Belgískt undrabarn hættir í háskóla Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. desember 2019 06:15 Laurent Simons var aðeins níu ára gamall þegar hann hóf nám við Eindhoven háskólann í Hollandi. instagram Laurent Simons, belgískur níu ára strákur, er hættur í háskóla en hann vonaðist til að útskrifast núna um áramótin. Simons var skráður í Eindhoven háskólann í Hollandi og höfðu foreldrar Laurent vonast til þess að hann gæti útskrifast fyrir tíu ára afmælið sitt, þann 26. desember næstkomandi. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Samkvæmt háskólanum átti Laurent eftir að taka of mörg próf til að geta útskrifast fyrir afmælið og neituðu foreldrar hans þá boði skólans um að hann gæti útskrifast á næsta ári og skráðu hann úr náminu. Laurent átti að klára þriggja ára nám í rafmagnsverkfræði á aðeins tíu mánuðum til að geta klárað prófið fyrir tíu ára afmælisdaginn sinn. Alexander Simons, faðir Laurent, sagði í samtali við hollenska fréttamenn að háskólinn hafi gagnrýnt hann fyrir að hafa verið í stöðugu sambandi við fjölmiðla varðandi son sinn. „Okkur var sagt að of mikið álag væri á barninu okkar vegna fréttaflutnings og ef við héldum fréttaflutningi áfram þyrfti hann að fara til sálfræðings,“ sagði Alexander í samtali við Hollensku fréttastofuna De Volkskrant. „Ef barn er gott í fótbolta finnst öllum í lagi að því sé deilt á fréttamiðlum. Sonur minn hefur aðra hæfileika. Af hverju ætti hann ekki að vera stoltur af þeim?“ Laurent Simon deildi einnig skjáskoti af tölvupósti á Instagramsíðu sinni sem háskólinn hafði sent honum í síðasta mánuði um mögulega útskrift í desember og hljóðaði myndatextinn svo á ensku „Liar liar pants on fire!!!“ Í tilkynningu sagði verkfræðisvið Eindhoven háskólans að það væri ekki mögulegt fyrir Laurent að klára nám sitt fyrir tíu ára afmælið ef hann ætti að geta þróað með sér skilning, hugmyndaflug á sviðinu og gagnrýna hugsun. Ef náminu væri flýtt myndi akademískur ferill hans lýða fyrir það. Háskólinn varaði einnig við því að „setja of mikla pressu á þennan níu ára gamla stúdent,“ sem hefði „hæfileika sem hefðu ekki sést hingað til.“ Belgía Holland Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Hera Björk mun kynna stigin Lífið Fleiri fréttir Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Sjá meira
Laurent Simons, belgískur níu ára strákur, er hættur í háskóla en hann vonaðist til að útskrifast núna um áramótin. Simons var skráður í Eindhoven háskólann í Hollandi og höfðu foreldrar Laurent vonast til þess að hann gæti útskrifast fyrir tíu ára afmælið sitt, þann 26. desember næstkomandi. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Samkvæmt háskólanum átti Laurent eftir að taka of mörg próf til að geta útskrifast fyrir afmælið og neituðu foreldrar hans þá boði skólans um að hann gæti útskrifast á næsta ári og skráðu hann úr náminu. Laurent átti að klára þriggja ára nám í rafmagnsverkfræði á aðeins tíu mánuðum til að geta klárað prófið fyrir tíu ára afmælisdaginn sinn. Alexander Simons, faðir Laurent, sagði í samtali við hollenska fréttamenn að háskólinn hafi gagnrýnt hann fyrir að hafa verið í stöðugu sambandi við fjölmiðla varðandi son sinn. „Okkur var sagt að of mikið álag væri á barninu okkar vegna fréttaflutnings og ef við héldum fréttaflutningi áfram þyrfti hann að fara til sálfræðings,“ sagði Alexander í samtali við Hollensku fréttastofuna De Volkskrant. „Ef barn er gott í fótbolta finnst öllum í lagi að því sé deilt á fréttamiðlum. Sonur minn hefur aðra hæfileika. Af hverju ætti hann ekki að vera stoltur af þeim?“ Laurent Simon deildi einnig skjáskoti af tölvupósti á Instagramsíðu sinni sem háskólinn hafði sent honum í síðasta mánuði um mögulega útskrift í desember og hljóðaði myndatextinn svo á ensku „Liar liar pants on fire!!!“ Í tilkynningu sagði verkfræðisvið Eindhoven háskólans að það væri ekki mögulegt fyrir Laurent að klára nám sitt fyrir tíu ára afmælið ef hann ætti að geta þróað með sér skilning, hugmyndaflug á sviðinu og gagnrýna hugsun. Ef náminu væri flýtt myndi akademískur ferill hans lýða fyrir það. Háskólinn varaði einnig við því að „setja of mikla pressu á þennan níu ára gamla stúdent,“ sem hefði „hæfileika sem hefðu ekki sést hingað til.“
Belgía Holland Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Hera Björk mun kynna stigin Lífið Fleiri fréttir Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Sjá meira