PSG sagt vera á eftir Pep Guardiola og Xavi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2019 10:30 Pep Guardiola og Xavi gætu sameinast á ný hjá Paris Saint-Germain. Getty/Pressefoto Ulmer Pep Guardiola gæti verið á leiðinni í frönsku deildina ef marka má fréttir frá Frakklandi. Ónægja stjörnuleikmanna PSG með núverandi stjóra hefur aukið líkurnar á því að þjálfarastarf félagsins losni í sumar. Le 10 Sport slær því upp að Paris Saint-Germain ætli að reyna að fá Pep Guardiola til að taka við liðinu. Pep Guardiola myndi þá taka við starfi Thomas Tuchel sem hefur verið með Parísarliðið frá 2018. Tvennt er talið ýta undir þetta. Stjörnuleikmenn PSG, Neymar og Kylian Mbappe, eru ekki ánægðir með Thomas Tuchel og þá hefur Pep Guardiola þann möguleika á að losna undan samningi sínum við Mancheser City í sumar. PSG will reportedly line up a move to bring Pep Guardiola to the club to replace Thomas Tuchel. That's the gossip.https://t.co/RvNsSJt5eX#bbcfootballpic.twitter.com/GbX1AnVSj1— BBC Sport (@BBCSport) December 18, 2019 Hinn 48 ára gamli Guardiola hefur sagt að hann væri opinn fyrir nýjum samningi við Manchester City en þessar fréttir frá París gætu breytt því. Manchester City mætir Real Madrid í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar en það er eini titilinn sem Guardiola hefur ekki unnið með City. City vann fjóra bikara heima á Englandi fyrr á þessu ári. Það fylgir fréttinni hjá Le 10 Sport að Pep Guardiola gæti mögulega fengið Xavi Hernandez sem aðstoðarmann sinn taki hann við Parísarliðinu. EXCLU - Mercato - PSG : Un duo Guardiola/Xavi à Paris ? https://t.co/MtNTL6f0pRpic.twitter.com/O5RCkhjxTl— le10sport (@le10sport) December 17, 2019 Xavi Hernandez hefur verið að þjálfa í Katar eftir að hann hætti sem leikmaður en Xavi átti mörg af sínum bestu árum undir stjórn Guardiola hjá Barcelona. Manchester City hefur unnið ensku deildina undanfarin tvö tímabil en liðið er nú fjórtán stigum á eftir toppliði Liverpool. Forráðamenn Manchester City trúa því að Pep Guardiola muni klára sinn samning sem er til ársins 2021. Guardiola tók við Manchester City sumarið 2016 og er því á sínu fjórða tímabili með liðið. Hann hætti óvænt hjá Barcelona eftir fjögur ár, 2008-12, og hætti síðan eftir þrjú ár hjá Bayern München, 2013-16. Það þykir auka líkurnar á brottför Guardiola að hann hafi aldrei verið lengur en fjögur tímabil með sama lið. Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Sjá meira
Pep Guardiola gæti verið á leiðinni í frönsku deildina ef marka má fréttir frá Frakklandi. Ónægja stjörnuleikmanna PSG með núverandi stjóra hefur aukið líkurnar á því að þjálfarastarf félagsins losni í sumar. Le 10 Sport slær því upp að Paris Saint-Germain ætli að reyna að fá Pep Guardiola til að taka við liðinu. Pep Guardiola myndi þá taka við starfi Thomas Tuchel sem hefur verið með Parísarliðið frá 2018. Tvennt er talið ýta undir þetta. Stjörnuleikmenn PSG, Neymar og Kylian Mbappe, eru ekki ánægðir með Thomas Tuchel og þá hefur Pep Guardiola þann möguleika á að losna undan samningi sínum við Mancheser City í sumar. PSG will reportedly line up a move to bring Pep Guardiola to the club to replace Thomas Tuchel. That's the gossip.https://t.co/RvNsSJt5eX#bbcfootballpic.twitter.com/GbX1AnVSj1— BBC Sport (@BBCSport) December 18, 2019 Hinn 48 ára gamli Guardiola hefur sagt að hann væri opinn fyrir nýjum samningi við Manchester City en þessar fréttir frá París gætu breytt því. Manchester City mætir Real Madrid í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar en það er eini titilinn sem Guardiola hefur ekki unnið með City. City vann fjóra bikara heima á Englandi fyrr á þessu ári. Það fylgir fréttinni hjá Le 10 Sport að Pep Guardiola gæti mögulega fengið Xavi Hernandez sem aðstoðarmann sinn taki hann við Parísarliðinu. EXCLU - Mercato - PSG : Un duo Guardiola/Xavi à Paris ? https://t.co/MtNTL6f0pRpic.twitter.com/O5RCkhjxTl— le10sport (@le10sport) December 17, 2019 Xavi Hernandez hefur verið að þjálfa í Katar eftir að hann hætti sem leikmaður en Xavi átti mörg af sínum bestu árum undir stjórn Guardiola hjá Barcelona. Manchester City hefur unnið ensku deildina undanfarin tvö tímabil en liðið er nú fjórtán stigum á eftir toppliði Liverpool. Forráðamenn Manchester City trúa því að Pep Guardiola muni klára sinn samning sem er til ársins 2021. Guardiola tók við Manchester City sumarið 2016 og er því á sínu fjórða tímabili með liðið. Hann hætti óvænt hjá Barcelona eftir fjögur ár, 2008-12, og hætti síðan eftir þrjú ár hjá Bayern München, 2013-16. Það þykir auka líkurnar á brottför Guardiola að hann hafi aldrei verið lengur en fjögur tímabil með sama lið.
Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Sjá meira