Sportpakkinn: FH gekk betur að hemja Hauk en önnur lið í vetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2019 16:00 Haukur Þrastarson í leik með Selfossi á móti FH. vísir/vilhelm Íslandsmeistarar FH eru komnir niður í sjötta sæti Olís deildar karla eftir að FH-ingum tókst að halda markahæsta leikmanni deildarinnar, Hauki Þrastarsyni, í fjórum mörkum í sannfærandi sigri sínum á Selfossi í gær. Arnar Björnsson skoðaði betur leikinn í Hleðsluhöllinnni í gær. Íslandsmeistarar Selfoss og bikarmeistarar FH áttust við í síðasta leik 12. umferðar Olísdeildar karla á Selfossi í handbolta í gærkvöldi. FH vann leik liðanna í meistarakeppninni í Hleðsluhöllinni eftir framlengdan leik en Selfoss vann nokkum dögum síðar í Kaplakrika þegar liðin mættust í 1. umferð Olísdeildarinnar. FH byrjaði betur og hélt forystunni í hröðum og skemmtilegum leik. Birgir Már Birgisson skoraði 6 mörk fyrir FH í fyrri hálfleik, Phil Döhler var traustur í markinu og Ásbjörn Friðriksson stýrði FH-liðinu eins og herforingi. Selfyssingar treystu á markahæsta mann Íslandsmótsins, Hauk Þrastarson sem var í góðri gæslu FH-inga, staðan 18-14 fyrir FH í hálfleik. FH hélt áfram að auka muninn, Ásbjörn stýrði sínum mönnum ákaflega fagmannlega og þegar höndin var kominn upp hjá dómurunum hjó hann á hnútinn, hann skoraði 9 mörk í leiknum, Einar Rafn Eiðsson, sem skoraði 14 mörk í meistarakeppninni í Hleðsluhöllinni, skoraði 6 mörk í gær líkt og Birgir Már Birgisson, öll hans mörk komu í fyrri hálfleik. Atli Ævar Ingólfsson átti mjög góðan leik á línunni hjá Selfyssingum, skoraði 10 mörk úr 11 skotum. Hergeir Grímsson kom næstur með 6 mörk, þar af fjögur af vítalínunni. Haukur Þrastarson hefur dregið vagninn fyrir Selfyssinga í vetur en hann skoraði aðeins 4 mörk en skilaði 8 stoðsendingum. FH gékk betur að hemja hann en önnur lið í vetur. FH náði 8 marka forystu en Selfyssingar minnkuðu muninn í sex mörk, úrslitin 37-31. FH komst með sigrinum í þriðja sætið er með 16 stig eins og ÍR. Haukar halda traustataki í 1. sætið, eru með 21 stig, tveimur meira en Afturelding. Valur og Selfoss eru jöfn í 5. sætinu með 15 stig. Valur og FH mætast í stórleik 13. umferðar á mánudaginn og Selfoss sækir ÍR heim í Breiðholtið daginn áður. Hér fyrir neðan fer Arnar Björnsson yfir leikinn í gærkvöldi og þar má einnig finna viðtöl við þjálfara liðanna og Ásbjörn Friðriksson, leikmann FH.Klippa: Sportpakkinn: FH gekk betur að hemja Hauk en önnur lið í vetur Olís-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Handbolti Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeirra á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Sjá meira
Íslandsmeistarar FH eru komnir niður í sjötta sæti Olís deildar karla eftir að FH-ingum tókst að halda markahæsta leikmanni deildarinnar, Hauki Þrastarsyni, í fjórum mörkum í sannfærandi sigri sínum á Selfossi í gær. Arnar Björnsson skoðaði betur leikinn í Hleðsluhöllinnni í gær. Íslandsmeistarar Selfoss og bikarmeistarar FH áttust við í síðasta leik 12. umferðar Olísdeildar karla á Selfossi í handbolta í gærkvöldi. FH vann leik liðanna í meistarakeppninni í Hleðsluhöllinni eftir framlengdan leik en Selfoss vann nokkum dögum síðar í Kaplakrika þegar liðin mættust í 1. umferð Olísdeildarinnar. FH byrjaði betur og hélt forystunni í hröðum og skemmtilegum leik. Birgir Már Birgisson skoraði 6 mörk fyrir FH í fyrri hálfleik, Phil Döhler var traustur í markinu og Ásbjörn Friðriksson stýrði FH-liðinu eins og herforingi. Selfyssingar treystu á markahæsta mann Íslandsmótsins, Hauk Þrastarson sem var í góðri gæslu FH-inga, staðan 18-14 fyrir FH í hálfleik. FH hélt áfram að auka muninn, Ásbjörn stýrði sínum mönnum ákaflega fagmannlega og þegar höndin var kominn upp hjá dómurunum hjó hann á hnútinn, hann skoraði 9 mörk í leiknum, Einar Rafn Eiðsson, sem skoraði 14 mörk í meistarakeppninni í Hleðsluhöllinni, skoraði 6 mörk í gær líkt og Birgir Már Birgisson, öll hans mörk komu í fyrri hálfleik. Atli Ævar Ingólfsson átti mjög góðan leik á línunni hjá Selfyssingum, skoraði 10 mörk úr 11 skotum. Hergeir Grímsson kom næstur með 6 mörk, þar af fjögur af vítalínunni. Haukur Þrastarson hefur dregið vagninn fyrir Selfyssinga í vetur en hann skoraði aðeins 4 mörk en skilaði 8 stoðsendingum. FH gékk betur að hemja hann en önnur lið í vetur. FH náði 8 marka forystu en Selfyssingar minnkuðu muninn í sex mörk, úrslitin 37-31. FH komst með sigrinum í þriðja sætið er með 16 stig eins og ÍR. Haukar halda traustataki í 1. sætið, eru með 21 stig, tveimur meira en Afturelding. Valur og Selfoss eru jöfn í 5. sætinu með 15 stig. Valur og FH mætast í stórleik 13. umferðar á mánudaginn og Selfoss sækir ÍR heim í Breiðholtið daginn áður. Hér fyrir neðan fer Arnar Björnsson yfir leikinn í gærkvöldi og þar má einnig finna viðtöl við þjálfara liðanna og Ásbjörn Friðriksson, leikmann FH.Klippa: Sportpakkinn: FH gekk betur að hemja Hauk en önnur lið í vetur
Olís-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Handbolti Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeirra á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Sjá meira