Liðslæknir Stade Reims svipti sig lífi eftir að hann sýktist af kórónuveirunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. apríl 2020 09:30 Bernard Gonzalez var minnst á samfélagsmiðlum Stade de Reims. Samsett Mynd Hræðilegar fréttir frá Frakklandi þar sem læknir liðs í frönsku fótboltadeildinni tók afdrifaríka ákvörðun eftir að hafa fengið COVID-19 sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur. Stade Reims staðfesti í gær að læknir fótboltaliðsins, Bernard Gonzalez, væri látinn en fréttir frá Frakklandi herma jafnframt að hann hafi fallið fyrir eigin hendi. Franska stórblaðið Le Parisien fjallar meðal annars um það að hinn sextugi Bernard Gonzalez hafi svipt sig lífi og í bréfi sem hann skildi eftir þá komu fram tengslin á milli þeirrar ákvörðunar og því að hafa veikst af COVID-19 sjúkdómnum. Bernard Gonzalez var búinn að vera læknir Stade Reims liðsins í tuttugu ár. Stade Reims club doctor Bernard Gonzalez commits suicide after contracting coronavirus https://t.co/WjQGmrG3Vi pic.twitter.com/rYuIfxUbaJ— Mirror Football (@MirrorFootball) April 5, 2020 „Hann var læknir félagsins. Mikill fagmaður, virtur og metinn af öllum. Hugur minn er hjá foreldrum hans, eiginkonu og hans fjölskyldu,“ sagði Arnaud Robinet, borgarstjóri Reims. „Hann er aukafórnarlamb Covid-19. Ég veit að hann skildi eftir bréf til að útskýra ákvörðun sína. Ég læt sem ég viti ekki af því sem stóð þar,“ sagði Arnaud Robinet. „Ég finn engin orð og er mjög brugðið. Þessi faraldur hefur hitt Stade Reims í hjartað því við vorum að missa þekktan einstakling í Reims og mikinn fagmann,“ sagði Jean-Pierre Caillot forseti félagsins. Médecin. Artiste. Stadiste. Docteur Gonzalez. pic.twitter.com/Wlw6Bbr7gc— Stade de Reims (@StadeDeReims) April 5, 2020 Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Franski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Fleiri fréttir Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Sjá meira
Hræðilegar fréttir frá Frakklandi þar sem læknir liðs í frönsku fótboltadeildinni tók afdrifaríka ákvörðun eftir að hafa fengið COVID-19 sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur. Stade Reims staðfesti í gær að læknir fótboltaliðsins, Bernard Gonzalez, væri látinn en fréttir frá Frakklandi herma jafnframt að hann hafi fallið fyrir eigin hendi. Franska stórblaðið Le Parisien fjallar meðal annars um það að hinn sextugi Bernard Gonzalez hafi svipt sig lífi og í bréfi sem hann skildi eftir þá komu fram tengslin á milli þeirrar ákvörðunar og því að hafa veikst af COVID-19 sjúkdómnum. Bernard Gonzalez var búinn að vera læknir Stade Reims liðsins í tuttugu ár. Stade Reims club doctor Bernard Gonzalez commits suicide after contracting coronavirus https://t.co/WjQGmrG3Vi pic.twitter.com/rYuIfxUbaJ— Mirror Football (@MirrorFootball) April 5, 2020 „Hann var læknir félagsins. Mikill fagmaður, virtur og metinn af öllum. Hugur minn er hjá foreldrum hans, eiginkonu og hans fjölskyldu,“ sagði Arnaud Robinet, borgarstjóri Reims. „Hann er aukafórnarlamb Covid-19. Ég veit að hann skildi eftir bréf til að útskýra ákvörðun sína. Ég læt sem ég viti ekki af því sem stóð þar,“ sagði Arnaud Robinet. „Ég finn engin orð og er mjög brugðið. Þessi faraldur hefur hitt Stade Reims í hjartað því við vorum að missa þekktan einstakling í Reims og mikinn fagmann,“ sagði Jean-Pierre Caillot forseti félagsins. Médecin. Artiste. Stadiste. Docteur Gonzalez. pic.twitter.com/Wlw6Bbr7gc— Stade de Reims (@StadeDeReims) April 5, 2020 Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Franski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Fleiri fréttir Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Sjá meira