Garðabæ óheimilt að skerða þjónustu við ellefu ára stúlku Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. september 2024 13:06 Halldóra María Árnadóttir er ellefu ára og býr með fjölskyldu sinni í Garðabæ. aðsend mynd Garðabæ var óheimilt að skerða NPA-þjónustu við ellefu ára stúlku á þeim forsendum að foreldrar hennar beri umönnunar- og forsjárskyldu sem slíkir. Faðir stúlkunnar og lögmaður fjölskyldunnar vona að sveitarfélög fari að lögum og málið verði fordæmisgefandi fyrir önnur fötluð börn og fjölskyldur þeirra. Úrskurðarnefnd velferðarmála úrskurðaði fyrir stuttu í máli ellefu ára fatlaðrar stúlku sem er með NPA, notendastýrða persónulega aðstoð, og foreldra hennar gegn sveitarfélaginu Garðabæ. Stúlkan heitir Halldóra María Árnadóttir og er með viðurkennda þörf fyrir aðstoð allan sólarhringinn. Í úrskurðinum var komist að þeirri niðurstöðu að ekki megi skerða fjölda tíma NPA-samnings Halldóru. Sveitarfélagið byggi á „ímynduðum tölum“ „Þetta er bara mjög skýr úrskurður þess efnis að það sé ekki heimilt hjá sveitarfélögum að draga frá þá tíma sem sveitarfélagið sjálft, í þessu tilfelli Garðabær, taldi að foreldrar þessa barns væru að annast hana sjálf. Það er ellefu ára gömul stúlka sem þarf að fá sólarhringsaðstoð vegna fötlunar, og Garðabær ákveður að hún fái sólarhringsaðstoð en dregur svo frá einhverja tölu sem Garðabær ímyndar sér að sé eðlilegt að foreldrar hennar annist hana sem hluta af þeirra forsjárskyldum,“ segir Katrín Oddsdóttir, lögmaður fjölskyldunnar. Halldóra María ásamt fjölskyldu sinni.aðsend Í kæru til úrskurðarnefndar var farið fram á að nefndin myndi fella úr gildi niðurstöðu Garðabæjar hvað varðar synjun á 140 klukkustundum NPA-þjónustu á mánuði á þeim forsendum að ástæður Garðabæjar fyrir synjuninni væru ólögmætar. Katrín telur að afstaða sveitarfélagsins í málinu hafa verið „fáránlega matskennd“ og setur spurningamerki við röksemdarfærslur Garðabæjar. „Hvar ætlar Garðabær að sækja sér í fyrstalagi lagastoð og í öðru lagi vald til að ákveða hversu margir tímar þetta eigi að vera. Og í öðru lagi þá er bara loksins búið að kveða á skýrt um það að þetta er ekki heimilt. Barnið á rétt á sinni þjónustu vegna sinnar fötlunar algjörlega óháð því að barnið á síðan líka rétt á því að foreldrar annist hana og það gera þau vissulega mjög vel, alla daga alltaf. En hún þarf samt að fá þessa þjónustu. Þannig það er búið að aðskilja þetta og við vonum náttúrelga bara að þetta sé ekki svona í öðrum sveitarfélögum, en ef svo er þá er eins gott að það verði lagfært hið allra snarasta því þetta er ekki löglegt,“ segir Katrín. Systkinin að leik.aðsend Endalaus barátta við kerfið Í niðurstöðu úrskurðarnefndar segir að nefndin fái ekki séð að stoð sé fyrir því að telja hefðbundna ummönnun foreldra til ákveðinna vinnustunda í NPA samningi, hvorki samkvæmt lögum, reglugerð né reglum sveitarfélagsins sem þetta efni varða. Í úrskurðarorðum kemur fram að ákvörðun Garðabæjar frá því í janúar sé felld úr gildi og málinu vísað til nýrrar meðferðar hjá sveitarfélaginu. Árni Björn Kristjánsson, faðir stúlkunnar, fagnar úrskurðinum. „Þetta er náttúrlega bara gífurleg viðurkenning á því sem við erum búin að halda fram núna í mörg, mörg ár gagnvart Garðabæ þannig það var ótrúlega frábært að fá þennan úrskurð í hendurnar loksins,“ segir Árni. Gaman í bíó.aðsend „Þetta er alltaf endalaus barátta hjá öllum, hvort sem það eru foreldrar langveikra eða fatlaðir sjálfir. Kerfið er þannig uppsett á Íslandi að það er reynt á þolmörk fólks og vonast til þess að fólk gefist bara upp. En í okkar tilfelli þá erum við bara hraustir foreldrar og munum ekkert gefast upp fyrr en við fáum þau réttindi sem dóttir okkar á skilið.“ Árni segir að bærinn sé ekki enn búinn að leiðrétta tímana, en hann vonar að það verði gert á afgreiðslufundi sem er í dag. „Þetta ætti náttúrlega að vera fordæmisgefandi úrskurður þannig að við náttúrlega bara vonumst til þess að bærinn bregðist vel við og að fleiri fái sínum rétti framgengt,“ segir Árni. Málefni fatlaðs fólks Garðabær Börn og uppeldi Stjórnsýsla Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Úrskurðarnefnd velferðarmála úrskurðaði fyrir stuttu í máli ellefu ára fatlaðrar stúlku sem er með NPA, notendastýrða persónulega aðstoð, og foreldra hennar gegn sveitarfélaginu Garðabæ. Stúlkan heitir Halldóra María Árnadóttir og er með viðurkennda þörf fyrir aðstoð allan sólarhringinn. Í úrskurðinum var komist að þeirri niðurstöðu að ekki megi skerða fjölda tíma NPA-samnings Halldóru. Sveitarfélagið byggi á „ímynduðum tölum“ „Þetta er bara mjög skýr úrskurður þess efnis að það sé ekki heimilt hjá sveitarfélögum að draga frá þá tíma sem sveitarfélagið sjálft, í þessu tilfelli Garðabær, taldi að foreldrar þessa barns væru að annast hana sjálf. Það er ellefu ára gömul stúlka sem þarf að fá sólarhringsaðstoð vegna fötlunar, og Garðabær ákveður að hún fái sólarhringsaðstoð en dregur svo frá einhverja tölu sem Garðabær ímyndar sér að sé eðlilegt að foreldrar hennar annist hana sem hluta af þeirra forsjárskyldum,“ segir Katrín Oddsdóttir, lögmaður fjölskyldunnar. Halldóra María ásamt fjölskyldu sinni.aðsend Í kæru til úrskurðarnefndar var farið fram á að nefndin myndi fella úr gildi niðurstöðu Garðabæjar hvað varðar synjun á 140 klukkustundum NPA-þjónustu á mánuði á þeim forsendum að ástæður Garðabæjar fyrir synjuninni væru ólögmætar. Katrín telur að afstaða sveitarfélagsins í málinu hafa verið „fáránlega matskennd“ og setur spurningamerki við röksemdarfærslur Garðabæjar. „Hvar ætlar Garðabær að sækja sér í fyrstalagi lagastoð og í öðru lagi vald til að ákveða hversu margir tímar þetta eigi að vera. Og í öðru lagi þá er bara loksins búið að kveða á skýrt um það að þetta er ekki heimilt. Barnið á rétt á sinni þjónustu vegna sinnar fötlunar algjörlega óháð því að barnið á síðan líka rétt á því að foreldrar annist hana og það gera þau vissulega mjög vel, alla daga alltaf. En hún þarf samt að fá þessa þjónustu. Þannig það er búið að aðskilja þetta og við vonum náttúrelga bara að þetta sé ekki svona í öðrum sveitarfélögum, en ef svo er þá er eins gott að það verði lagfært hið allra snarasta því þetta er ekki löglegt,“ segir Katrín. Systkinin að leik.aðsend Endalaus barátta við kerfið Í niðurstöðu úrskurðarnefndar segir að nefndin fái ekki séð að stoð sé fyrir því að telja hefðbundna ummönnun foreldra til ákveðinna vinnustunda í NPA samningi, hvorki samkvæmt lögum, reglugerð né reglum sveitarfélagsins sem þetta efni varða. Í úrskurðarorðum kemur fram að ákvörðun Garðabæjar frá því í janúar sé felld úr gildi og málinu vísað til nýrrar meðferðar hjá sveitarfélaginu. Árni Björn Kristjánsson, faðir stúlkunnar, fagnar úrskurðinum. „Þetta er náttúrlega bara gífurleg viðurkenning á því sem við erum búin að halda fram núna í mörg, mörg ár gagnvart Garðabæ þannig það var ótrúlega frábært að fá þennan úrskurð í hendurnar loksins,“ segir Árni. Gaman í bíó.aðsend „Þetta er alltaf endalaus barátta hjá öllum, hvort sem það eru foreldrar langveikra eða fatlaðir sjálfir. Kerfið er þannig uppsett á Íslandi að það er reynt á þolmörk fólks og vonast til þess að fólk gefist bara upp. En í okkar tilfelli þá erum við bara hraustir foreldrar og munum ekkert gefast upp fyrr en við fáum þau réttindi sem dóttir okkar á skilið.“ Árni segir að bærinn sé ekki enn búinn að leiðrétta tímana, en hann vonar að það verði gert á afgreiðslufundi sem er í dag. „Þetta ætti náttúrlega að vera fordæmisgefandi úrskurður þannig að við náttúrlega bara vonumst til þess að bærinn bregðist vel við og að fleiri fái sínum rétti framgengt,“ segir Árni.
Málefni fatlaðs fólks Garðabær Börn og uppeldi Stjórnsýsla Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira