Handbolti

Fer vel saman að vera þjálfari og rithöfundur

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Bjarni Fritzson hefur gert góða hluti með ÍR og bók hans um Orra óstöðvandi fer vel af stað
Bjarni Fritzson hefur gert góða hluti með ÍR og bók hans um Orra óstöðvandi fer vel af stað vísir/bára
Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR í Olísdeild karla í handbolta, er einnig rithöfundur. Hann er að gefa út sína aðra bók.

„Það fer reyndar mjög vel saman. Ég skrifa mikið á sumrin þegar handboltinn er í rólegheitum,“ sagði Bjarni í kvöldfréttum Stöðvar 2.

„Reyndar er mjög mikil törn núna fyrir jólin, bæði í bókinni og í handboltanum. En ég er vanur því, þegar maður var í háskólanum í denn var alltaf prófatörn á sama tíma og úrslitakeppnin svo þá þurfi maður bara að keyra í gegnum það.“

Bók Bjarna er um Orra óstöðvandi og er önnur bókin um hann. Bjarni segist ekki vera hættur að skrifa um Orra alveg strax.

„Ég er með tvær, þrjár í kollinum og ég held ég klári þær allavega.“

Allt viðtalið má sjá í spilaranum í fréttinni.



Klippa: Bjarna Frizson margt til lista lagt



Fleiri fréttir

Sjá meira


×