Sportpakkinn: Rapinoe hefur farið með kvennafótboltann í rétta átt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2019 20:00 Megan Rapinoe í sigurskrúðgöngunni í New York. Getty/Brian Ach Arnar Björnsson fór betur yfir magnað ár hjá hinni bandarísku Megan Rapinoe sem á árinu 2019 vann allar viðurkenningar sem hún gat unnið á þessu magnaða ári sínu. Þar á meðal er Gullboltann sem hún fékk í gær. Það kom fáum á óvart að Megan Rapinoe fyrirliði bandaríska landsliðsins yrði valinn besta knattspyrnukona heims. Hún fór fyrir liðinu sem vann heimsmeistaratitilinn og skoraði 6 mörk í keppninni. Rapinoe er ekki dæmigerða íþróttakona sem lætur verkin tala á vellinum. Hún er ötull liðsmaður í baráttu fyrir mannréttindum. Hún stóð í stappi við bandaríska knattspyrnusambandið vegna þess að sambandið borgaði knattspyrnukörlum meira en konunum. Rapinoe neitaði að sækja Donald Trump heim í Hvíta húsið eftir sigurinn á HM Norski framherjinn, Ada Hegerberg, sem spilar með Lyon í Frakklandi varð í fjórða sæti í valinu á bestu knattspyrnukonu heims, hún vann gullboltann í fyrra. Hún segir að Megan Rapinoe hafi verið frábær á heimsmeistaramótinu. Hún er ekki bara góð í fótbolta heldur eru áhrif hennar á íþróttina mikil. Hegerberg segir að Rapinoe hafi farið með kvennafótboltann í rétta átt. „Hún er ekki hrædd við að segja sína skoðun. Hún talar ekki um sjálfa sig heldur okkur allar sem eru í fótboltanum. Hún er ófeimin við að segja sína skoðun sem er ekki alltaf sjálfgefið þegar menn standa á hátindi ferilsins. Við getum lært margt af henni“.Lokastaðan í kjöri kvenna um Gullboltann: 1. Megan Rapinoe (Reign FC, Bandaríkin) 2. Lucy Bronze (Lyon, England) 3. Alex Morgan (Orlando Pride, Bandaríkin) 4. Ada Hegerberg (Lyon, Noregur) 5. Vivianne Miedema (Arsenal, Holland) 6. Wendie Renard (Lyon, Frakkland) 7. Sam Kerr (Chelsea, Ástralía) 8. Rose Lavelle (Washington Spirit, Bandaríkin) 9. Ellen White (Manchester City, England) 10. Dzsenifer Marozsan (Lyon, Þýskaland) 11. Amandine Henry (Lyon, Frakkland) 12. Sari van Veenendaal (Atletico Madrid, Holland) 13. Tobin Heath (Portland Thorns, Bandaríkin) 14. Pernille Harder (Wolfsburg, Danmörk) 15. Lieke Martens (Barcelona, Holland) 16. Kosovare Asllani (Tacon, Svíþjóð) 17. Nilla Fischer (Linköpings, Svíþjóð 18. Marta (Orlando Pride, Brasilía) 19. Sofia Jakobsson (Tacon, Svíþjóð) 20. Sarah Bouhaddi (Lyon, Frakkland) Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun Arnars Björnssonar um kjör Megan Rapinoe í gær.Klippa: Sportpakkinn: Rapinoe hefur farið með kvennafótboltann í rétta átt HM 2019 í Frakklandi Sportpakkinn Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
Arnar Björnsson fór betur yfir magnað ár hjá hinni bandarísku Megan Rapinoe sem á árinu 2019 vann allar viðurkenningar sem hún gat unnið á þessu magnaða ári sínu. Þar á meðal er Gullboltann sem hún fékk í gær. Það kom fáum á óvart að Megan Rapinoe fyrirliði bandaríska landsliðsins yrði valinn besta knattspyrnukona heims. Hún fór fyrir liðinu sem vann heimsmeistaratitilinn og skoraði 6 mörk í keppninni. Rapinoe er ekki dæmigerða íþróttakona sem lætur verkin tala á vellinum. Hún er ötull liðsmaður í baráttu fyrir mannréttindum. Hún stóð í stappi við bandaríska knattspyrnusambandið vegna þess að sambandið borgaði knattspyrnukörlum meira en konunum. Rapinoe neitaði að sækja Donald Trump heim í Hvíta húsið eftir sigurinn á HM Norski framherjinn, Ada Hegerberg, sem spilar með Lyon í Frakklandi varð í fjórða sæti í valinu á bestu knattspyrnukonu heims, hún vann gullboltann í fyrra. Hún segir að Megan Rapinoe hafi verið frábær á heimsmeistaramótinu. Hún er ekki bara góð í fótbolta heldur eru áhrif hennar á íþróttina mikil. Hegerberg segir að Rapinoe hafi farið með kvennafótboltann í rétta átt. „Hún er ekki hrædd við að segja sína skoðun. Hún talar ekki um sjálfa sig heldur okkur allar sem eru í fótboltanum. Hún er ófeimin við að segja sína skoðun sem er ekki alltaf sjálfgefið þegar menn standa á hátindi ferilsins. Við getum lært margt af henni“.Lokastaðan í kjöri kvenna um Gullboltann: 1. Megan Rapinoe (Reign FC, Bandaríkin) 2. Lucy Bronze (Lyon, England) 3. Alex Morgan (Orlando Pride, Bandaríkin) 4. Ada Hegerberg (Lyon, Noregur) 5. Vivianne Miedema (Arsenal, Holland) 6. Wendie Renard (Lyon, Frakkland) 7. Sam Kerr (Chelsea, Ástralía) 8. Rose Lavelle (Washington Spirit, Bandaríkin) 9. Ellen White (Manchester City, England) 10. Dzsenifer Marozsan (Lyon, Þýskaland) 11. Amandine Henry (Lyon, Frakkland) 12. Sari van Veenendaal (Atletico Madrid, Holland) 13. Tobin Heath (Portland Thorns, Bandaríkin) 14. Pernille Harder (Wolfsburg, Danmörk) 15. Lieke Martens (Barcelona, Holland) 16. Kosovare Asllani (Tacon, Svíþjóð) 17. Nilla Fischer (Linköpings, Svíþjóð 18. Marta (Orlando Pride, Brasilía) 19. Sofia Jakobsson (Tacon, Svíþjóð) 20. Sarah Bouhaddi (Lyon, Frakkland) Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun Arnars Björnssonar um kjör Megan Rapinoe í gær.Klippa: Sportpakkinn: Rapinoe hefur farið með kvennafótboltann í rétta átt
HM 2019 í Frakklandi Sportpakkinn Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira