Frá því í desembermánuði 2015 þá hafa alls sex knattspyrnustjórar Gylfa Þórs þurft að taka pokann sinn, þrír hjá Everton og þrír hjá Swansea City.
Everton rak í gær Marco Silva úr starfi knattspyrnustjóra félagsins eftir að 5-2 tap á móti nágrönnunum í Liverpool þýddi að félagið var komið niður í fallsæti í ensku úrvalsdeildinni.
| Everton Football Club can confirm that manager Marco Silva has left the Club. #EFCpic.twitter.com/R2JqAMBdu2
— Everton (@Everton) December 5, 2019
Duncan Ferguson tekur við liðinu tímabundið á meðan Everton leitar að nýjum framtíðarmanni í stjórastólinn sinn.
Marco Silva tók við Everton liðinu eftir að Sam Allardyce var rekinn eftir 2018-19 tímabilið. Hann entist átján mánuði í starfi sem er þó meira en fyrri stjórar Gylfa Þórs Sigurðssonar.
Ronald Koeman keypti Gylfa til Everton í ágúst 2017 en var síðan rekinn 23. október. Síðustu tímabil Gylfa í Swansea einkenndust líka af mörgum stjórabreytingum.
Á síðasta tímabili Gylfa með Swansea City þá rak félagið tvo knattspyrnustjóra, fyrst Francesco Guidolin í byrjun október og svo Bob Bradley í lok desember. Tímabilið á undan hafði Swansea rekið Garry Monk í desember.
Knattspyrnustjórar Gylfa Þórs Sigurðssonar sem hafa þurft að taka pokann sinn á síðustu árum:
2019-20 Everton,
Marco Silva, 5. desember
2018-19 Everton
Sam Allardyce, eftir tímabilið
2017-18 Everton
Ronald Koeman, 23. október
2016-17 Swansea City
Francesco Guidolin, 3. október
Bob Bradley, 27. desember
2015-16 Swansea City
Garry Monk, 9. desember