Sportpakkinn: Lárus vill að Ísland verði í fararbroddi þegar kemur að skotum í höfuð markvarða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. desember 2019 15:45 Lárus Helgi Ólafsson. Mynd/S2 Sport Lárus Helgi Ólafsson, markvörður Framara í Olísdeild karla í handbolta, hefur að eigin sögn fengið fimmtán skot í höfuðið á þessu tímabili. Guðjón Guðmundsson hitti Lárus Helga og ræddi áhyggjur hans af því að veta ítrekað skotinn niður í markinu. Mikil umræða um höfuðmeiðsli í íslenskum íþróttum hefur vakið mikla athygli síðustu vikur. Lárus Helgi Ólafsson, sem ver mark Fram í Olís deild karla, vill að málið verði skoðað betur. „Miðað við að þetta er farið að gerast svona oft og miðað við umræðuna í þjóðfélaginu undanfarið, þá þarf virkilega að skoða þetta,“ sagði Lárus Helgi Ólafsson í samtali við Guðjón Guðmundsson í dag. Hvað hefur breyst í handboltanum að mati Lárusar Helga? „Það er góð spurning. Ég er búinn að vera renna svolítið yfir þetta í huganum. Það getur vel verið að þetta sé einhver óheppni og ég sé bara að fá boltann extra mikið í höfuðið miðað við aðra markmenn. Það getur vel verið að það séu markmenn sem séu búnir að fá boltann lítið sem ekkert í höfuðið,“ sagði Lárus Helgi. „Ég er að velta fyrir mér alls konar hlutum eins og hvort ég sá opnari á höfðið en aðrir markmenn. Þjálfararnir eru kannski að segja: Lalli, er opinn á haus, skjótum þar. Það er einn af þessum punktum sem ég er búinn að hugsa um. Ég held samt að það sér erfitt að finna útskýringar á þessu,“ sagði Lárus Helgi. Lárus vill að það verði beitt refsingum skjóti leikmenn í höfuðið á markmanni í opnum leik. „Ég átta mig á því að flækjustigið á þessu yrði þokkalegt. Það er hægt að skoða þetta út frá því að það er rautt spjald fyrir að skjóta í höfuðið á markverði í vítakasti. Ef þú skýtur í andlit varnarmanns í aukakasti þá er það einnig rautt,“ sagði Lárus Helgi „Mér finnst bara að ef leikmenn eru að koma úr opnum leik, hvort sem það eru úr horni, línu eða hraðaupphlaupi og skotið fer í haus á markmanni þá finnst mér að það eigi að vera rautt spjald,“ sagði Lárus Helgi. „Ég átta mig á því að það yrði ekkert hlaupið að þessu og það eru örugglega margir sem hafa skoðanir á þessum hlutum. Ég held bara að með allri þessari vakningu varðandi höfuðmeiðsli undanfarin misseri þá gætum við verðið í fararbroddi að koma með þessa hugmynd inn á alþjóðlega sviðið,“ sagði Lárus Helgi. Það má sjá viðtal og umfjöllun Gaupa um málið í myndbandinu hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Lárus vill að Ísland verði í fararbroddi þegar kemur að skotum í höfuð markvarða Olís-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Fleiri fréttir Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Sjá meira
Lárus Helgi Ólafsson, markvörður Framara í Olísdeild karla í handbolta, hefur að eigin sögn fengið fimmtán skot í höfuðið á þessu tímabili. Guðjón Guðmundsson hitti Lárus Helga og ræddi áhyggjur hans af því að veta ítrekað skotinn niður í markinu. Mikil umræða um höfuðmeiðsli í íslenskum íþróttum hefur vakið mikla athygli síðustu vikur. Lárus Helgi Ólafsson, sem ver mark Fram í Olís deild karla, vill að málið verði skoðað betur. „Miðað við að þetta er farið að gerast svona oft og miðað við umræðuna í þjóðfélaginu undanfarið, þá þarf virkilega að skoða þetta,“ sagði Lárus Helgi Ólafsson í samtali við Guðjón Guðmundsson í dag. Hvað hefur breyst í handboltanum að mati Lárusar Helga? „Það er góð spurning. Ég er búinn að vera renna svolítið yfir þetta í huganum. Það getur vel verið að þetta sé einhver óheppni og ég sé bara að fá boltann extra mikið í höfuðið miðað við aðra markmenn. Það getur vel verið að það séu markmenn sem séu búnir að fá boltann lítið sem ekkert í höfuðið,“ sagði Lárus Helgi. „Ég er að velta fyrir mér alls konar hlutum eins og hvort ég sá opnari á höfðið en aðrir markmenn. Þjálfararnir eru kannski að segja: Lalli, er opinn á haus, skjótum þar. Það er einn af þessum punktum sem ég er búinn að hugsa um. Ég held samt að það sér erfitt að finna útskýringar á þessu,“ sagði Lárus Helgi. Lárus vill að það verði beitt refsingum skjóti leikmenn í höfuðið á markmanni í opnum leik. „Ég átta mig á því að flækjustigið á þessu yrði þokkalegt. Það er hægt að skoða þetta út frá því að það er rautt spjald fyrir að skjóta í höfuðið á markverði í vítakasti. Ef þú skýtur í andlit varnarmanns í aukakasti þá er það einnig rautt,“ sagði Lárus Helgi „Mér finnst bara að ef leikmenn eru að koma úr opnum leik, hvort sem það eru úr horni, línu eða hraðaupphlaupi og skotið fer í haus á markmanni þá finnst mér að það eigi að vera rautt spjald,“ sagði Lárus Helgi. „Ég átta mig á því að það yrði ekkert hlaupið að þessu og það eru örugglega margir sem hafa skoðanir á þessum hlutum. Ég held bara að með allri þessari vakningu varðandi höfuðmeiðsli undanfarin misseri þá gætum við verðið í fararbroddi að koma með þessa hugmynd inn á alþjóðlega sviðið,“ sagði Lárus Helgi. Það má sjá viðtal og umfjöllun Gaupa um málið í myndbandinu hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Lárus vill að Ísland verði í fararbroddi þegar kemur að skotum í höfuð markvarða
Olís-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Fleiri fréttir Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Sjá meira
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn