Á byrjunarreit eftir andlegt og fjárhagslegt skipsbrot Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. apríl 2020 07:00 Guðmundur Jörundsson lagðist í þunglyndi í sex mánuði eftir að JÖR varð gjaldþrota. Hann náði að vinna sig aftur upp eftir að ánetjast lyfseðilsskyldum lyfjum og er byrjaður að hanna aftur. Mynd/Rasmus Weng Karlsen Guðmundur Jörundsson stofnaði fyrirtækið JÖR ásamt Gunnari Erni Petersen árið 2012 en eftir fimm ára rússíbanaævintýri varð fyrirtækið gjaldþrota árið 2017. Eftir að falla niður í þunglyndi og neyslu tók Guðmundur sér hlé til að vinna í sjálfum sér. Nú er hann byrjaður aftur að hanna og ætlar að einbeita sér meira að sköpunarhliðinni. „Ég ákvað að gera þetta í rólegheitum,“ segir Guðmundur þegar hann sest í sófann á nýopnaðri vinnustofu JÖR á Lækjartorgi. Í sumar mun einnig vera hægt að versla þar líka en Guðmundur segir að það sé engin pressa á að opna strax. Það eru strax komnar JÖR flíkur á fataslá á veggnum en Guðmundur ætlar smám saman að bæta við úrvalið og opna svo dyrnar í sumar. „Svo kannski í vetur eða í haust verður maður komin með fulla línu, það er svona stefnan. Ég ætla bara aðeins að vera einbeittari núna, ég var kominn með svo mikið í gamla daga, eða fyrir nokkrum árum. Þetta var alltaf mikill eltingaleikur, allt þurfti að vera tilbúið helst í gær. Planið er að halda geðheilsunni núna.“ JÖR hlaut fjölda verðlauna og viðurkenninga.Mynd/Saga Sig Missti löngunina til að hanna Guðmundur segir að hann ætli ekki að gera sömu mistökin aftur. „Ég lærði bara allt. Hvað lærði ég ekki? Það var rosalega margt sem við gerðum sem hafði ekki verið gert áður, maður var því að renna blint í sjóinn með rosalega marga hluti. Við lærðum hvað það er erfitt að stækka hratt. Það stækkaði allt svo rosalega hratt hjá okkur, þetta var svo dýrt og svo mikill kostnaður. En núna er maður kominn með þá reynslu og kominn með vörumerki, snið og framleiðslutengiliði. Það er alltaf flóknast og dýrast að setja upp.“ Guðmundur ætlar ekki að hafa þetta jafn stressandi í þetta skiptið. „Maður verður að passa upp á sjálfan sig. Ég ákvað að taka smá pásu og ná andlegri heilsu í lag aftur áður en ég myndi byrja. Fá aftur löngun.“ Í desember hætti Guðmundur starfi sínu á geðdeild Landspítalans þar sem hann hafði unnið í eitt ár. „Það hjálpaði mér helling. Ég var ráðgjafi á bráðageðdeild og ég átti bara mjög vel heima þar. Mér fannst þetta rosalega skemmtilegt og erfitt líka. Þetta var mjög gefandi en mikil vinna og illa borgað“ Spennandi að byrja aftur Ástæða þess að Guðmundur byrjaði að vinna á geðdeild, var að eftir gjaldþrotið langaði hann að vinna við eitthvað sem myndi hafa áhrif á sig og vildi alls ekki fara að vinna á skrifstofu. „Ég hef alltaf verið mikið í svona pælingum og sjálfur verið í mikilli vinnu og þerapíu.“ Sumarið áður hafði Guðmundur unnið við dúkalagnir, sem á vissan hátt hjálpaði honum líka mikið við að vinna úr sínum málum. „Það var gott að djöflast. Ég finn það núna að ég var svo mikið farinn að vinna fyrir framan tölvu og var kominn með svolítið leið á því þannig að ég er farinn að vinna svolítið öðruvísi eftir þetta. Svo langar mig að gera hluti meira sjálfur núna og sníða og svona. Þannig að það er mjög spennandi að byrja aftur.“ Mynd/Hörður Ingason Engin eftirsjá Guðmundur hefur tekið á leigu rými á Lækjartorgi þar sem hann getur unnið og tekið á móti þeim viðskiptavinum sem vilja máta flíkurnar. Hann hefur komið sér vel fyrir og JÖR flíkur hanga á slám á einum veggnum. Hann segist vera reynslunni ríkari í dag. Fjárhagsáhyggjur hafi haft áhrif á sköpunargleðina áður fyrr og dregið úr honum kraft. „Það voru fjárfestar inni í þessu frá fyrsta degi og ég held að það hafi verið lúmsk pressa á mann alltaf. Svo var ég gerður að framkvæmdastjóra og þá fór ég náttúrulega meira inn í peningahliðina. Eins mikil klisja og það er að það eigi ekki að blanda peningum og sköpun, þá er það satt.“ Hann segir að þá mæti sköpunin einfaldlega alltaf afgangi. Það er þó ekki þannig að Guðmundur sjái eftir því að hafa valið að fara þessa leið, að hafa tekið þátt í þessu ævintýri þó að það hafi ekki endað vel. „Ég sé ekki eftir neinu. Ég hugsa að ég hafi lært mest af síðustu og verstu tímunum, að brotlenda svona almennilega. Að verða gjaldþrota.“ Fyrirtækið JÖR var mest með níu heil stöðgildi og fjölda starfsmanna í hlutastarfi í versluninni auk margra samstarfsfyrirtækja. „Ég held að fólk hafi ekki áttað sig á því þegar það kom inn í búðina að undir í kjallaranum vorum við með 220 fermetra vinnustofu, stúdíó, lager og þar voru svo margir að vinna. Klæðskerar, hönnuðir og framleiðslustjórn og svona. Þannig að það var rosa kostnaður í þessu á sínum tíma. Svo hækkaði leigan hratt.“ Mynd/Khara Deurhof Byrjaður í neyslu Guðmundur segir að það sé margt jákvætt sem hann sé þakklátur fyrir frá þessum fimm árum sem JÖR náði fyrir gjaldþrotið. „Ég þarf oft að skoða gögn og eitthvað til að muna allt sem gerðist, þetta gerðist allt svo hratt. Þetta voru margar línur og við fengum mikið af verðlaunum og viðurkenningum. En skemmtilegast fannst mér að byggja þetta upp og allt þetta fólk sem var að vinna með manni.“ Guðmundur segir að eftir að hann áttaði sig á því að fyrirtækið væri komið í gjaldþrot hafi honum liðið mjög illa og einangrað sig mikið. „Ég var kominn í svolitla neyslu. Ég var með uppáskrifuð lyf frá lækni, rídalín, og ég var byrjaður að misnota það. Ég var orðinn svolítið ruglaður. Þetta er náttúrulega eins og að missa barnið sitt eða eitthvað, en auðvitað getur maður byggt upp aftur. Svo allt fólkið sem var með vinnu hjá manni, þetta var erfitt. Mér fannst ég vera að bregðast mörgum.“ Það tók ár fyrir Guðmund að geta byrjað að vinna aftur og valdi hann að fara ekki að hanna strax. „Ég lá í þunglyndi í svona hálft ár kannski. Ég var í þerapíu hjá þerapista sem ég hafði verið hjá í mörg ár og svo fór ég á lyf. Ég myndi segja að það hafi verið eitt ár sem var mjög erfitt. Svo fór ég að vinna við að dúka sumarið 2018 og þá gerðist hellingur, ég fer bara að djöflast eitthvað. Ég byrjaði á kvíðalyfjum og það fór að virka mjög vel. Svo fannst mér fljótlega eftir að ég byrjaði að vinna upp á geðdeild var ég orðinn stöðugur. Ég kynntist Sólveigu kærustunni minni síðasta haust og veturinn er búinn að vera frábær, það er að komast jafnvægi á allt. Þannig að það er bara fínt að byrja aftur.