Krúttlegir öldungar fá sér Fanta í Páfagarði Heiðar Sumarliðason skrifar 17. desember 2019 14:00 Setið á rökstólum í fögrum garði páfa The Two Popes byggir á The Pope, leikverki Anthony McCarten, og fjallar um þegar hinn íhaldssami fyrrum páfi, Benedict sextándi (Anthony Hopkins), fékk tilvonandi eftirmann sinn, Francis hinn fyrsta (Jonathan Pryce), í langa heimsókn í Vatíkanið. Það er skiljanlegt að McCarten líti til þessara fundadaga og velti fyrir sér hvað átti sér stað og vilji skrifa upp úr því sögu. Hér eru tveir andstæðir pólar innan kaþólsku kirkjunnar að mætast og ætla mætti að áhugavert efni sé þar að finna. Við erum með harðlínupáfann, sem vill ekki heyra minnst á samkynhneigð, skilnað og getnaðarvarnir. Svo hinn mjúka mann nýrrar aldar, þann sem flaggar regnbogafánanum á tyllidögum og blessar fráskilda. Eðlilegt er að glæringar hafi verið þeirra á milli á fundunum. Það kemur hinsvegar á daginn að fundarhöldin og skrafið sjálft eru sennilega ekki nóg til að bera uppi heila kvikmynd. Því bregður höfundurinn McCarten (sem einnig skrifar handrit kvikmyndarinnar) á það ráð að láta framvinduna að einhverju leyti hverfast um fortíð tískupáfans Francis, fortíð sem er mjög dramatísk og í raun mun meira krassandi en þessi fundur þeirra í Vatíkaninu. Jonathan Pryce og Anthony Hopkins í hlutverkum sínum Það er stundum sagt að það sé ágætis þumalputtaregla fyrir höfunda að sé forsagan áhugaverðari en sagan sem þú ert að skrifa, þá ættirðu sennilega að segja hana frekar. McCarten kýs að fara þá leið að flétta forsögu Francis inn í síðari hluta myndarinnar og varðandi barnaníðshneykslið, sem átti sér stað á vakt Benedicts, þá er það eiginlega ritskoðað (í alveg ótrúlega furðulegri senu). Þetta gerir það að verkum að útkoman er ekki jafn krassandi og hún annars hefði orðið. Höfundurinn vildi greinilega segja dúllulega sögu af tveimur gömlum körlum, sem hefði verið í lagi héldi hún athygli áhorfandans betur en raun ber vitni. Þess í stað gefst nægur tími til að velta fyrir sér hvernig áhugaverðari eindir sögunnar hefðu orðið betri kvikmynd en The Two Popes. Francis og Benedict á góðri stundu. Vandi myndarinnar liggur í því að hún er hvorki nægilega fyndin, né nægilega dramatísk til að halda áhorfandanum fyllilega við efnið. Ég játa að ég leit nokkrum sinnum á klukkuna í fyrri hluta myndar, þó þeim skiptum hafi fækkað töluvert í síðari hluta hennar. Það sem við fáum er gamandrama með skugga misgjörða vomandi yfir, sem þegar öllu er á botninn hvolft er einskonar hvorki né kvikmynd. Sjálfsagt kveikir myndin mikinn áhuga þeirra sem eru kaþólskir en fyrir trúlausan mann, eins og undirritaðan, nær The Two Popes ekki að vekja nægan áhuga á því sem fyrir augu ber. Ef sagan væri sögð á áhugaverðari máta ætti fjarlægð frá efniviðnum, páfadómi, ekki að skipta máli en því miður vantar aðeins upp á. Aðallega er þetta vegna þess að persónur páfanna tveggja eru ekki settar fram nægilega áhugaverðan máta og það sama má segja um framvinduna. Ég hef það á tilfinningunni að kvikmyndagerðarfólkið hafi borið aðeins of mikla virðingu fyrir þessum æðstu mönnum Vatíkansins og þar af leiðandi sé helst til mikið vanillubragð af myndinni. Það mætti í raun segja að þessar persónur séu líklegast áhugaverðari í sitthvoru lagi heldur en saman og það eina sem myndin skilur eftir eru vangaveltur um hvað hefði getað orðið. Hér er hinn ungi Benedict, sem er mjög augljóslega suður amerískur í endurlitum en verður breskur í nútímanum. Niðurstaða: Krúttlegt jólaáhorf úr smiðju Netflix. Alls ekki slæm kvikmynd en herslumuninn vantar, því fer maður að hugsa hvað hefði getað orðið, frekar en að vera með alla athygli við áhorfið. Bíó og sjónvarp Stjörnubíó Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
The Two Popes byggir á The Pope, leikverki Anthony McCarten, og fjallar um þegar hinn íhaldssami fyrrum páfi, Benedict sextándi (Anthony Hopkins), fékk tilvonandi eftirmann sinn, Francis hinn fyrsta (Jonathan Pryce), í langa heimsókn í Vatíkanið. Það er skiljanlegt að McCarten líti til þessara fundadaga og velti fyrir sér hvað átti sér stað og vilji skrifa upp úr því sögu. Hér eru tveir andstæðir pólar innan kaþólsku kirkjunnar að mætast og ætla mætti að áhugavert efni sé þar að finna. Við erum með harðlínupáfann, sem vill ekki heyra minnst á samkynhneigð, skilnað og getnaðarvarnir. Svo hinn mjúka mann nýrrar aldar, þann sem flaggar regnbogafánanum á tyllidögum og blessar fráskilda. Eðlilegt er að glæringar hafi verið þeirra á milli á fundunum. Það kemur hinsvegar á daginn að fundarhöldin og skrafið sjálft eru sennilega ekki nóg til að bera uppi heila kvikmynd. Því bregður höfundurinn McCarten (sem einnig skrifar handrit kvikmyndarinnar) á það ráð að láta framvinduna að einhverju leyti hverfast um fortíð tískupáfans Francis, fortíð sem er mjög dramatísk og í raun mun meira krassandi en þessi fundur þeirra í Vatíkaninu. Jonathan Pryce og Anthony Hopkins í hlutverkum sínum Það er stundum sagt að það sé ágætis þumalputtaregla fyrir höfunda að sé forsagan áhugaverðari en sagan sem þú ert að skrifa, þá ættirðu sennilega að segja hana frekar. McCarten kýs að fara þá leið að flétta forsögu Francis inn í síðari hluta myndarinnar og varðandi barnaníðshneykslið, sem átti sér stað á vakt Benedicts, þá er það eiginlega ritskoðað (í alveg ótrúlega furðulegri senu). Þetta gerir það að verkum að útkoman er ekki jafn krassandi og hún annars hefði orðið. Höfundurinn vildi greinilega segja dúllulega sögu af tveimur gömlum körlum, sem hefði verið í lagi héldi hún athygli áhorfandans betur en raun ber vitni. Þess í stað gefst nægur tími til að velta fyrir sér hvernig áhugaverðari eindir sögunnar hefðu orðið betri kvikmynd en The Two Popes. Francis og Benedict á góðri stundu. Vandi myndarinnar liggur í því að hún er hvorki nægilega fyndin, né nægilega dramatísk til að halda áhorfandanum fyllilega við efnið. Ég játa að ég leit nokkrum sinnum á klukkuna í fyrri hluta myndar, þó þeim skiptum hafi fækkað töluvert í síðari hluta hennar. Það sem við fáum er gamandrama með skugga misgjörða vomandi yfir, sem þegar öllu er á botninn hvolft er einskonar hvorki né kvikmynd. Sjálfsagt kveikir myndin mikinn áhuga þeirra sem eru kaþólskir en fyrir trúlausan mann, eins og undirritaðan, nær The Two Popes ekki að vekja nægan áhuga á því sem fyrir augu ber. Ef sagan væri sögð á áhugaverðari máta ætti fjarlægð frá efniviðnum, páfadómi, ekki að skipta máli en því miður vantar aðeins upp á. Aðallega er þetta vegna þess að persónur páfanna tveggja eru ekki settar fram nægilega áhugaverðan máta og það sama má segja um framvinduna. Ég hef það á tilfinningunni að kvikmyndagerðarfólkið hafi borið aðeins of mikla virðingu fyrir þessum æðstu mönnum Vatíkansins og þar af leiðandi sé helst til mikið vanillubragð af myndinni. Það mætti í raun segja að þessar persónur séu líklegast áhugaverðari í sitthvoru lagi heldur en saman og það eina sem myndin skilur eftir eru vangaveltur um hvað hefði getað orðið. Hér er hinn ungi Benedict, sem er mjög augljóslega suður amerískur í endurlitum en verður breskur í nútímanum. Niðurstaða: Krúttlegt jólaáhorf úr smiðju Netflix. Alls ekki slæm kvikmynd en herslumuninn vantar, því fer maður að hugsa hvað hefði getað orðið, frekar en að vera með alla athygli við áhorfið.
Bíó og sjónvarp Stjörnubíó Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira