Alexander: Mikil áskorun að spila aftur fyrir landsliðið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. desember 2019 11:30 Alexander eftir leik á ÓL í Peking árið 2008. Hann vill spila með Íslandi á ÓL í Japan árið 2020. vísir/vilhelm Alexander Petersson segist hafa fengið aftur löngunina til þess að spila fyrir landsliðið er hann ræddi við son sinn sem var að spila fyrir U-17 ára landsliðið í fótbolta fyrr á árinu. „Hann var að spila sína fyrstu leiki fyrir landsliðið og ég spurði hann hvernig það hefði verið? Hann sagði að það hefði verið geggjað og hann hefði fengið gæsahúð í þjóðsöngnum og svona. Þá rifjaðist upp fyrir mér hversu gaman þetta var og þá kom löngunin aftur,“ sagði Alexander við Vísi í morgun en hann var þá á leið á aukaæfingu enda frí í dag þar sem lið hans, Rhein-Neckar Löwen, spilaði í gær. „Smá aukaæfing fyrir landsliðið. Ég ætla að mæta í frábæru standi,“ sagði Alexander léttur.Alexander fagnar sigri í þýsku bikarkeppninni.vísir/gettyÞað eru rúm þrjú ár síðan hann hætti að spila fyrir landsliðið. Þá var hann búinn á því. Bæði á líkama og sál. „Ég gat bara ekki meir er ég hætti. Þetta var ekki gaman lengur. Endalausir leikir og ég spilaði mikið. Ég varð að minnka álagið sem hafði áhrif bæði á hausinn og líkamann,“ segir Alexander sem spilaði líka mikið meiddur og var ansi mikið lagt á hann í mörg ár. Hann er nú orðinn 39 ára gamall og hlutirnir hafa breyst.Vil finna að ég sé mikilvægur „Það er ekki eins mikið álag á mér núna og áður. Við spilum ekki eins marga leiki enda ekki í Meistaradeildinni. Svo skipti ég mikið við hina örvhentu skyttuna þannig að þetta er mikið betra í dag,“ segir Alexander en honum finnst hann líka vanta áskorun. „Ég er aðeins kominn á aldur og það eru ekki sömu væntingar gerðar til mín. Ég vil setja pressu á sjálfan mig og vil finna aftur tilfinninguna að ég sé mikilvægur. Ég lít á það sem mikla áskorun að reyna að komast aftur í landsliðið og standa mig þar. Kannski geri ég bara í buxurnar en ég reyndi þó og lagði mig allan fram í verkefnið,“ segir skyttan og hlær.Alexander vill ólmur fá að klæðast landsliðstreyjunni aftur.vísir/gettyGuðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari ræddi við Alexander um að koma aftur í landsliðið er hann var ráðinn síðast en þá var leikmaðurinn ekki tilbúinn. Guðmundur ræddi svo aftur við hann í haust.Ætlar að komast á ÓL „Gummi sagði að ég ætti möguleika og mér leist vel á það. Ég vil fá góðu tilfinninguna aftur í handboltanum og finna ánægjuna. Ég vil ekki bara hverfa hægt og rólega af sjónarsviðinu. Ég vil vakna, æfa og hafa stór markmið. Ég hlakka mikið til að koma heim og berjast fyrir sæti mínu í hópnum,“ segir landsliðsmaðurinn ákveðinn og bætir við að skrokkurinn sé í fínu standi. Hann er búinn að setja sér háleit markmið fyrir næsta ár. „Fyrsta markmið er að komast í landsliðið og spila svo vel á EM. Stóri draumurinn er svo að komast á ÓL í ágúst með landsliðinu. Ég er tilbúinn að leggja allt í sölurnar fyrir landsliðið svo þessi draumur geti ræst.“ EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Alexander Petersson gefur aftur kost á sér í íslenska landsliðið: Þessir 28 mega spila á EM Alexander Petersson verður væntanlega með á Evrópumótinu í handbolta í janúar því hann hefur gefið aftur kost á sér í íslenska landsliðið. Landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson hefur valið þá 28 leikmenn sem koma til greina á EM í janúar. 4. desember 2019 14:53 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira
Alexander Petersson segist hafa fengið aftur löngunina til þess að spila fyrir landsliðið er hann ræddi við son sinn sem var að spila fyrir U-17 ára landsliðið í fótbolta fyrr á árinu. „Hann var að spila sína fyrstu leiki fyrir landsliðið og ég spurði hann hvernig það hefði verið? Hann sagði að það hefði verið geggjað og hann hefði fengið gæsahúð í þjóðsöngnum og svona. Þá rifjaðist upp fyrir mér hversu gaman þetta var og þá kom löngunin aftur,“ sagði Alexander við Vísi í morgun en hann var þá á leið á aukaæfingu enda frí í dag þar sem lið hans, Rhein-Neckar Löwen, spilaði í gær. „Smá aukaæfing fyrir landsliðið. Ég ætla að mæta í frábæru standi,“ sagði Alexander léttur.Alexander fagnar sigri í þýsku bikarkeppninni.vísir/gettyÞað eru rúm þrjú ár síðan hann hætti að spila fyrir landsliðið. Þá var hann búinn á því. Bæði á líkama og sál. „Ég gat bara ekki meir er ég hætti. Þetta var ekki gaman lengur. Endalausir leikir og ég spilaði mikið. Ég varð að minnka álagið sem hafði áhrif bæði á hausinn og líkamann,“ segir Alexander sem spilaði líka mikið meiddur og var ansi mikið lagt á hann í mörg ár. Hann er nú orðinn 39 ára gamall og hlutirnir hafa breyst.Vil finna að ég sé mikilvægur „Það er ekki eins mikið álag á mér núna og áður. Við spilum ekki eins marga leiki enda ekki í Meistaradeildinni. Svo skipti ég mikið við hina örvhentu skyttuna þannig að þetta er mikið betra í dag,“ segir Alexander en honum finnst hann líka vanta áskorun. „Ég er aðeins kominn á aldur og það eru ekki sömu væntingar gerðar til mín. Ég vil setja pressu á sjálfan mig og vil finna aftur tilfinninguna að ég sé mikilvægur. Ég lít á það sem mikla áskorun að reyna að komast aftur í landsliðið og standa mig þar. Kannski geri ég bara í buxurnar en ég reyndi þó og lagði mig allan fram í verkefnið,“ segir skyttan og hlær.Alexander vill ólmur fá að klæðast landsliðstreyjunni aftur.vísir/gettyGuðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari ræddi við Alexander um að koma aftur í landsliðið er hann var ráðinn síðast en þá var leikmaðurinn ekki tilbúinn. Guðmundur ræddi svo aftur við hann í haust.Ætlar að komast á ÓL „Gummi sagði að ég ætti möguleika og mér leist vel á það. Ég vil fá góðu tilfinninguna aftur í handboltanum og finna ánægjuna. Ég vil ekki bara hverfa hægt og rólega af sjónarsviðinu. Ég vil vakna, æfa og hafa stór markmið. Ég hlakka mikið til að koma heim og berjast fyrir sæti mínu í hópnum,“ segir landsliðsmaðurinn ákveðinn og bætir við að skrokkurinn sé í fínu standi. Hann er búinn að setja sér háleit markmið fyrir næsta ár. „Fyrsta markmið er að komast í landsliðið og spila svo vel á EM. Stóri draumurinn er svo að komast á ÓL í ágúst með landsliðinu. Ég er tilbúinn að leggja allt í sölurnar fyrir landsliðið svo þessi draumur geti ræst.“
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Alexander Petersson gefur aftur kost á sér í íslenska landsliðið: Þessir 28 mega spila á EM Alexander Petersson verður væntanlega með á Evrópumótinu í handbolta í janúar því hann hefur gefið aftur kost á sér í íslenska landsliðið. Landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson hefur valið þá 28 leikmenn sem koma til greina á EM í janúar. 4. desember 2019 14:53 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira
Alexander Petersson gefur aftur kost á sér í íslenska landsliðið: Þessir 28 mega spila á EM Alexander Petersson verður væntanlega með á Evrópumótinu í handbolta í janúar því hann hefur gefið aftur kost á sér í íslenska landsliðið. Landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson hefur valið þá 28 leikmenn sem koma til greina á EM í janúar. 4. desember 2019 14:53