Mismunandi týpur af föstu - Hvað hentar hverjum? Ragga Nagli skrifar 7. maí 2020 20:00 Eins og með allt þá er auðvelt að misnota föstur og gera of mikið af þeim, segir Ragga Nagli. Getty/Westend61 Það eru til margar leiðir að flá kött og hið sama gildir um föstur. Tólf tímar í föstu Tólf tíma fóðrunargluggi. Sextán tímar án matar. Átta tímar að úða í grímuna Sautján tímar svangur Sjö tímar í matarorgíu. Sólarhringur af svengd einu sinni í mánuði. Tveir dagar í þveng á tveggja mánaða fresti. Þriggja daga þjáning á þriggja mánaða fresti Fjölmargar rannsóknir sýna aukningu á vaxtarhormóni og IGF-1 þegar við föstum en það gegnir lykilhlutverki í að endurnýja og gera við frumur líkamans. Í föstu verður sjálfsát (autophagy) en þá verður líkaminn eins og Pacman úr tölvuleiknum sáluga og étur gamlar og slappar frumur í orku. Þegar fóðrun kemur síðan í maskínuna er dúndrað inn nýjum og hressari frumum. Það má líkja því við að taka niður gömlu eldhúsinnréttinguna og setja síðan upp þessa nýju. Það er mannskepnunni eðlislægt að fasta einhvern hluta sólarhringsins enda ráfuðu forfeður okkar oft um steppurnar í marga daga án ætis. Föstur eru iðkaðar í langflestum trúarbrögðum Kostir föstu eru fjölmargir: Bætt ónæmiskerfi. Aukin meðvitund um svengd og seddu. Betri húð. Betri svefn Aukning í vaxtarhormónum Jafnari blóðsykur Betri þarmaflóra Langlífi Skýrari hugsun Betra insúlínnæmi En eins og með allt þá er auðvelt að misnota föstur og gera of mikið af þeim en þá fara þær að hafa öfug og slæm áhrif eins og að misþyrma hormónabúskapnum, hárlos, þurr húð og heilaþoka. Flestir ráða við að fasta í tólf tíma og ætti það að vera normið hjá meðaljóninum til að gefa meltingarkerfinu frí og frið. Svo má bæta við örfáum klukkutímum hér og þar yfir vikuna og fasta pínulítið lengur til að njóta alls þess góða sem föstur gera fyrir okkur. Einu sinni til tvisvar í viku er gott að dúndra inn sólarhringsföstu og borða þá til dæmis ekkert frá kvöldmat til kvöldmatar daginn eftir. Einu sinni til tvisvar í mánuði má síðan henda inn lengri föstum eins og 36 tímum. Margra daga föstur eins og þriggja daga sleiktur á horrim ættu að vera með lengra millibili eins og á þriggja mánaða fresti. Ragga nagli Matur Tengdar fréttir Sjálfsrækt er ekki sjálfselska Sjálfsrækt er grunnurinn í öllum samböndum, því hvernig þú kemur fram við sjálfan þig setur tóninn fyrir hvernig aðrir koma fram við þig. 4. maí 2020 10:00 Þarmaflóran er frægari en Beyoncé Þarmaflóran hefur átt sitt stjörnumóment undanfarin ár enda hafa vísindamenn sjaldan kastað jafn mikilli vinnu og aurum í að skoða þetta sex metra langa líffæri sem hvílir fyrir miðjum skrokki. 30. apríl 2020 09:30 Svona bætir þú ónæmiskerfið á tímum kórónuveirunnar Ragga Nagli segir að sum ráð gegn kórónuveirunni séu rugl og kukl, hreinlega hættuleg. 19. apríl 2020 10:00 Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira
