Gefur fjórðung auðæfa sinna til baráttunnar við veiruna Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. apríl 2020 21:57 Jack Dorsey, forstjóri Twitter. GETTY/COLE BURSTON Forstjóri og stofnandi Twitter, Jack Dorsey, heitir því að gefa um 28 prósent auðæfa sinna til baráttunnar við kórónuveiruna. Alls sé um að ræða milljarð bandaríkjadala, um 140 milljarða króna, sem Dorsey ætlar sér að taka úr hlut hans í félaginu Square Inc, sem sérhæfir sig í hvers kyns greiðslumiðlun. Dorsey greinir sjálfur frá þessu framlagi á Twitter-reikningi sínum í kvöld. Þar útskýrir hann að upphæðin verði færð í góðgerðasjóð hans, sem ber heitið Start Small LLC. Eftir að kórónuveiran hefur verið lögð að velli muni sjóðurinn alfarið einblína á baráttuna fyrir borgaralaunum og menntun stúlkna um víða veröld. Hann segist þar að auki ætla að hafa allt bókhald sjóðsins opið, svo að fólk geti fylgst með starfsemi hans og veitt sjóðnum aðhald. Það þykja tíðindi enda hefur Dorsey þótt fara helst til leynt með allt sitt góðgerðastarf til þessa. I m moving $1B of my Square equity (~28% of my wealth) to #startsmall LLC to fund global COVID-19 relief. After we disarm this pandemic, the focus will shift to girl s health and education, and UBI. It will operate transparently, all flows tracked here: https://t.co/hVkUczDQmz— jack (@jack) April 7, 2020 Auðæfi Dorsey eru metin á um 3,3 milljarða dala í nýjustu úttekt Forbes. Dorsey segir að hann hafi ákveðið að verja hlut sínum í greiðslumiðlunarfélaginu frekar en Twitter í verkefnið, einfaldlega vegna þess að hann á stærri hluti í Square Inc. Hann segist jafnframt ætla að hann komi hlut sínum í félaginu í verð smám saman og muni milljarðurinn því mjatla inn á reikninga góðgerðafélagsins. Sem stendur eru staðfest smittilfelli í heiminum rúmlega 1,4 millónir talsins. Alls hafa um 81 þúsund látið lífið vegna veirunnar og næstum 300 þúsund náð sér. Flest smit hafa greinst í Bandaríkjunum, næstum 400 þúsund. Twitter Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fleiri fréttir Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Sjá meira
Forstjóri og stofnandi Twitter, Jack Dorsey, heitir því að gefa um 28 prósent auðæfa sinna til baráttunnar við kórónuveiruna. Alls sé um að ræða milljarð bandaríkjadala, um 140 milljarða króna, sem Dorsey ætlar sér að taka úr hlut hans í félaginu Square Inc, sem sérhæfir sig í hvers kyns greiðslumiðlun. Dorsey greinir sjálfur frá þessu framlagi á Twitter-reikningi sínum í kvöld. Þar útskýrir hann að upphæðin verði færð í góðgerðasjóð hans, sem ber heitið Start Small LLC. Eftir að kórónuveiran hefur verið lögð að velli muni sjóðurinn alfarið einblína á baráttuna fyrir borgaralaunum og menntun stúlkna um víða veröld. Hann segist þar að auki ætla að hafa allt bókhald sjóðsins opið, svo að fólk geti fylgst með starfsemi hans og veitt sjóðnum aðhald. Það þykja tíðindi enda hefur Dorsey þótt fara helst til leynt með allt sitt góðgerðastarf til þessa. I m moving $1B of my Square equity (~28% of my wealth) to #startsmall LLC to fund global COVID-19 relief. After we disarm this pandemic, the focus will shift to girl s health and education, and UBI. It will operate transparently, all flows tracked here: https://t.co/hVkUczDQmz— jack (@jack) April 7, 2020 Auðæfi Dorsey eru metin á um 3,3 milljarða dala í nýjustu úttekt Forbes. Dorsey segir að hann hafi ákveðið að verja hlut sínum í greiðslumiðlunarfélaginu frekar en Twitter í verkefnið, einfaldlega vegna þess að hann á stærri hluti í Square Inc. Hann segist jafnframt ætla að hann komi hlut sínum í félaginu í verð smám saman og muni milljarðurinn því mjatla inn á reikninga góðgerðafélagsins. Sem stendur eru staðfest smittilfelli í heiminum rúmlega 1,4 millónir talsins. Alls hafa um 81 þúsund látið lífið vegna veirunnar og næstum 300 þúsund náð sér. Flest smit hafa greinst í Bandaríkjunum, næstum 400 þúsund.
Twitter Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fleiri fréttir Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Sjá meira