Ejub flutti frá Reykjavík til Ólafsvíkur vegna spilafíknar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. desember 2019 08:00 Ejub kom fyrst hingað til lands 1992 og hefur verið hér síðan þá. vísir/bára Ejub Purisevic, sem hætti sem þjálfari Víkings Ó. í haust eftir að hafa starfað hjá félaginu síðan 2003, var í löngu viðtali í útvarpsþættinum Fótbolta.net á X-inu á laugardaginn. Ejub fór um víðan völl í viðtalinu og greindi m.a. frá því að hann hefði glímt við spilafíkn áður en hann fór til Ólafsvíkur. „Ég hef aldrei sagt frá þessu. Ég er þannig manneskja ég þurfti alltaf að finna lausnir á einhverjum hlutum. Á þessum tíma, sérstaklega eftir dvölina hjá Val, var ég rosalega mikið í spilakössum,“ sagði Ejub. „Ég spilaði rosalega mikið og ég hugsaði að ég yrði að gera eitthvað. Ég átti konu og litla stelpu og ákvað að fara frá Reykjavík. Það kom ekki til greina að fara í meðferð. Þetta veit enginn nema konan mín. Þetta var til að byrja með stærsta ástæðan af hverju ég fór frá Reykjavík til Ólafsvíkur.“ Ejub segist hafa náð bata eftir að hann kom til Ólafsvíkur og kveðst afar þakklátur samfélaginu þar. „Ég reyndi að laga hlutina. Það tók nokkurn tíma. Ég setti ekki krónu í spilakassa í 10-12 ár. Ég var rosalega ánægður að ég gat unnið í sjálfum mér og lagað hluti í kringum mig. Þetta var þess virði fyrir utan fótboltann. Ég á í dag þrjú börn og æðislega fjölskyldu,“ sagði Ejub. „Ég hugsaði að ég þyrfti að gera eitthvað og taka á málunum. Ég þurfti að halda utan fjölskylduna. Þegar ég horfi til baka er ég rosalega þakklátur konunni minni og samfélaginu í Ólafsvík.“ Brotið úr viðtalinu þar sem Ejub ræðir spilafíknina má hlusta á hér fyrir neðan. Klippa: Ejub ræðir spilafíkn Í viðtalinu ræðir Ejub einnig um ástæðu þess að hann kom til Íslands á sínum tíma, stríðið í gömlu Júgóslavíu, leikmannaferilinn, árin á Hornafirði og hjá Val og tímann hjá Víkingi Ó. Sem hann kom tvisvar upp í efstu deild. Ejub starfar í dag sem þjálfari 3. flokks karla hjá Stjörnunni auk þess að stýra hæfileikamótun 2.-4. flokks hjá félaginu. Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Ejub Pepsi Max-deild karla Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fleiri fréttir Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Sjá meira
Ejub Purisevic, sem hætti sem þjálfari Víkings Ó. í haust eftir að hafa starfað hjá félaginu síðan 2003, var í löngu viðtali í útvarpsþættinum Fótbolta.net á X-inu á laugardaginn. Ejub fór um víðan völl í viðtalinu og greindi m.a. frá því að hann hefði glímt við spilafíkn áður en hann fór til Ólafsvíkur. „Ég hef aldrei sagt frá þessu. Ég er þannig manneskja ég þurfti alltaf að finna lausnir á einhverjum hlutum. Á þessum tíma, sérstaklega eftir dvölina hjá Val, var ég rosalega mikið í spilakössum,“ sagði Ejub. „Ég spilaði rosalega mikið og ég hugsaði að ég yrði að gera eitthvað. Ég átti konu og litla stelpu og ákvað að fara frá Reykjavík. Það kom ekki til greina að fara í meðferð. Þetta veit enginn nema konan mín. Þetta var til að byrja með stærsta ástæðan af hverju ég fór frá Reykjavík til Ólafsvíkur.“ Ejub segist hafa náð bata eftir að hann kom til Ólafsvíkur og kveðst afar þakklátur samfélaginu þar. „Ég reyndi að laga hlutina. Það tók nokkurn tíma. Ég setti ekki krónu í spilakassa í 10-12 ár. Ég var rosalega ánægður að ég gat unnið í sjálfum mér og lagað hluti í kringum mig. Þetta var þess virði fyrir utan fótboltann. Ég á í dag þrjú börn og æðislega fjölskyldu,“ sagði Ejub. „Ég hugsaði að ég þyrfti að gera eitthvað og taka á málunum. Ég þurfti að halda utan fjölskylduna. Þegar ég horfi til baka er ég rosalega þakklátur konunni minni og samfélaginu í Ólafsvík.“ Brotið úr viðtalinu þar sem Ejub ræðir spilafíknina má hlusta á hér fyrir neðan. Klippa: Ejub ræðir spilafíkn Í viðtalinu ræðir Ejub einnig um ástæðu þess að hann kom til Íslands á sínum tíma, stríðið í gömlu Júgóslavíu, leikmannaferilinn, árin á Hornafirði og hjá Val og tímann hjá Víkingi Ó. Sem hann kom tvisvar upp í efstu deild. Ejub starfar í dag sem þjálfari 3. flokks karla hjá Stjörnunni auk þess að stýra hæfileikamótun 2.-4. flokks hjá félaginu. Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Ejub
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fleiri fréttir Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Sjá meira