Sem kunnugt er mætast Ísland og Rúmenía í undanúrslitum umspils um sæti á EM 26. mars á næsta ári.
Fulltrúar frá sjónvarpsrétthafanum í Rúmeníu eru staddir á Íslandi og í gær kíktu þeir á aðstæður á Laugardalsvelli.
Veðurguðirnir buðu rúmenska sjónvarpsmanninn velkominn með snjó og roki.
Á Twitter-síðu KSÍ birtist myndband af veðurbörðum sjónvarpsmanninum arkandi um snævi þakinn Laugardalsvöll.
Is it Christmas already? This is what greeted Romania’s site visit for the @EURO2020 playoffs yesterday pic.twitter.com/wChydFQ12e
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 10, 2019
Stefnt er að því að leikurinn 26. mars fari fram á Laugardalsvelli. Það ræðst þó af tíðarfarinu.
Starfsmenn Laugardalsvallar hafa unnið hörðum höndum að því að halda vellinum í góðu ásigkomulagi eins og Guðjón Guðmundsson kynnti sér í Sportpakkanum í síðustu viku.