Þriðja þáttaröðin í Fimleikafélaginu heldur áfram að rúlla og nú er það fimmti þátturinn í röðinni. Liðinu hefur verið fylgt á eftir í æfingaferð í Flórída.
Í fimmta þættinum er fylgst með Fjalarsleikunum. Þar keppa leikmenn félagsins í alls kyns greinum en markmannsþjálfarinn Fjalar Þorgeirsson hafði veg og vanda fa uppsetningu leikanna.
Það var skipt í fjögur lið; elstir, gamlir, ungir og yngstir en ýmist var keppt í greinum þar sem allir þurftu að gera eða liðin þurfu að velja einn eða tvo.
Þáttinn í heild sinni má sjá hér að neðan.