Belgískt undrabarn hættir í háskóla Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. desember 2019 06:15 Laurent Simons var aðeins níu ára gamall þegar hann hóf nám við Eindhoven háskólann í Hollandi. instagram Laurent Simons, belgískur níu ára strákur, er hættur í háskóla en hann vonaðist til að útskrifast núna um áramótin. Simons var skráður í Eindhoven háskólann í Hollandi og höfðu foreldrar Laurent vonast til þess að hann gæti útskrifast fyrir tíu ára afmælið sitt, þann 26. desember næstkomandi. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Samkvæmt háskólanum átti Laurent eftir að taka of mörg próf til að geta útskrifast fyrir afmælið og neituðu foreldrar hans þá boði skólans um að hann gæti útskrifast á næsta ári og skráðu hann úr náminu. Laurent átti að klára þriggja ára nám í rafmagnsverkfræði á aðeins tíu mánuðum til að geta klárað prófið fyrir tíu ára afmælisdaginn sinn. Alexander Simons, faðir Laurent, sagði í samtali við hollenska fréttamenn að háskólinn hafi gagnrýnt hann fyrir að hafa verið í stöðugu sambandi við fjölmiðla varðandi son sinn. „Okkur var sagt að of mikið álag væri á barninu okkar vegna fréttaflutnings og ef við héldum fréttaflutningi áfram þyrfti hann að fara til sálfræðings,“ sagði Alexander í samtali við Hollensku fréttastofuna De Volkskrant. „Ef barn er gott í fótbolta finnst öllum í lagi að því sé deilt á fréttamiðlum. Sonur minn hefur aðra hæfileika. Af hverju ætti hann ekki að vera stoltur af þeim?“ Laurent Simon deildi einnig skjáskoti af tölvupósti á Instagramsíðu sinni sem háskólinn hafði sent honum í síðasta mánuði um mögulega útskrift í desember og hljóðaði myndatextinn svo á ensku „Liar liar pants on fire!!!“ Í tilkynningu sagði verkfræðisvið Eindhoven háskólans að það væri ekki mögulegt fyrir Laurent að klára nám sitt fyrir tíu ára afmælið ef hann ætti að geta þróað með sér skilning, hugmyndaflug á sviðinu og gagnrýna hugsun. Ef náminu væri flýtt myndi akademískur ferill hans lýða fyrir það. Háskólinn varaði einnig við því að „setja of mikla pressu á þennan níu ára gamla stúdent,“ sem hefði „hæfileika sem hefðu ekki sést hingað til.“ Belgía Holland Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur „Ma & pa í apríl“ Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Fleiri fréttir Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Sjá meira
Laurent Simons, belgískur níu ára strákur, er hættur í háskóla en hann vonaðist til að útskrifast núna um áramótin. Simons var skráður í Eindhoven háskólann í Hollandi og höfðu foreldrar Laurent vonast til þess að hann gæti útskrifast fyrir tíu ára afmælið sitt, þann 26. desember næstkomandi. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Samkvæmt háskólanum átti Laurent eftir að taka of mörg próf til að geta útskrifast fyrir afmælið og neituðu foreldrar hans þá boði skólans um að hann gæti útskrifast á næsta ári og skráðu hann úr náminu. Laurent átti að klára þriggja ára nám í rafmagnsverkfræði á aðeins tíu mánuðum til að geta klárað prófið fyrir tíu ára afmælisdaginn sinn. Alexander Simons, faðir Laurent, sagði í samtali við hollenska fréttamenn að háskólinn hafi gagnrýnt hann fyrir að hafa verið í stöðugu sambandi við fjölmiðla varðandi son sinn. „Okkur var sagt að of mikið álag væri á barninu okkar vegna fréttaflutnings og ef við héldum fréttaflutningi áfram þyrfti hann að fara til sálfræðings,“ sagði Alexander í samtali við Hollensku fréttastofuna De Volkskrant. „Ef barn er gott í fótbolta finnst öllum í lagi að því sé deilt á fréttamiðlum. Sonur minn hefur aðra hæfileika. Af hverju ætti hann ekki að vera stoltur af þeim?“ Laurent Simon deildi einnig skjáskoti af tölvupósti á Instagramsíðu sinni sem háskólinn hafði sent honum í síðasta mánuði um mögulega útskrift í desember og hljóðaði myndatextinn svo á ensku „Liar liar pants on fire!!!“ Í tilkynningu sagði verkfræðisvið Eindhoven háskólans að það væri ekki mögulegt fyrir Laurent að klára nám sitt fyrir tíu ára afmælið ef hann ætti að geta þróað með sér skilning, hugmyndaflug á sviðinu og gagnrýna hugsun. Ef náminu væri flýtt myndi akademískur ferill hans lýða fyrir það. Háskólinn varaði einnig við því að „setja of mikla pressu á þennan níu ára gamla stúdent,“ sem hefði „hæfileika sem hefðu ekki sést hingað til.“
Belgía Holland Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur „Ma & pa í apríl“ Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Fleiri fréttir Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Sjá meira