Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri og stofnandi WOW air, og Gríma Björg Thorarensen eignuðust sitt fyrsta barn saman í gær.
Þá kom drengur í heiminn eins og Skúli greinir frá á Facebook. „Litli prinsinn mætti með látum í gær kl 10.54, heilbrigður, stæltur og glæsilegur eins og móðir sín. 53 cm og 4,160 kg. Allt gekk eins og í sögu og pabbi að springa úr stolti.“
Eins og áður segir er þetta fyrsta barn þeirra saman en fyrir á Skúli þrjú börn úr fyrra sambandi.
Skúli er 52 ára en Gríma er 29 ára. Skúli skildi við fyrrverandi eiginkonu sína árið 2013. Eftir það átti hann í ástarsambandi við fjölmiðlakonuna Friðriku Hjördísi Geirsdóttur en þau hættu saman árið 2015.
Gríma starfaði sjálf sem flugfreyja hjá WOW en andlit hennar prýddi ófáar WOW-auglýsingarnar. Eftir starfið lærði Gríma innanhúshönnun í London og útskrifaðist með diplóma frá KLC í Lundúnum.