Lygileg saga af því þegar Jóhann Jóhannsson aðstoðaði Pál Óskar við lagið Stanslaust stuð Stefán Árni Pálsson skrifar 9. apríl 2020 12:30 Páll Óskar og Jóhann Jóhannsson heitinn tóku ákvörðun um að gera lag saman sumarið 1993 og það í New York. „Ég mæti til New York og er ekki búinn að vera þar lengi þegar ég labba inn á minn fyrsta dragklúbb. Þá er ég og Maríus, vinur minn, búnir að vera gera dragshow hér á Íslandi á stað sem hét Moulin Rouge við Hlemm og alveg galið dragtímabil þar að baki. Ég arka inn á klúbb sem hét Crow Bar sem var mekka dragsins í New York þarna sumarið 1993,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson í löngu tveggja tíma viðtali við Ívar Guðmundsson á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hann söguna hvernig lagið Stanslaust stuð var til. „Ég fer þarna í prufu og fæ djobb og treð þarna upp í einhverjar fjórar helgar í röð. Í einum af labbitúrunum mínum þarna í East Village voru staddir Óttarr Proppé og Björn Blöndal sem voru í rokkhljómsveitinni Ham og Ham var að túra í New York á þessum tíma þetta sumarið og akkúrat á sama tíma og ég var þarna. Sagan segir að Óttarr Proppé hafi bent yfir götuna og bent á mig og sagt, er þetta ekki Páll Óskar? Og Björn Böndal hafi þá svarað. Það er alveg sama hver þetta er, þetta er örugglega kynvillingur,“ segir Páll sem náði að hitta þá félaga síðar og skellti sér á tónleika. „Ég varð algjör grúppía á þeim giggum sem þeir tóku þarna og við náðum að ræða saman. Ég og Jóhann Jóhannsson heitinn sem seinna meir vann Golden Globe verðlaun og var tilnefndur til Óskarsins fyrir sína sköpun í kvikmyndum og hitti líka Sigurjón Kjartansson. Ég og Jói tókum mjög góðan fund á einhverjum vampírubar. Þar var bara tekin ákvörðun um að við myndum taka upp plötu,“ segir Páll en Jóhann lét hann hafa grunn að lagi og bað hann um að semja laglínu og texta við lagið. Palli gerði það og úr varð lagið Stanslaust stuð sem er eitt vinsælasta lag popparans sem varð fimmtugur á dögunum. Hlusta má á viðtalið við Pál Óskar í heild sinni hér að neðan. Tónlist Tímamót Einu sinni var... Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
„Ég mæti til New York og er ekki búinn að vera þar lengi þegar ég labba inn á minn fyrsta dragklúbb. Þá er ég og Maríus, vinur minn, búnir að vera gera dragshow hér á Íslandi á stað sem hét Moulin Rouge við Hlemm og alveg galið dragtímabil þar að baki. Ég arka inn á klúbb sem hét Crow Bar sem var mekka dragsins í New York þarna sumarið 1993,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson í löngu tveggja tíma viðtali við Ívar Guðmundsson á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hann söguna hvernig lagið Stanslaust stuð var til. „Ég fer þarna í prufu og fæ djobb og treð þarna upp í einhverjar fjórar helgar í röð. Í einum af labbitúrunum mínum þarna í East Village voru staddir Óttarr Proppé og Björn Blöndal sem voru í rokkhljómsveitinni Ham og Ham var að túra í New York á þessum tíma þetta sumarið og akkúrat á sama tíma og ég var þarna. Sagan segir að Óttarr Proppé hafi bent yfir götuna og bent á mig og sagt, er þetta ekki Páll Óskar? Og Björn Böndal hafi þá svarað. Það er alveg sama hver þetta er, þetta er örugglega kynvillingur,“ segir Páll sem náði að hitta þá félaga síðar og skellti sér á tónleika. „Ég varð algjör grúppía á þeim giggum sem þeir tóku þarna og við náðum að ræða saman. Ég og Jóhann Jóhannsson heitinn sem seinna meir vann Golden Globe verðlaun og var tilnefndur til Óskarsins fyrir sína sköpun í kvikmyndum og hitti líka Sigurjón Kjartansson. Ég og Jói tókum mjög góðan fund á einhverjum vampírubar. Þar var bara tekin ákvörðun um að við myndum taka upp plötu,“ segir Páll en Jóhann lét hann hafa grunn að lagi og bað hann um að semja laglínu og texta við lagið. Palli gerði það og úr varð lagið Stanslaust stuð sem er eitt vinsælasta lag popparans sem varð fimmtugur á dögunum. Hlusta má á viðtalið við Pál Óskar í heild sinni hér að neðan.
Tónlist Tímamót Einu sinni var... Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira