Ítalir virðast hafa áttað sig á því að nokkrar íslenskar jólaperlur séu í raun ítalskar.
Miðillinn Corriere greinir frá þessari uppgötvun á síðu sinni en mbl greinir fyrst frá málinu af íslenskum miðlum.
Það var blaðamaðurinn Leonardo Piccione sem kom umræðunni af stað.
Siccome @ciocci mi ha confessato che la cosa gli stava facendo esplodere la testa, e siccome io stesso da tempo ero alla ricerca di risposte adeguate sul tema, ho fatto un po’ di ricerche sull'usanza tutta islandese di celebrare il Natale intonando canzoni pop italiane
— Leonardo Piccione (@ledep) December 23, 2019
Á mbl.is kemur fram að Piccione dvelji í nokkra mánuði á ári hér á landi og hefur hann meðal annars unnið á Cape Hotel á Húsavík.
Íslensku jólalögin Ég hlakka svo til, Þú og ég og jól, Þú komst með jólin til mín og Ef ég nenni eru öll upprunalega ítölsk lög.
Á frummálinu kallst Ef ég nenni Cosi Celeste og er eftir ítalska tónlistarmanninn Zucchero Fornaciari. Hann virðist vera himinlifandi með gengi lagsins hér á landi.
Happy to know that "Ef èg nenni" by Helgi Björnsson, an adaptation in Icelandic of "Così Celeste", has become Iceland's most famous Christmas song!
— Zucchero Fornaciari (@ZuccheroSugar) December 28, 2019
"Ef èg nenni" has been elected by a panel of judges Iceland's best Christmas song of all time: https://t.co/nNLIti3kz8
Lagið Cosi Celeste í flutningi Zucchero má heyra hér að neðan.
Hér er síðan útgáfa Helga Björns.