Seinni bylgjan: Hvað haldið þið að Haukur Þrastarson sé? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2019 09:00 Haukur Þrastarson. Vísir/Daníel FH-ingar unnu frábæran sigur á Selfossi í Olís deild karla í handbolta í gærkvöldi og eitt af lykilatriðið var að mati Loga Geirssonar í Seinni bylgjunni í gær var Haukur Þrastarson hafði hvorki kraft né orku í að bera uppi Selfossliðið allan tímann. „Við sáum að Hauki Þrastarsyni var skipt út af í fyrri hálfleik því hann var bara sprunginn. Hann stóð þarna á miðlínunni eftir tuttugu mínútur,“ Logi Geirsson í Seinni bylgjunni í gær en Henry Birgir Gunnarsson var ekki alveg sammála. „Hvernig getur þú sagt að Haukur Þrastarson sé sprunginn eftir tuttugu mínútur? Þessi maður er búinn að sýna að hann er ómennskur,“ sagði Henry Birgir. „Þú sagðir að hann gæti hlaupið hringinn í kringum landið aftur á bak og ég sagðist vera tilbúinn að veðja á móti því. Hann hefði ekki getað hlaupið aftur á bak allan völlinn þegar tuttugu mínútur voru búnar. Hann stóð bara og hugsaði: Hvað er í gangi?,“ sagði Logi. „Hann var allt í öllu sóknarlega og spilaði fyrir framan í vörninni. Hvað haldið þið að hann sé? Enda var gæinn bara búinn á því,“ sagði Logi. „Hann er með 26 prósent skotnýtingu í þessum leik en þetta er maður sem er búinn að vera með 70 prósent skotnýtingu í allan vetur,“ sagði Logi. „Hann skapar ellefu skotfæri og á átta stoðsendingar en þegar kom að skotunum þá var bara ekkert að frétta,“ sagði Henry Birgir og beindi orðum sínum til Guðlaugs Arnarssonar. „Sjáið líka skotin sem hann er að taka. Þetta eru erfið skot og þetta er illa undirbúið. Hann þarf að gera þetta rosalega mikið upp á eigin spýtur,“ sagði Guðlaugur. „Maðurinn er búinn að vera stórkostlegur og það vita það allir. Þetta er besti leikmaðurinn í deildinni og hann er búinn að semja við eitt besta lið í heimi því hann er að fara í Kielce. Það sem ég er að tala um er hvernig hann er notaður,“ sagði Logi og bætti við: „Hann er gjörsamlega sprunginn eftir tuttugu mínútur. Hvernig ætlar þú að hámarka leikmanninn svona. Það gengur ekki,“ sagði Logi. „Við sáum samt að þegar hann fór út af þá hrundi allt. Hann verður að hafa hann inn á og verður að keyra á honum. Þeir þurfa að finna réttar lausnir til að geta nýtt hann enn betur,“ sagði Guðlaugur. Það má sjá alla umræðuna um Hauk Þrastarson í myndbandinu hér fyrir neðan.Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um Hauk Þrastarson Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sjá meira
FH-ingar unnu frábæran sigur á Selfossi í Olís deild karla í handbolta í gærkvöldi og eitt af lykilatriðið var að mati Loga Geirssonar í Seinni bylgjunni í gær var Haukur Þrastarson hafði hvorki kraft né orku í að bera uppi Selfossliðið allan tímann. „Við sáum að Hauki Þrastarsyni var skipt út af í fyrri hálfleik því hann var bara sprunginn. Hann stóð þarna á miðlínunni eftir tuttugu mínútur,“ Logi Geirsson í Seinni bylgjunni í gær en Henry Birgir Gunnarsson var ekki alveg sammála. „Hvernig getur þú sagt að Haukur Þrastarson sé sprunginn eftir tuttugu mínútur? Þessi maður er búinn að sýna að hann er ómennskur,“ sagði Henry Birgir. „Þú sagðir að hann gæti hlaupið hringinn í kringum landið aftur á bak og ég sagðist vera tilbúinn að veðja á móti því. Hann hefði ekki getað hlaupið aftur á bak allan völlinn þegar tuttugu mínútur voru búnar. Hann stóð bara og hugsaði: Hvað er í gangi?,“ sagði Logi. „Hann var allt í öllu sóknarlega og spilaði fyrir framan í vörninni. Hvað haldið þið að hann sé? Enda var gæinn bara búinn á því,“ sagði Logi. „Hann er með 26 prósent skotnýtingu í þessum leik en þetta er maður sem er búinn að vera með 70 prósent skotnýtingu í allan vetur,“ sagði Logi. „Hann skapar ellefu skotfæri og á átta stoðsendingar en þegar kom að skotunum þá var bara ekkert að frétta,“ sagði Henry Birgir og beindi orðum sínum til Guðlaugs Arnarssonar. „Sjáið líka skotin sem hann er að taka. Þetta eru erfið skot og þetta er illa undirbúið. Hann þarf að gera þetta rosalega mikið upp á eigin spýtur,“ sagði Guðlaugur. „Maðurinn er búinn að vera stórkostlegur og það vita það allir. Þetta er besti leikmaðurinn í deildinni og hann er búinn að semja við eitt besta lið í heimi því hann er að fara í Kielce. Það sem ég er að tala um er hvernig hann er notaður,“ sagði Logi og bætti við: „Hann er gjörsamlega sprunginn eftir tuttugu mínútur. Hvernig ætlar þú að hámarka leikmanninn svona. Það gengur ekki,“ sagði Logi. „Við sáum samt að þegar hann fór út af þá hrundi allt. Hann verður að hafa hann inn á og verður að keyra á honum. Þeir þurfa að finna réttar lausnir til að geta nýtt hann enn betur,“ sagði Guðlaugur. Það má sjá alla umræðuna um Hauk Þrastarson í myndbandinu hér fyrir neðan.Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um Hauk Þrastarson
Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sjá meira