Perlur Íslands: „Breytist í hamingjusprengju á hálendinu“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 14. maí 2020 09:00 „Íshellarnir í Breiðamerkurjökli eru stórkostlegir,“ segir Sunna Karen Sigurþórsdóttir. Hennar uppáhalds ferðamannastaður hér á landi er hálendið. Mynd/Sunna Karen Sigurþórsdóttir „Ég fæ alltaf smá fiðring í magann þegar ég hugsa um miðhálendið og þá stórbrotnu náttúru sem þar er að finna. Litirnir, lyktin, gróðurinn, úfið hraunið, náttúrulaugarnar og kvíslarnar sem umlykja svæðið. Mér er sagt að ég breytist í hamingjusprengju á hálendinu þannig að ég hugsa að það sé ekki vafi á öðru en að það sé minn uppáhalds staður,“ segir fjölmiðlakonan Sunna Karen Sigurþórsdóttir. „Það var ævintýralegt að fylgjast með sólarupprás á Fimmvörðuhálsi. Án efa ein besta ferð sem ég hef farið,“ segir Sunna Karen um þessa fallegu mynd.Mynd/Sunna Karen Sigurþórsdóttir „Ég á óteljandi minningar úr ferðalögum um hálendið en fyrsta ferðin er líklega sú minnisstæðasta, sem var tæplega 60 kílómetra ganga um Hellismannaleið. Það var þá sem ég áttaði mig á þeim forréttindum sem við búum við á Íslandi og kynntist glænýjum veruleika. Hvernig ferðalagið sjálft gekk er reyndar önnur saga en í stuttu máli kom ég heim með slitna skó og rifin föt, með sárabindi og plástra upp fæturna, í lánsfatnaði og notuðum sokkum af göngufélögunum. Það kom í ljós að það er ekki mýta að fólk þurfi að fara vel búið í gönguferðir,“ segir Sunna Karen. Hún er dugleg að skoða landið og birtir reglulega fallegar ferðamyndir á samfélagsmiðlum. Sunna Karen segir að það sé lítið mál að fara í Loftsalahelli, rétt hjá Dyrhólaey.Mynd/Sunna Karen Sigurþórsdóttir „Ég fer afar sjaldan út fyrir landsteinana að sumri og reyni að nýta sólina hér til hins ítrasta, þó mér finnist vetrarferðamennska á Íslandi ekki síður skemmtileg. Hápunktur sumarsins verður ganga í Kerlingarfjöllum með gönguhópnum auk þess sem planið er að fara á Fimmvörðuháls og á kajaknámskeið, svo fátt eitt sé nefnt. Og ef allt gengur að óskum tek ég rúnt austur að Stórurð á næstu vikum.“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir hefur ferðast mikið um landið. Í fyrstu ferðinni á hálendið fékk hún að kynnast því að það er nauðsynlegt að vera við öllu búinn í gönguferðum.Mynd/Sunna Karen Sigurþórsdóttir Stuðlagil er vafalítið ein af fegurstu perlum Íslands að mati Sunnu Karenar.Mynd/Sunna Karen Sigurþórsdóttir „Hengill er aðeins rétt fyrir utan höfuðborgarsvæðið og þar er að finna fjölmargar fallegar gönguleiðir.“Mynd/Sunna Karen Sigurþórsdóttir Við Öxarárfoss á Þingvöllum.Mynd/Sunna Karen Sigþórsdóttir Perlur leynast víða á Íslandi og það er ljóst að sumarið 2020 verða Íslendingar á ferð og flugi um alla landshluta. Vísir verður á flakki með landanum í sumar. Veist þú um perlu sem landsmenn ættu ekki að missa af á ferðalagi? Segðu okkur frá og sendu okkur myndir á netfangið ritstjorn@visir.is. Við birtum valdar frásagnir hér á Vísi. Ferðalög Perlur Íslands Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Perlur Íslands: Fáir staðir jafn fallegir og útivistarparadísin Þórsmörk Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari á Vísi, betur þekktur sem Villi, segir frá sínum uppáhalds ferðamannastað á Íslandi. 13. maí 2020 09:30 Perlur Íslands: „Ógleymanlegt að hvíla sig í lyngbrekku hjá þessari náttúruperlu“ „Það er mjög erfitt fyrir mig að nefna einn uppáhalds ferðamannastað á Íslandi því þeir eru margir sem eiga sérstakan stað í mínu hjarta.“ 11. maí 2020 11:30 Perlur Íslands: „Ólýsanleg upplifun að ferðast um þetta svæði á skíðum“ Fjölmiðlakonan Þóra Tómasdóttir segir að undanfarna vetur hafi sér þótt skemmtilegast að ferðast um landið á skíðum. Stórbrotin náttúra og langar skíðabrekkur heilla. 10. maí 2020 15:00 Mest lesið Miklu meira en bara ,,söngkonan” Hildur Tónlist „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið
„Ég fæ alltaf smá fiðring í magann þegar ég hugsa um miðhálendið og þá stórbrotnu náttúru sem þar er að finna. Litirnir, lyktin, gróðurinn, úfið hraunið, náttúrulaugarnar og kvíslarnar sem umlykja svæðið. Mér er sagt að ég breytist í hamingjusprengju á hálendinu þannig að ég hugsa að það sé ekki vafi á öðru en að það sé minn uppáhalds staður,“ segir fjölmiðlakonan Sunna Karen Sigurþórsdóttir. „Það var ævintýralegt að fylgjast með sólarupprás á Fimmvörðuhálsi. Án efa ein besta ferð sem ég hef farið,“ segir Sunna Karen um þessa fallegu mynd.Mynd/Sunna Karen Sigurþórsdóttir „Ég á óteljandi minningar úr ferðalögum um hálendið en fyrsta ferðin er líklega sú minnisstæðasta, sem var tæplega 60 kílómetra ganga um Hellismannaleið. Það var þá sem ég áttaði mig á þeim forréttindum sem við búum við á Íslandi og kynntist glænýjum veruleika. Hvernig ferðalagið sjálft gekk er reyndar önnur saga en í stuttu máli kom ég heim með slitna skó og rifin föt, með sárabindi og plástra upp fæturna, í lánsfatnaði og notuðum sokkum af göngufélögunum. Það kom í ljós að það er ekki mýta að fólk þurfi að fara vel búið í gönguferðir,“ segir Sunna Karen. Hún er dugleg að skoða landið og birtir reglulega fallegar ferðamyndir á samfélagsmiðlum. Sunna Karen segir að það sé lítið mál að fara í Loftsalahelli, rétt hjá Dyrhólaey.Mynd/Sunna Karen Sigurþórsdóttir „Ég fer afar sjaldan út fyrir landsteinana að sumri og reyni að nýta sólina hér til hins ítrasta, þó mér finnist vetrarferðamennska á Íslandi ekki síður skemmtileg. Hápunktur sumarsins verður ganga í Kerlingarfjöllum með gönguhópnum auk þess sem planið er að fara á Fimmvörðuháls og á kajaknámskeið, svo fátt eitt sé nefnt. Og ef allt gengur að óskum tek ég rúnt austur að Stórurð á næstu vikum.“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir hefur ferðast mikið um landið. Í fyrstu ferðinni á hálendið fékk hún að kynnast því að það er nauðsynlegt að vera við öllu búinn í gönguferðum.Mynd/Sunna Karen Sigurþórsdóttir Stuðlagil er vafalítið ein af fegurstu perlum Íslands að mati Sunnu Karenar.Mynd/Sunna Karen Sigurþórsdóttir „Hengill er aðeins rétt fyrir utan höfuðborgarsvæðið og þar er að finna fjölmargar fallegar gönguleiðir.“Mynd/Sunna Karen Sigurþórsdóttir Við Öxarárfoss á Þingvöllum.Mynd/Sunna Karen Sigþórsdóttir Perlur leynast víða á Íslandi og það er ljóst að sumarið 2020 verða Íslendingar á ferð og flugi um alla landshluta. Vísir verður á flakki með landanum í sumar. Veist þú um perlu sem landsmenn ættu ekki að missa af á ferðalagi? Segðu okkur frá og sendu okkur myndir á netfangið ritstjorn@visir.is. Við birtum valdar frásagnir hér á Vísi.
Perlur leynast víða á Íslandi og það er ljóst að sumarið 2020 verða Íslendingar á ferð og flugi um alla landshluta. Vísir verður á flakki með landanum í sumar. Veist þú um perlu sem landsmenn ættu ekki að missa af á ferðalagi? Segðu okkur frá og sendu okkur myndir á netfangið ritstjorn@visir.is. Við birtum valdar frásagnir hér á Vísi.
Ferðalög Perlur Íslands Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Perlur Íslands: Fáir staðir jafn fallegir og útivistarparadísin Þórsmörk Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari á Vísi, betur þekktur sem Villi, segir frá sínum uppáhalds ferðamannastað á Íslandi. 13. maí 2020 09:30 Perlur Íslands: „Ógleymanlegt að hvíla sig í lyngbrekku hjá þessari náttúruperlu“ „Það er mjög erfitt fyrir mig að nefna einn uppáhalds ferðamannastað á Íslandi því þeir eru margir sem eiga sérstakan stað í mínu hjarta.“ 11. maí 2020 11:30 Perlur Íslands: „Ólýsanleg upplifun að ferðast um þetta svæði á skíðum“ Fjölmiðlakonan Þóra Tómasdóttir segir að undanfarna vetur hafi sér þótt skemmtilegast að ferðast um landið á skíðum. Stórbrotin náttúra og langar skíðabrekkur heilla. 10. maí 2020 15:00 Mest lesið Miklu meira en bara ,,söngkonan” Hildur Tónlist „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið
Perlur Íslands: Fáir staðir jafn fallegir og útivistarparadísin Þórsmörk Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari á Vísi, betur þekktur sem Villi, segir frá sínum uppáhalds ferðamannastað á Íslandi. 13. maí 2020 09:30
Perlur Íslands: „Ógleymanlegt að hvíla sig í lyngbrekku hjá þessari náttúruperlu“ „Það er mjög erfitt fyrir mig að nefna einn uppáhalds ferðamannastað á Íslandi því þeir eru margir sem eiga sérstakan stað í mínu hjarta.“ 11. maí 2020 11:30
Perlur Íslands: „Ólýsanleg upplifun að ferðast um þetta svæði á skíðum“ Fjölmiðlakonan Þóra Tómasdóttir segir að undanfarna vetur hafi sér þótt skemmtilegast að ferðast um landið á skíðum. Stórbrotin náttúra og langar skíðabrekkur heilla. 10. maí 2020 15:00