Það eru til margar leiðir að flá kött og hið sama gildir um föstur. Tólf tímar í föstu Tólf tíma fóðrunargluggi. Sextán tímar án matar. Átta tímar að úða í grímuna Sautján tímar svangur Sjö tímar í matarorgíu. Sólarhringur af svengd einu sinni í mánuði. Tveir dagar í þveng á tveggja mánaða fresti. Þriggja daga þjáning á þriggja mánaða fresti Fjölmargar rannsóknir sýna aukningu á vaxtarhormóni og IGF-1 þegar við föstum en það gegnir lykilhlutverki í að endurnýja og gera við frumur líkamans. Í föstu verður sjálfsát (autophagy) en þá verður líkaminn eins og Pacman úr tölvuleiknum sáluga og étur gamlar og slappar frumur í orku. Þegar fóðrun kemur síðan í maskínuna er dúndrað inn nýjum og hressari frumum. Það má líkja því við að taka niður gömlu eldhúsinnréttinguna og setja síðan upp þessa nýju. Það er mannskepnunni eðlislægt að fasta einhvern hluta sólarhringsins enda ráfuðu forfeður okkar oft um steppurnar í marga daga án ætis. Föstur eru iðkaðar í langflestum trúarbrögðum Kostir föstu eru fjölmargir: Bætt ónæmiskerfi. Aukin meðvitund um svengd og seddu. Betri húð. Betri svefn Aukning í vaxtarhormónum Jafnari blóðsykur Betri þarmaflóra Langlífi Skýrari hugsun Betra insúlínnæmi En eins og með allt þá er auðvelt að misnota föstur og gera of mikið af þeim en þá fara þær að hafa öfug og slæm áhrif eins og að misþyrma hormónabúskapnum, hárlos, þurr húð og heilaþoka. Flestir ráða við að fasta í tólf tíma og ætti það að vera normið hjá meðaljóninum til að gefa meltingarkerfinu frí og frið. Svo má bæta við örfáum klukkutímum hér og þar yfir vikuna og fasta pínulítið lengur til að njóta alls þess góða sem föstur gera fyrir okkur. Einu sinni til tvisvar í viku er gott að dúndra inn sólarhringsföstu og borða þá til dæmis ekkert frá kvöldmat til kvöldmatar daginn eftir. Einu sinni til tvisvar í mánuði má síðan henda inn lengri föstum eins og 36 tímum. Margra daga föstur eins og þriggja daga sleiktur á horrim ættu að vera með lengra millibili eins og á þriggja mánaða fresti.
Ragga nagli Matur Tengdar fréttir Sjálfsrækt er ekki sjálfselska Sjálfsrækt er grunnurinn í öllum samböndum, því hvernig þú kemur fram við sjálfan þig setur tóninn fyrir hvernig aðrir koma fram við þig. 4. maí 2020 10:00 Þarmaflóran er frægari en Beyoncé Þarmaflóran hefur átt sitt stjörnumóment undanfarin ár enda hafa vísindamenn sjaldan kastað jafn mikilli vinnu og aurum í að skoða þetta sex metra langa líffæri sem hvílir fyrir miðjum skrokki. 30. apríl 2020 09:30 Svona bætir þú ónæmiskerfið á tímum kórónuveirunnar Ragga Nagli segir að sum ráð gegn kórónuveirunni séu rugl og kukl, hreinlega hættuleg. 19. apríl 2020 10:00 Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira
Sjálfsrækt er ekki sjálfselska Sjálfsrækt er grunnurinn í öllum samböndum, því hvernig þú kemur fram við sjálfan þig setur tóninn fyrir hvernig aðrir koma fram við þig. 4. maí 2020 10:00
Þarmaflóran er frægari en Beyoncé Þarmaflóran hefur átt sitt stjörnumóment undanfarin ár enda hafa vísindamenn sjaldan kastað jafn mikilli vinnu og aurum í að skoða þetta sex metra langa líffæri sem hvílir fyrir miðjum skrokki. 30. apríl 2020 09:30
Svona bætir þú ónæmiskerfið á tímum kórónuveirunnar Ragga Nagli segir að sum ráð gegn kórónuveirunni séu rugl og kukl, hreinlega hættuleg. 19. apríl 2020 10:00