“ Mynd/Nowfashion.com Viðskiptavinir heim í stofu Guðmundur óttaðist hvaða viðbrögð hann fengi ef hann hefði aftur samband við framleiðendurnar, hvort hann gæti hafið samstarfið aftur eða hvort hann hefði brennt þær brýr. Hann íhugaði samt aldrei að gefast upp á draumi sínum sem fatahönnuður „Mér fannst ekki hægt að verða gjaldþrota án þess að taka „comeback.“ Það verður að vera þannig.“ Hann hélt alltaf í þá von að það kæmi eitthvað gott út úr þessu á endanum. „Ég var meðvitaður um að þetta myndi skila manni á betri stað. Svolítið eins og veiran núna. Það er einhvern veigin alltaf þannig.“ Í þetta skiptið fór hönnuðurinn af stað í þessa endurkomu án fjárfesta, svo hann gæti gert þetta rólega og á eigin forsendum til að byrja með. „Ég byrjaði að gera peysur fyrir jólin svo tókum við kærastan mín þetta rými á leigu fyrir stúdíóið. Hún er að hjálpa mér mjög mikið þannig að við erum svolítið tvö í þessu. Það var ekkert rosalega mikið plan, bara að setja upp vinnustofu og smá verslun til að geta tekið á móti fólki. Maður fann það fyrir jól þegar við vorum með peysurnar að þá langaði fólki að máta og þá fengum við fólk heim í stofu. Maður þarf líka fljótt einhvern lager. Ég vissi að ef maður fengi sér húsnæði þá myndi það setja pressu á mann að byrja að gera eitthvað.“ Guðmundur Jörundsson stofnaði fyrirtækið JÖR ásamt Gunnari Erni Petersen árið 2012.Mynd/Rasmus Weng Karlsen Kvíðinn vegna peninga JÖR mun einnig selja skómerki og hugsanlega eitthvað fleira en það mun ráðast betur á næstu mánuðum. Hann hefur nú þegar sett sig aftur í samband við fyrrum samstarfsaðila sína í Tyrklandi og fékk þar jákvæð viðbrögð. „Það var að koma til landsins þegar vöruhúsin þeirra lokuðu vegna COVID. Það er kannski fínt því að það þarf oft eitthvað svona til þess að ég geri hlutina rólega. Mér finnst svo auðvelt að vaða áfram, það er helsta áskorunin mín að reyna að gera þetta hægt og rólega.“ Guðmundur segir að hann þurfi þó væntanlega þurfa einhverja fjármögnun í haust til að ná að gera stærri línu. Hann er þó ekki að hafa áhyggjur af því núna. „Maður verður svo kvíðinn af þessu peningarugli.“ Tæpar tvær milljónir fengust upp í rúmlega hundrað milljón króna gjaldþrot einkahlutafélagsins JÖR ehf. Skiptum lauk í maí árið 2017 og sagði Guðmundur þá við fjölmiðla að fjárfestar hefðu brugðist undir lokin. Hann segist þó ekki vera bitur yfir fortíðinni og horfir ekki til baka. „Ég kom mér í þá stöðu þarna í lokin að vera að tala við eitthvað fólk sem ég átti ekkert að vera að tala við, einhverja fjárfesta. Ég vissi alveg betur innst inni. Maður var bara orðinn eitthvað tættur og ruglaður.“ Guðmundur Jörundsson segir að hann hafi enga eftirsjá yfir fortíðinni.Mynd/Saga Sig Saknar tengslanna við viðskiptavini Guðmundur er kominn á byrjunarreit aftur og á Instagram síðu JÖR má sjá að hann henti út öllum myndum. Nú er þar aðeins ein mynd sem tekin er út um gluggann á núverandi húsnæði þeirra. Aðdáendur hönnuðarins mega búast við klassískri JÖR hönnun en Guðmundur segir að hann geti nú haft vörurnar ódýrari þar kostnaðurinn er lægri en þegar hann var með stóra verslun á Laugavegi 89. „Ég ætla að hafa þetta hnitmiðaðra. Ég er að reyna að halda aftur af mér núna því að í eðli mínu langar mig að byrja að búa til vörur strax. Hönnunarlega breytist auðvitað eitthvað enda aldeilis breyting búin að eiga sér stað en það kemur eitthvað ferskt. Það verður ekki alveg það sama en það verður alveg JÖR. Ég hugsa að fólk muni alveg þekkja það.“ Áður fyrr var Guðmundur alltaf með mjög háleit og stór markmið en núna er markmiðið að gera þetta að veruleika og að geta unnið við þetta. „Svo breytist það kannski fljótt þegar þetta er komið á skrið. En hugmyndin er að vera svolítið að selja á netinu og hérna. Hérna get ég tekið á móti fólki og afgreitt. Ég saknaði þess svolítið. Ég var alveg dottin út úr því og maður missir þá tilfinninguna fyrir því. Á sínum tíma var þetta orðið of stórt en samt ekki nógu stórt. Þetta var oft snúið, maður var einhvern veginn á hlaupum og gat ekki verið mikið í búðinni þannig að ég saknaði þess svolítið. Svo væri hugmynd að byrja á einhverjum tímapunkti að selja út líka.“ Mynd/Íris Dögg Einarsdóttir Guðmundur viðurkennir að framleiðslan hafi verið orðin mjög flókin hjá JÖR. „Þetta var rosalega mikið af dóti, risastór búð og allir vöruflokkar og mjög breiðar línur. Hugmyndin er að reyna að einfalda það svolítið.“ Hann útilokar þó ekki að opna aftur stærri verslun í framtíðinni. „Eins og er þá sé ég þetta þannig. Ég sé ekkert eftir að hafa verið með stóra verslun á sínum tíma, það hefði ekki verið hægt að gera þetta svona þá. Núna er ég bara með kúnna hóp, fólk veit hvað merkið er og það kemur og sækir vöruna. Þetta hentar því mjög vel eins og er en það er aldrei að vita.“ Baltasar Kormákur leikstjóri í peysu frá JÖR.Mynd/Elisabet Davids Meira drasl í góðæri Eins og margir aðrir er Guðmundur að mikið heima hjá sér þessa dagana. Aðra hverja viku er hann með börnin sín hjá sér og tekur svo vinnutarnir þess á milli. „Við erum búin að vera að setja upp rýmið, dúka og setja upp slár. Ég er búinn að vera aðeins í því sjálfur sem ég hef aldrei gert sjálfur. Mér finnst það ótrúlega fínt. Smíða og þess háttar. Ég nennti aldrei að gera neitt svona sjálfur og kunni það ekkert. Þannig að þetta er gaman.“ Að hans mati eru spennandi tímar fram undan í íslenskri verslun. „Eftir hrunið í alveg sex eða sjö ár var fólk mjög mikið að versla hérna heima, versla vandaða vöru.“ Hann upplifði samkennd hjá fólki og samfélagslega ábyrgð. Þetta breytist þó á Íslandi þegar það er þensla, þá hverfi þetta. „Um leið og það er góðæri þá er fólki alveg sama, það byrjar að kaupa drasl frekar. Það er svo skrítið, sama þótt að það eigi meiri pening þá kaupir það meira drasl. Bara meira, það er meiri græðgi. Fólk fer til útlanda og verslar úti. Svo þegar þrengir að þá vill fólk kaupa frekar vandaða vöru þó að það kosti aðeins meira, enda er það ódýrara til lengri tíma litið. Ég held að það verði margt mjög áhugavert eftir veiruna, að sjá hvernig þetta þróast.“ Tíska og hönnun Helgarviðtal Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Guðmundur Jörundsson stofnaði fyrirtækið JÖR ásamt Gunnari Erni Petersen árið 2012 en eftir fimm ára rússíbanaævintýri varð fyrirtækið gjaldþrota árið 2017. Eftir að falla niður í þunglyndi og neyslu tók Guðmundur sér hlé til að vinna í sjálfum sér. Nú er hann byrjaður aftur að hanna og ætlar að einbeita sér meira að sköpunarhliðinni. „Ég ákvað að gera þetta í rólegheitum,“ segir Guðmundur þegar hann sest í sófann á nýopnaðri vinnustofu JÖR á Lækjartorgi. Í sumar mun einnig vera hægt að versla þar líka en Guðmundur segir að það sé engin pressa á að opna strax. Það eru strax komnar JÖR flíkur á fataslá á veggnum en Guðmundur ætlar smám saman að bæta við úrvalið og opna svo dyrnar í sumar. „Svo kannski í vetur eða í haust verður maður komin með fulla línu, það er svona stefnan. Ég ætla bara aðeins að vera einbeittari núna, ég var kominn með svo mikið í gamla daga, eða fyrir nokkrum árum. Þetta var alltaf mikill eltingaleikur, allt þurfti að vera tilbúið helst í gær. Planið er að halda geðheilsunni núna.“ JÖR hlaut fjölda verðlauna og viðurkenninga.Mynd/Saga Sig Missti löngunina til að hanna Guðmundur segir að hann ætli ekki að gera sömu mistökin aftur. „Ég lærði bara allt. Hvað lærði ég ekki? Það var rosalega margt sem við gerðum sem hafði ekki verið gert áður, maður var því að renna blint í sjóinn með rosalega marga hluti. Við lærðum hvað það er erfitt að stækka hratt. Það stækkaði allt svo rosalega hratt hjá okkur, þetta var svo dýrt og svo mikill kostnaður. En núna er maður kominn með þá reynslu og kominn með vörumerki, snið og framleiðslutengiliði. Það er alltaf flóknast og dýrast að setja upp.“ Guðmundur ætlar ekki að hafa þetta jafn stressandi í þetta skiptið. „Maður verður að passa upp á sjálfan sig. Ég ákvað að taka smá pásu og ná andlegri heilsu í lag aftur áður en ég myndi byrja. Fá aftur löngun.“ Í desember hætti Guðmundur starfi sínu á geðdeild Landspítalans þar sem hann hafði unnið í eitt ár. „Það hjálpaði mér helling. Ég var ráðgjafi á bráðageðdeild og ég átti bara mjög vel heima þar. Mér fannst þetta rosalega skemmtilegt og erfitt líka. Þetta var mjög gefandi en mikil vinna og illa borgað“ Spennandi að byrja aftur Ástæða þess að Guðmundur byrjaði að vinna á geðdeild, var að eftir gjaldþrotið langaði hann að vinna við eitthvað sem myndi hafa áhrif á sig og vildi alls ekki fara að vinna á skrifstofu. „Ég hef alltaf verið mikið í svona pælingum og sjálfur verið í mikilli vinnu og þerapíu.“ Sumarið áður hafði Guðmundur unnið við dúkalagnir, sem á vissan hátt hjálpaði honum líka mikið við að vinna úr sínum málum. „Það var gott að djöflast. Ég finn það núna að ég var svo mikið farinn að vinna fyrir framan tölvu og var kominn með svolítið leið á því þannig að ég er farinn að vinna svolítið öðruvísi eftir þetta. Svo langar mig að gera hluti meira sjálfur núna og sníða og svona. Þannig að það er mjög spennandi að byrja aftur.“ Mynd/Hörður Ingason Engin eftirsjá Guðmundur hefur tekið á leigu rými á Lækjartorgi þar sem hann getur unnið og tekið á móti þeim viðskiptavinum sem vilja máta flíkurnar. Hann hefur komið sér vel fyrir og JÖR flíkur hanga á slám á einum veggnum. Hann segist vera reynslunni ríkari í dag. Fjárhagsáhyggjur hafi haft áhrif á sköpunargleðina áður fyrr og dregið úr honum kraft. „Það voru fjárfestar inni í þessu frá fyrsta degi og ég held að það hafi verið lúmsk pressa á mann alltaf. Svo var ég gerður að framkvæmdastjóra og þá fór ég náttúrulega meira inn í peningahliðina. Eins mikil klisja og það er að það eigi ekki að blanda peningum og sköpun, þá er það satt.“ Hann segir að þá mæti sköpunin einfaldlega alltaf afgangi. Það er þó ekki þannig að Guðmundur sjái eftir því að hafa valið að fara þessa leið, að hafa tekið þátt í þessu ævintýri þó að það hafi ekki endað vel. „Ég sé ekki eftir neinu. Ég hugsa að ég hafi lært mest af síðustu og verstu tímunum, að brotlenda svona almennilega. Að verða gjaldþrota.“ Fyrirtækið JÖR var mest með níu heil stöðgildi og fjölda starfsmanna í hlutastarfi í versluninni auk margra samstarfsfyrirtækja. „Ég held að fólk hafi ekki áttað sig á því þegar það kom inn í búðina að undir í kjallaranum vorum við með 220 fermetra vinnustofu, stúdíó, lager og þar voru svo margir að vinna. Klæðskerar, hönnuðir og framleiðslustjórn og svona. Þannig að það var rosa kostnaður í þessu á sínum tíma. Svo hækkaði leigan hratt.“ Mynd/Khara Deurhof Byrjaður í neyslu Guðmundur segir að það sé margt jákvætt sem hann sé þakklátur fyrir frá þessum fimm árum sem JÖR náði fyrir gjaldþrotið. „Ég þarf oft að skoða gögn og eitthvað til að muna allt sem gerðist, þetta gerðist allt svo hratt. Þetta voru margar línur og við fengum mikið af verðlaunum og viðurkenningum. En skemmtilegast fannst mér að byggja þetta upp og allt þetta fólk sem var að vinna með manni.“ Guðmundur segir að eftir að hann áttaði sig á því að fyrirtækið væri komið í gjaldþrot hafi honum liðið mjög illa og einangrað sig mikið. „Ég var kominn í svolitla neyslu. Ég var með uppáskrifuð lyf frá lækni, rídalín, og ég var byrjaður að misnota það. Ég var orðinn svolítið ruglaður. Þetta er náttúrulega eins og að missa barnið sitt eða eitthvað, en auðvitað getur maður byggt upp aftur. Svo allt fólkið sem var með vinnu hjá manni, þetta var erfitt. Mér fannst ég vera að bregðast mörgum.“ Það tók ár fyrir Guðmund að geta byrjað að vinna aftur og valdi hann að fara ekki að hanna strax. „Ég lá í þunglyndi í svona hálft ár kannski. Ég var í þerapíu hjá þerapista sem ég hafði verið hjá í mörg ár og svo fór ég á lyf. Ég myndi segja að það hafi verið eitt ár sem var mjög erfitt. Svo fór ég að vinna við að dúka sumarið 2018 og þá gerðist hellingur, ég fer bara að djöflast eitthvað. Ég byrjaði á kvíðalyfjum og það fór að virka mjög vel. Svo fannst mér fljótlega eftir að ég byrjaði að vinna upp á geðdeild var ég orðinn stöðugur. Ég kynntist Sólveigu kærustunni minni síðasta haust og veturinn er búinn að vera frábær, það er að komast jafnvægi á allt. Þannig að það er bara fínt að byrja aftur.