Félag atvinnurekenda óttast skort og verðhækkanir við afnám skortkvóta Birgir Olgeirsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 28. desember 2019 14:12 Ólafur Stephensen er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Félag atvinnurekenda óttast skort og verðhækkanir þegar svokallaður skortkvóti verður afnuminn um áramótin. Margar breytingar á lögum taka gildi þegar nýtt ár gengur í garð sem mun þó meðal annars hafa í för með sér aukið úrval á kjöti í hærri gæðaflokkum í verslunum. Breytingar á fyrirkomulagi við innflutning landbúnaðarvara og afnám leyfisveitingakerfis innan EES taka gildi um áramótin. „Þetta hefur fyrst og fremst þá þýðingu að það verður fáanlegt í kjötborðunum ferskt kjöt sem hefur aldrei verið fryst og þar af leiðandi af betri gæðum. Ég myndi halda að þetta verði fyrst og fremst nautakjöt í hærri gæðaflokkum, kannski villibráð. Við erum ekki að fara að sjá innflutning á fersku kjúklinga- eða svínakjöti en þetta verður meira úrval og meiri gæði fyrir neytandann,“ segir Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda í samtali við fréttastofu í dag. Þá munu verða breytingar á fyrirkomulagi við úthlutun tollkvóta þar sem úthlutunin mun fara fram eftir svokölluðu jafnvægisútboði. Lagabreytingin mun þó ekki hafa áhrif fyrr en á seinni hluta næsta árs. Að öllum líkindum gæti hún leitt til einhverrar lækkunar á útboðsgjaldinu sem innflutningsfyrirtæki þurfa að greiða fyrir tollkvóta. „Við hjá Félagi atvinnurekenda höfum verið þeirrar skoðunar að það eigi að hætta þessum uppboðum og úthluta þessum kvótum án endurgjalds, það eru til aðferðir til þess. Það væri alvöru kjarabót fyrir neytendur en við eigum eftir að sjá hvernig þetta kemur út. Vonandi þýðir það einhverja lækkun á innfluttum búvörum en reynslan á eftir að leiða þaðí ljós.“ Um áramótin verður afnuminn möguleiki á að gefa út skortkvóta ef vörur vantar á markað. Í staðinn eru teknir upp tímabundnir tollkvóta fyrir ýmsar vörur ýmist allt árið eða nokkra mánuði áárinu. „Við teljum hins vegar mjög slæmt að hafa engan möguleika á að lækka tolla ef það er raunverulegur skortur á vöru. Það mun þýða skort og verðhækkanir af og til. Það gefur líka í sumum tilvikum innlendum framleiðendum til dæmis á lambakjöti þar sem er engin tollfrjáls kvóti til að flytja inn möguleika á að spila með markaðinn og stjórna dálítið framboði og verði, sem við erum mjög gagnrýnin á,“ sagði Ólafur Stephensen. Samkeppnismál Tengdar fréttir Tollar á blómkál lækkaðir næstu þrjá mánuði vegna skorts Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um lækkun tolla á blómkál næstu þrjá mánuði. 2. september 2019 13:03 Félag atvinnurekenda gagnrýnir tollkvótafrumvarp ráðherra Félag atvinnurekenda (FA) gagnrýnir drög landbúnaðarráðherra að nýju frumvarpi um breytingu á úthlutun tollkvóta. 13. ágúst 2019 06:00 Ekki að sjá í búðum að það sé skortur á íslensku lambakjöti Reynt að flýta slátrun svo ekki verði skortur á íslensku lambakjöti 2. ágúst 2019 15:09 Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Félag atvinnurekenda óttast skort og verðhækkanir þegar svokallaður skortkvóti verður afnuminn um áramótin. Margar breytingar á lögum taka gildi þegar nýtt ár gengur í garð sem mun þó meðal annars hafa í för með sér aukið úrval á kjöti í hærri gæðaflokkum í verslunum. Breytingar á fyrirkomulagi við innflutning landbúnaðarvara og afnám leyfisveitingakerfis innan EES taka gildi um áramótin. „Þetta hefur fyrst og fremst þá þýðingu að það verður fáanlegt í kjötborðunum ferskt kjöt sem hefur aldrei verið fryst og þar af leiðandi af betri gæðum. Ég myndi halda að þetta verði fyrst og fremst nautakjöt í hærri gæðaflokkum, kannski villibráð. Við erum ekki að fara að sjá innflutning á fersku kjúklinga- eða svínakjöti en þetta verður meira úrval og meiri gæði fyrir neytandann,“ segir Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda í samtali við fréttastofu í dag. Þá munu verða breytingar á fyrirkomulagi við úthlutun tollkvóta þar sem úthlutunin mun fara fram eftir svokölluðu jafnvægisútboði. Lagabreytingin mun þó ekki hafa áhrif fyrr en á seinni hluta næsta árs. Að öllum líkindum gæti hún leitt til einhverrar lækkunar á útboðsgjaldinu sem innflutningsfyrirtæki þurfa að greiða fyrir tollkvóta. „Við hjá Félagi atvinnurekenda höfum verið þeirrar skoðunar að það eigi að hætta þessum uppboðum og úthluta þessum kvótum án endurgjalds, það eru til aðferðir til þess. Það væri alvöru kjarabót fyrir neytendur en við eigum eftir að sjá hvernig þetta kemur út. Vonandi þýðir það einhverja lækkun á innfluttum búvörum en reynslan á eftir að leiða þaðí ljós.“ Um áramótin verður afnuminn möguleiki á að gefa út skortkvóta ef vörur vantar á markað. Í staðinn eru teknir upp tímabundnir tollkvóta fyrir ýmsar vörur ýmist allt árið eða nokkra mánuði áárinu. „Við teljum hins vegar mjög slæmt að hafa engan möguleika á að lækka tolla ef það er raunverulegur skortur á vöru. Það mun þýða skort og verðhækkanir af og til. Það gefur líka í sumum tilvikum innlendum framleiðendum til dæmis á lambakjöti þar sem er engin tollfrjáls kvóti til að flytja inn möguleika á að spila með markaðinn og stjórna dálítið framboði og verði, sem við erum mjög gagnrýnin á,“ sagði Ólafur Stephensen.
Samkeppnismál Tengdar fréttir Tollar á blómkál lækkaðir næstu þrjá mánuði vegna skorts Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um lækkun tolla á blómkál næstu þrjá mánuði. 2. september 2019 13:03 Félag atvinnurekenda gagnrýnir tollkvótafrumvarp ráðherra Félag atvinnurekenda (FA) gagnrýnir drög landbúnaðarráðherra að nýju frumvarpi um breytingu á úthlutun tollkvóta. 13. ágúst 2019 06:00 Ekki að sjá í búðum að það sé skortur á íslensku lambakjöti Reynt að flýta slátrun svo ekki verði skortur á íslensku lambakjöti 2. ágúst 2019 15:09 Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Tollar á blómkál lækkaðir næstu þrjá mánuði vegna skorts Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um lækkun tolla á blómkál næstu þrjá mánuði. 2. september 2019 13:03
Félag atvinnurekenda gagnrýnir tollkvótafrumvarp ráðherra Félag atvinnurekenda (FA) gagnrýnir drög landbúnaðarráðherra að nýju frumvarpi um breytingu á úthlutun tollkvóta. 13. ágúst 2019 06:00
Ekki að sjá í búðum að það sé skortur á íslensku lambakjöti Reynt að flýta slátrun svo ekki verði skortur á íslensku lambakjöti 2. ágúst 2019 15:09