Erlent

Mátti vart tæpara standa í flughálku á jóladag

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Skjáskot úr myndbandi sem náðist af atvikinu. Rauður hringur er hér dreginn utan um bílstjóra dráttarbílsins, sem bograr grunlaus yfir öðrum bíl.
Skjáskot úr myndbandi sem náðist af atvikinu. Rauður hringur er hér dreginn utan um bílstjóra dráttarbílsins, sem bograr grunlaus yfir öðrum bíl. SKjáskot/Facebook

Það mátti vart tæpara standa þegar ökumaður bifreiðar missti stjórn á bíl sínum í hálku er hann ók eftir hraðbraut í Alaska í Bandaríkjunum á jóladag. Bíllinn rétt skautaði fram hjá bílstjóra dráttarbíls sem staddur var í vegkanti að huga að annarri bifreið.

Atvikið náðist á upptöku myndavélar í lögreglubíl sem einnig var á vettvangi. Lögregla í Anchorage, stærstu borg Alaska, birti myndbandið á Facebook-síðu sinni í gær og biðlaði til ökumanna að fara sérstaklega varlega í vetrarfærðinni.

„Ef eitthvað hefði farið öðruvísi á þessum þremur sekúndum hefði þetta getað orðið afar sorglegur dagur. Við erum þakklát fyrir að enginn slasaðist. Þetta minnir okkur á að, sérstaklega yfir veturinn þegar vegir eru þaktir ís og snjó, verða allir að fara einkar varlega undir stýri. Hægið á ykkur,“ skrifar lögregla við myndbandið, sem sjá má hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×