“ Mynd/Nowfashion.com Viðskiptavinir heim í stofu Guðmundur óttaðist hvaða viðbrögð hann fengi ef hann hefði aftur samband við framleiðendurnar, hvort hann gæti hafið samstarfið aftur eða hvort hann hefði brennt þær brýr. Hann íhugaði samt aldrei að gefast upp á draumi sínum sem fatahönnuður „Mér fannst ekki hægt að verða gjaldþrota án þess að taka „comeback.“ Það verður að vera þannig.“ Hann hélt alltaf í þá von að það kæmi eitthvað gott út úr þessu á endanum. „Ég var meðvitaður um að þetta myndi skila manni á betri stað. Svolítið eins og veiran núna. Það er einhvern veigin alltaf þannig.“ Í þetta skiptið fór hönnuðurinn af stað í þessa endurkomu án fjárfesta, svo hann gæti gert þetta rólega og á eigin forsendum til að byrja með. „Ég byrjaði að gera peysur fyrir jólin svo tókum við kærastan mín þetta rými á leigu fyrir stúdíóið. Hún er að hjálpa mér mjög mikið þannig að við erum svolítið tvö í þessu. Það var ekkert rosalega mikið plan, bara að setja upp vinnustofu og smá verslun til að geta tekið á móti fólki. Maður fann það fyrir jól þegar við vorum með peysurnar að þá langaði fólki að máta og þá fengum við fólk heim í stofu. Maður þarf líka fljótt einhvern lager. Ég vissi að ef maður fengi sér húsnæði þá myndi það setja pressu á mann að byrja að gera eitthvað.“ Guðmundur Jörundsson stofnaði fyrirtækið JÖR ásamt Gunnari Erni Petersen árið 2012.Mynd/Rasmus Weng Karlsen Kvíðinn vegna peninga JÖR mun einnig selja skómerki og hugsanlega eitthvað fleira en það mun ráðast betur á næstu mánuðum. Hann hefur nú þegar sett sig aftur í samband við fyrrum samstarfsaðila sína í Tyrklandi og fékk þar jákvæð viðbrögð. „Það var að koma til landsins þegar vöruhúsin þeirra lokuðu vegna COVID. Það er kannski fínt því að það þarf oft eitthvað svona til þess að ég geri hlutina rólega. Mér finnst svo auðvelt að vaða áfram, það er helsta áskorunin mín að reyna að gera þetta hægt og rólega.“ Guðmundur segir að hann þurfi þó væntanlega þurfa einhverja fjármögnun í haust til að ná að gera stærri línu. Hann er þó ekki að hafa áhyggjur af því núna. „Maður verður svo kvíðinn af þessu peningarugli.“ Tæpar tvær milljónir fengust upp í rúmlega hundrað milljón króna gjaldþrot einkahlutafélagsins JÖR ehf. Skiptum lauk í maí árið 2017 og sagði Guðmundur þá við fjölmiðla að fjárfestar hefðu brugðist undir lokin. Hann segist þó ekki vera bitur yfir fortíðinni og horfir ekki til baka. „Ég kom mér í þá stöðu þarna í lokin að vera að tala við eitthvað fólk sem ég átti ekkert að vera að tala við, einhverja fjárfesta. Ég vissi alveg betur innst inni. Maður var bara orðinn eitthvað tættur og ruglaður.“ Guðmundur Jörundsson segir að hann hafi enga eftirsjá yfir fortíðinni.Mynd/Saga Sig Saknar tengslanna við viðskiptavini Guðmundur er kominn á byrjunarreit aftur og á Instagram síðu JÖR má sjá að hann henti út öllum myndum. Nú er þar aðeins ein mynd sem tekin er út um gluggann á núverandi húsnæði þeirra. Aðdáendur hönnuðarins mega búast við klassískri JÖR hönnun en Guðmundur segir að hann geti nú haft vörurnar ódýrari þar kostnaðurinn er lægri en þegar hann var með stóra verslun á Laugavegi 89. „Ég ætla að hafa þetta hnitmiðaðra. Ég er að reyna að halda aftur af mér núna því að í eðli mínu langar mig að byrja að búa til vörur strax. Hönnunarlega breytist auðvitað eitthvað enda aldeilis breyting búin að eiga sér stað en það kemur eitthvað ferskt. Það verður ekki alveg það sama en það verður alveg JÖR. Ég hugsa að fólk muni alveg þekkja það.“ Áður fyrr var Guðmundur alltaf með mjög háleit og stór markmið en núna er markmiðið að gera þetta að veruleika og að geta unnið við þetta. „Svo breytist það kannski fljótt þegar þetta er komið á skrið. En hugmyndin er að vera svolítið að selja á netinu og hérna. Hérna get ég tekið á móti fólki og afgreitt. Ég saknaði þess svolítið. Ég var alveg dottin út úr því og maður missir þá tilfinninguna fyrir því. Á sínum tíma var þetta orðið of stórt en samt ekki nógu stórt. Þetta var oft snúið, maður var einhvern veginn á hlaupum og gat ekki verið mikið í búðinni þannig að ég saknaði þess svolítið. Svo væri hugmynd að byrja á einhverjum tímapunkti að selja út líka.“ Mynd/Íris Dögg Einarsdóttir Guðmundur viðurkennir að framleiðslan hafi verið orðin mjög flókin hjá JÖR. „Þetta var rosalega mikið af dóti, risastór búð og allir vöruflokkar og mjög breiðar línur. Hugmyndin er að reyna að einfalda það svolítið.“ Hann útilokar þó ekki að opna aftur stærri verslun í framtíðinni. „Eins og er þá sé ég þetta þannig. Ég sé ekkert eftir að hafa verið með stóra verslun á sínum tíma, það hefði ekki verið hægt að gera þetta svona þá. Núna er ég bara með kúnna hóp, fólk veit hvað merkið er og það kemur og sækir vöruna. Þetta hentar því mjög vel eins og er en það er aldrei að vita.“ Baltasar Kormákur leikstjóri í peysu frá JÖR.Mynd/Elisabet Davids Meira drasl í góðæri Eins og margir aðrir er Guðmundur að mikið heima hjá sér þessa dagana. Aðra hverja viku er hann með börnin sín hjá sér og tekur svo vinnutarnir þess á milli. „Við erum búin að vera að setja upp rýmið, dúka og setja upp slár. Ég er búinn að vera aðeins í því sjálfur sem ég hef aldrei gert sjálfur. Mér finnst það ótrúlega fínt. Smíða og þess háttar. Ég nennti aldrei að gera neitt svona sjálfur og kunni það ekkert. Þannig að þetta er gaman.“ Að hans mati eru spennandi tímar fram undan í íslenskri verslun. „Eftir hrunið í alveg sex eða sjö ár var fólk mjög mikið að versla hérna heima, versla vandaða vöru.“ Hann upplifði samkennd hjá fólki og samfélagslega ábyrgð. Þetta breytist þó á Íslandi þegar það er þensla, þá hverfi þetta. „Um leið og það er góðæri þá er fólki alveg sama, það byrjar að kaupa drasl frekar. Það er svo skrítið, sama þótt að það eigi meiri pening þá kaupir það meira drasl. Bara meira, það er meiri græðgi. Fólk fer til útlanda og verslar úti. Svo þegar þrengir að þá vill fólk kaupa frekar vandaða vöru þó að það kosti aðeins meira, enda er það ódýrara til lengri tíma litið. Ég held að það verði margt mjög áhugavert eftir veiruna, að sjá hvernig þetta þróast.“
Tíska og hönnun Helgarviðtal Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira