAMMA: EQ1 sem er í stýringu GAMMA, dótturfélags Kviku banka, en sjóðurinn átti tæplega 26 prósenta hlut í Múrbúðinni. Samtals námu tekjur félagsins tæplega 940 milljónum króna í fyrra og minnkuðu um 23 milljónir frá árinu 2017. Hagnaður Múrbúðarinnar nam um 58 milljónum króna og hélst nánast óbreyttur á milli ára. Eigið fé fyrirtækisins var 188 milljónir í árslok 2018 og arðsemi eigin fjár á síðasta ári var því rúmlega 30 prósent. Eiginfjárhlutfall félagsins var um 43 prósent. Árni og Hallbjörn voru á sínum tíma aðaleigendur Húsasmiðjunnar, sem þá var stærsta byggingavöruverslun landsins, en seldu meirihluta sinn í fyrirtækinu árið 2005.Árni Hauksson, stjórnarformaður Múrbúðarinnar.Múrbúðin var stofnuð af Baldri Björnssyni og eiginkonu hans árið 2002 en hópur fjárfesta, undir forystu Páls Ólafssonar, fyrrverandi fjármálastjóra Coast í Bretlandi og starfsmanns Kaupþings um árabil, keypti 65 prósenta hlut í fyrirtækinu 2016 af Baldri. Árið síðar seldi Baldur jafnframt 35 prósenta hlut sinn í Múrbúðinni. Auk Vogabakka eru aðrir helstu hluthafar Múrbúðarinnar, í gegnum eignarhaldsfélagið MBFK, meðal annars félagið Vindhamar, sem er í eigu Kára Guðjóns Hallgrímssonar, stjórnanda á skuldabréfasviði fjárfestingarbankans JP Morgan í London, en það á rúmlega 22 prósenta hlut. Kári fjárfesti fyrr á þessu ári í fjárfestingarfélaginu Stoðum auk þess sem hann er hluthafi í hátæknifyrirtækinu Völku ásamt meðal annars þeim Árna og Hallbirni. Þá eiga þeir Jóhann Pétur Reyndal, fyrrverandi starfsmaður slitastjórnar Kaupþings og stjórnarmaður í Múrbúðinni, og Páll, sem jafnframt situr í stjórn byggingavöruverslunarinnar, hvor um sig um 14 prósenta hlut í fyrirtækinu. Fjárfestingarfélagið Vogabakki, sem er í jafnri eigu Árna og Hallbjörns, hagnaðist um 415 þúsund evrur í fyrra, jafnvirði 56 milljóna króna, borið saman við hagnað upp á rúmlega 2,2 milljónir evra á árinu 2017. Heildareignir félagsins námu 29 milljónum evra í árslok 2018 og eigið fé Vogabakka var um 24 milljónir evra. Eignir félagsins samanstanda einkum af eignarhlutum í öðrum félögum, sem eru bókfærðar á 18,7 milljónir evra, en þar munar langsamlega mest um skráð erlend hlutabréf að fjárhæð tæplega 14,8 milljónir evra.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira