Laugardalshöllin okkar næstelst allra hallanna í undankeppni EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2019 11:30 Íslensku handboltastrákarnir fagna með stuðningsmönnum í Laugardalshöllinni. Vísir/Vilhelm Laugardalshöllin er orðin mjög gömul og allir sammála um að handbolta- og körfuboltalandsliðin þurfi nýja íþróttahöll. Höllin okkar kemur ekki vel út þegar skoðaður er aldur allra íþróttahallanna þar sem leikir voru spilaðir í undankeppni síðustu EM í handbolta. Íslenska karlalandsliðið í handbolta tryggði sér sæti á EM 2020 síðasta sumar og verður með á Evrópumótinu í janúar. Á Twitter-síðunni Höllin er úrelt, sem berst fyrir byggingu nýrrar þjóðarhallar, er bent á athyglisverða staðreynd hvað varðar síðustu undankeppni EM í handbolta. Tölfræðin yfir aldur keppnishalla, sem hýstu leikina í undankeppninni, kemur ekki vel út fyrir okkur Íslendinga. Laugardalshöllin er 54 ára gömul og næstelst allra hallanna í undankeppni EM eins og sjá má hér fyrir neðan. EM í handbolta fer fram í næsta mánuði. Gerði til gamans smá samantekt um aldur keppnishalla sem hýstu leikina í undankeppninni. Kemur ekki vel út fyrir okkur Íslendinga. #HSI_Iceland#handbolti#olísdeildin#seinnibylgjanpic.twitter.com/hZQWPR7lg2— Höllin er úrelt (@Nyjahollstrax) December 18, 2019 Laugardalshöllin er byggð árið 1965 en 58 prósent leikjanna í þessari undankeppni EM 2020 fóru fram í íþróttahöllum sem voru reistar eftir síðustu aldarmót. Eistland var eina þjóðin sem lék að meðaltali í eldri keppnishöllum en við Íslendingar en það var þó ekki vegna þess að þeir eigi ekki nýrri þjóðarhöll. Eistar eiga tiltölulega nýja og glæsilega þjóðarhöll í Riga, sem körfubolta- og íshokkílandsliðin nota. Handboltinn er einfaldlega ekki nógu hátt skrifaður fyrir hana. Í þessum tölum á twitter síðunni „Höllin er úrelt“ er verið að reikna út meðaldur í mörgum tilvikum þar sem þó nokkrar þjóðir léku ýmist í tveimur eða þremur keppnishöllum. Í riðlakeppninni lék íslenska landsliðið útileiki í Norður Makaedóníu, Grikklandi og Tyrklandi. Höllin í Tyrklandi var opnuð árið 2012, höllin í Norður Makedóníu var opnuð árið 2008 og höllin í Grikklandi var sú yngsta því hún var opnuð fyrir aðeins fimm árum síðan. EM 2020 í handbolta Reykjavík Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Íslenski boltinn Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Fleiri fréttir Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Sjá meira
Laugardalshöllin er orðin mjög gömul og allir sammála um að handbolta- og körfuboltalandsliðin þurfi nýja íþróttahöll. Höllin okkar kemur ekki vel út þegar skoðaður er aldur allra íþróttahallanna þar sem leikir voru spilaðir í undankeppni síðustu EM í handbolta. Íslenska karlalandsliðið í handbolta tryggði sér sæti á EM 2020 síðasta sumar og verður með á Evrópumótinu í janúar. Á Twitter-síðunni Höllin er úrelt, sem berst fyrir byggingu nýrrar þjóðarhallar, er bent á athyglisverða staðreynd hvað varðar síðustu undankeppni EM í handbolta. Tölfræðin yfir aldur keppnishalla, sem hýstu leikina í undankeppninni, kemur ekki vel út fyrir okkur Íslendinga. Laugardalshöllin er 54 ára gömul og næstelst allra hallanna í undankeppni EM eins og sjá má hér fyrir neðan. EM í handbolta fer fram í næsta mánuði. Gerði til gamans smá samantekt um aldur keppnishalla sem hýstu leikina í undankeppninni. Kemur ekki vel út fyrir okkur Íslendinga. #HSI_Iceland#handbolti#olísdeildin#seinnibylgjanpic.twitter.com/hZQWPR7lg2— Höllin er úrelt (@Nyjahollstrax) December 18, 2019 Laugardalshöllin er byggð árið 1965 en 58 prósent leikjanna í þessari undankeppni EM 2020 fóru fram í íþróttahöllum sem voru reistar eftir síðustu aldarmót. Eistland var eina þjóðin sem lék að meðaltali í eldri keppnishöllum en við Íslendingar en það var þó ekki vegna þess að þeir eigi ekki nýrri þjóðarhöll. Eistar eiga tiltölulega nýja og glæsilega þjóðarhöll í Riga, sem körfubolta- og íshokkílandsliðin nota. Handboltinn er einfaldlega ekki nógu hátt skrifaður fyrir hana. Í þessum tölum á twitter síðunni „Höllin er úrelt“ er verið að reikna út meðaldur í mörgum tilvikum þar sem þó nokkrar þjóðir léku ýmist í tveimur eða þremur keppnishöllum. Í riðlakeppninni lék íslenska landsliðið útileiki í Norður Makaedóníu, Grikklandi og Tyrklandi. Höllin í Tyrklandi var opnuð árið 2012, höllin í Norður Makedóníu var opnuð árið 2008 og höllin í Grikklandi var sú yngsta því hún var opnuð fyrir aðeins fimm árum síðan.
EM 2020 í handbolta Reykjavík Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Íslenski boltinn Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Fleiri fréttir Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Sjá meira