Arion kaupir sprota úr eigin hraðli Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. desember 2019 10:04 Vignir Már Lýðsson, framkvæmdastjóri Leiguskjóls. arion Arion banki hefur keypt 51 prósent hlut í fjártæknifyrirtækinu Leiguskjóli, sem tók þátt í viðskiptahraðli Arion banka í fyrrasumar. Fyrirtækið mun bjóða húsaleiguábyrgðir frá bankanum en þær koma í stað hefðbundinna trygginga sem leigjendum er gert að leggja fram. Ætlun Arion og Leiguskjóls er að samstarf þeirra muni auðvelda aðgengi að leigumarkaði - „auk þess sem lagaleg staða bæði leigutaka og leigusala verður tryggari,“ eins og það er orðað í orðsendingu Arion um fjárfestinguna. Þar er kaupverðið ekki gefið upp. Bankastjóri Arion lætur hafa eftir sér að fjárfestingin sé liður í aukinni áherslu bankans á stafræna þróun og samstarf við fjártæknifyrirtæki. Slíkt samstarf sé til þess fallið að auka þekkingu bankans, ekki síst varðandi eftirlitsskyldar vörur og þjónustu. „Samstarfið við Leiguskjól [er] gott dæmi um slíkt,“ segir Benedikt Gíslason bankastjóri. „Hér horfum við til þess að leigumarkaðurinn hefur vaxið mikið á undanförnum árum. Því er mikilvægt að þjónusta við leigjendur aukist og að fleirum sé gert kleift með auðveldari hætti að fara inn á þann markað.“ Framkvæmdastjóri Leiguskjóls, Vignir Már Lýðsson, segir í sömu orðsendingu að mörg tækifæri felist í kaupum Arion banka á meirihluta í þessu unga fjártæknifyrirtæki. „Með samstarfi við traustan aðila á borð við bankann gefst félaginu kostur á að koma fleiri hugmyndum tengdum fjármögnun á fót og bæta þjónustu við viðskiptavini.” Húsnæðismál Íslenskir bankar Nýsköpun Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira
Arion banki hefur keypt 51 prósent hlut í fjártæknifyrirtækinu Leiguskjóli, sem tók þátt í viðskiptahraðli Arion banka í fyrrasumar. Fyrirtækið mun bjóða húsaleiguábyrgðir frá bankanum en þær koma í stað hefðbundinna trygginga sem leigjendum er gert að leggja fram. Ætlun Arion og Leiguskjóls er að samstarf þeirra muni auðvelda aðgengi að leigumarkaði - „auk þess sem lagaleg staða bæði leigutaka og leigusala verður tryggari,“ eins og það er orðað í orðsendingu Arion um fjárfestinguna. Þar er kaupverðið ekki gefið upp. Bankastjóri Arion lætur hafa eftir sér að fjárfestingin sé liður í aukinni áherslu bankans á stafræna þróun og samstarf við fjártæknifyrirtæki. Slíkt samstarf sé til þess fallið að auka þekkingu bankans, ekki síst varðandi eftirlitsskyldar vörur og þjónustu. „Samstarfið við Leiguskjól [er] gott dæmi um slíkt,“ segir Benedikt Gíslason bankastjóri. „Hér horfum við til þess að leigumarkaðurinn hefur vaxið mikið á undanförnum árum. Því er mikilvægt að þjónusta við leigjendur aukist og að fleirum sé gert kleift með auðveldari hætti að fara inn á þann markað.“ Framkvæmdastjóri Leiguskjóls, Vignir Már Lýðsson, segir í sömu orðsendingu að mörg tækifæri felist í kaupum Arion banka á meirihluta í þessu unga fjártæknifyrirtæki. „Með samstarfi við traustan aðila á borð við bankann gefst félaginu kostur á að koma fleiri hugmyndum tengdum fjármögnun á fót og bæta þjónustu við viðskiptavini.”
Húsnæðismál Íslenskir bankar Nýsköpun Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira