Enski boltinn

Wat­kins hélt Meistara­deildar­draum Villa á lífi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sigurmarkinu fagnað.
Sigurmarkinu fagnað. Steven Paston/Getty Images

Aston Villa dreymir enn um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð eftir gríðarlega mikilvægan 1-0 útisigur á Bournemouth í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu.

Sigurmarkið skoraði enski framherjinn Olli Watkins eftir undirbúning samlanda síns Morgan Rogers á sjöttu mínútu uppbótartíma fyrri hálfleiks. Mikið hafði gengið á þar á undan en alls fóru þrjú gul spjöld á loft í uppbótartímanum.

Jacob Ramsey fékk sitt annað gula spjald í liði Aston Villa þegar tíu mínútur lifðu leiks en gestunum tókst að halda út og landa mikilvægum þremur stigum.

Aston Villa er í 6. sæti með 63 stig að loknum 36 leikjum. Chelsea og Newcastle United eru einnig með 63 stig en eiga þó leik til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×