Móðir Peps Guardiola, knattspyrnustjóra Manchester City, lést í dag af völdum kórónuveirunnar. Hún hét Dolors Sala Carrió og var 82 ára.
Greint var frá andláti hennar á Twitter-síðu City. Þar eru aðstandendum sendar samúðarkveðjur.
The Manchester City family are devastated to report the death today of Pep s mother Dolors Sala Carrió in Manresa, Barcelona after contracting Corona Virus. She was 82-years-old .
— Manchester City (@ManCity) April 6, 2020
Everyone associated with the club sends their most heartfelt sympathy at this most distressing time to Pep, his family and all their friends.
— Manchester City (@ManCity) April 6, 2020
Dolors og maður hennar, Valentí, eignuðust fjögur börn. Pep var þriðji í systkinaröðinni. Hann á tvær eldri systur og einn yngri bróður.
Mannfallið á Spáni af völdum kórónuveirunnar er það mesta í heiminum á eftir Ítalíu. Yfir 13.000 manns hafa látið lífið í faraldrinum á Spáni. Dauðsföllum þar í landi hefur þó fækkað á síðustu dögum.