Það sem ensku liðin þurfa að gera í dag til að komast áfram í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. desember 2019 08:30 Það má ekkert klikka hjá Sadio Mane og félögum í Liverpool í kvöld. Getty/Chloe Knott Tottenham og Manchester City eru bæði búin að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar en þriðjudagurinn 10. desember er aftur á móti leikur upp á líf eða dauða fyrir hin tvö ensku liðin í keppninni, Liverpool og Chelsea. Tottenham og Manchester City eru í hópi átta liða sem eru komin áfram en hin eru Paris Saint-Germain, Bayern München, Juventus, Real Madrid, Barcelona og RB Leipzig. Átta sæti eru því í boði í leikjum Meistaradeildarinnar í dag og á morgun. En hvað þurfa Liverpool og Chelsea að gera til að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitunum? Liverpool mætir Red Bull Salzburg á útivelli í dag og hefst leikurinn klukkan 17.55 að íslenskum tíma. Liverpool er með 10 stig, einu stigi meira en Napoli og þremur stigum meira en Red Bull Salzburg. Liverpool mistókst að tryggja sig áfram í síðustu umferð og má helst ekki tapa leiknum í Salzburg. Ef Liverpool tapar þá þarf liðið að treysta á að botnlið riðilsins, Genk, vinni Napoli á útivelli. Red Bull Salzburg kemst áfram með sigri á Liverpool en Liverpool tryggir sig ekki aðeins áfram með sigri því liðið myndi einnig vinna riðilinn. Fyrri leikurinn endaði með 4-3 sigri Liverpool á Anfield þannig að Liverpool kæmist því einnig áfram á innbyrðis leikjum ef Salzburg myndi vinna leikinn 5-4 eða 6-5. Þar erum við aftur á móti komin út í ímyndaða tölfræðileiki. Chelsea kemst einnig áfram með sigri á franska liðinu Lille á heimavelli sínum, Stamford Bridge. Chelsea liðið gæti einnig komist áfram á jafntefli en aðeins ef Ajax myndi vinna Valencia á sama tíma. Leikur Chelsea og Lille hefst klukkan 20.00. Ajax er á toppi riðilsins með tíu stig en Chelsea og Valencia eru síðan jöfn í 2. og 3. sæti með átta stig hvort lið. Valencia verður ofar verði liðin jöfn að stigum því spænska liðið stendur betur í innbyrðsileikjum liðanna.Liðin sem eru komin áfram í 16 liða úrslit Meistaradeildarinnar:A-riðill: Paris St-Germain (vinnur riðilinn), Real MadridB-riðill: Bayern München (vinnur riðilinn), TottenhamC-riðill: Manchester City (vinnur riðilinn)D-riðill: Juventus (vinnur riðilinn)E-riðill: EkkertF-riðill: Barcelona (vinnur riðilinn)G-riðill: RB LeipzigH-riðill: Ekkert Leikur Red Bull Salzburg og Liverpool verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 og leikur Chelsea og Lille verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Meistaradeildarmessan hefst klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport og þá verða einnig sýndir tveir aðrir leikir í beinni útsendingu eða: Inter - Barcelona (kl.20.00 á Stöð 2 Sport 2) og Ajax - Valencia (kl.20.00 á Stöð 2 Sport 4). Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Sjá meira
Tottenham og Manchester City eru bæði búin að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar en þriðjudagurinn 10. desember er aftur á móti leikur upp á líf eða dauða fyrir hin tvö ensku liðin í keppninni, Liverpool og Chelsea. Tottenham og Manchester City eru í hópi átta liða sem eru komin áfram en hin eru Paris Saint-Germain, Bayern München, Juventus, Real Madrid, Barcelona og RB Leipzig. Átta sæti eru því í boði í leikjum Meistaradeildarinnar í dag og á morgun. En hvað þurfa Liverpool og Chelsea að gera til að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitunum? Liverpool mætir Red Bull Salzburg á útivelli í dag og hefst leikurinn klukkan 17.55 að íslenskum tíma. Liverpool er með 10 stig, einu stigi meira en Napoli og þremur stigum meira en Red Bull Salzburg. Liverpool mistókst að tryggja sig áfram í síðustu umferð og má helst ekki tapa leiknum í Salzburg. Ef Liverpool tapar þá þarf liðið að treysta á að botnlið riðilsins, Genk, vinni Napoli á útivelli. Red Bull Salzburg kemst áfram með sigri á Liverpool en Liverpool tryggir sig ekki aðeins áfram með sigri því liðið myndi einnig vinna riðilinn. Fyrri leikurinn endaði með 4-3 sigri Liverpool á Anfield þannig að Liverpool kæmist því einnig áfram á innbyrðis leikjum ef Salzburg myndi vinna leikinn 5-4 eða 6-5. Þar erum við aftur á móti komin út í ímyndaða tölfræðileiki. Chelsea kemst einnig áfram með sigri á franska liðinu Lille á heimavelli sínum, Stamford Bridge. Chelsea liðið gæti einnig komist áfram á jafntefli en aðeins ef Ajax myndi vinna Valencia á sama tíma. Leikur Chelsea og Lille hefst klukkan 20.00. Ajax er á toppi riðilsins með tíu stig en Chelsea og Valencia eru síðan jöfn í 2. og 3. sæti með átta stig hvort lið. Valencia verður ofar verði liðin jöfn að stigum því spænska liðið stendur betur í innbyrðsileikjum liðanna.Liðin sem eru komin áfram í 16 liða úrslit Meistaradeildarinnar:A-riðill: Paris St-Germain (vinnur riðilinn), Real MadridB-riðill: Bayern München (vinnur riðilinn), TottenhamC-riðill: Manchester City (vinnur riðilinn)D-riðill: Juventus (vinnur riðilinn)E-riðill: EkkertF-riðill: Barcelona (vinnur riðilinn)G-riðill: RB LeipzigH-riðill: Ekkert Leikur Red Bull Salzburg og Liverpool verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 og leikur Chelsea og Lille verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Meistaradeildarmessan hefst klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport og þá verða einnig sýndir tveir aðrir leikir í beinni útsendingu eða: Inter - Barcelona (kl.20.00 á Stöð 2 Sport 2) og Ajax - Valencia (kl.20.00 á Stöð 2 Sport 4).
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Sjá meira