Selja aðgöngumiða á leiki í Hvíta-Rússlandi út um allan heim og setja gínur í stúkuna Arnar Geir Halldórsson skrifar 11. apríl 2020 12:00 Úr stúkunni á bikarleik Dynao Brest í miðri viku. Dynamo Brest Hvergi er spilaður fótbolti í efstu deild í Evrópu þessa dagana vegna kórónuveirufaraldursins nema í Hvíta-Rússlandi þar sem boltinn rúllar á fullu og hefur deildin þar í landi aldrei fengið jafn mikla athygli utan Hvíta-Rússlands enda hvít-rússneskur fótbolti ekki hátt skrifaður öllu jafnan. Kórónaveiran er engu að síður farin að láta á sér kræla í Hvíta-Rússlandi eins og annars staðar og hefur áhorfendum á leiki snarfækkað að undanförnu. Hins vegar hefur áhorf á deildina í sjónvarpi aukist verulega og munar þar mest um fótboltaþyrsta áhorfendur hvaðanæva úr heiminum. Meistaralið Dynamo Brest hefur brugðið á það ráð að selja þessum nýja áhorfendahópi miða á heimaleiki sína og setja í staðinn upp gínur með myndum af viðkomandi í stúkuna. « - » - « » ( )!First virtual fans at the match Dynamo Brest vs Shakhter (Soligorsk)! #fcdb1960https://t.co/p8Mp7AwKhL— FC Dynamo Brest (@dynamobrest) April 8, 2020 „Með þessum hætti getur sá sem er að horfa á leikinn í sjónvarpi séð sjálfan sig í stúkunni. Við erum ekki að reyna að fylla stúkuna með þessu og við skiljum að stuðningsmenn okkar mæti ekki lengur á leikina. Við viljum reyna að gera gott úr þessu með skemmtilegum hugmyndum,“ sagði Vladimir Machulsky, fjölmiðlafulltrúi Dynamo Brest. Alls keyptu 12 manns þessi sýndarsæti ef svo má segja í fyrstu tilraun þegar Dynamo mætti Shakhter Soligorsk í bikarnum í miðri viku og komu áhorfendurnir frá sex mismunandi löndum, meðal annars frá Bandaríkjunum og Kanada. Hvíta-Rússland Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Í beinni: FH - Víkingur | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnukonur geta komist upp í fjórða sæti en Framarar í fallhættu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Sjá meira
Hvergi er spilaður fótbolti í efstu deild í Evrópu þessa dagana vegna kórónuveirufaraldursins nema í Hvíta-Rússlandi þar sem boltinn rúllar á fullu og hefur deildin þar í landi aldrei fengið jafn mikla athygli utan Hvíta-Rússlands enda hvít-rússneskur fótbolti ekki hátt skrifaður öllu jafnan. Kórónaveiran er engu að síður farin að láta á sér kræla í Hvíta-Rússlandi eins og annars staðar og hefur áhorfendum á leiki snarfækkað að undanförnu. Hins vegar hefur áhorf á deildina í sjónvarpi aukist verulega og munar þar mest um fótboltaþyrsta áhorfendur hvaðanæva úr heiminum. Meistaralið Dynamo Brest hefur brugðið á það ráð að selja þessum nýja áhorfendahópi miða á heimaleiki sína og setja í staðinn upp gínur með myndum af viðkomandi í stúkuna. « - » - « » ( )!First virtual fans at the match Dynamo Brest vs Shakhter (Soligorsk)! #fcdb1960https://t.co/p8Mp7AwKhL— FC Dynamo Brest (@dynamobrest) April 8, 2020 „Með þessum hætti getur sá sem er að horfa á leikinn í sjónvarpi séð sjálfan sig í stúkunni. Við erum ekki að reyna að fylla stúkuna með þessu og við skiljum að stuðningsmenn okkar mæti ekki lengur á leikina. Við viljum reyna að gera gott úr þessu með skemmtilegum hugmyndum,“ sagði Vladimir Machulsky, fjölmiðlafulltrúi Dynamo Brest. Alls keyptu 12 manns þessi sýndarsæti ef svo má segja í fyrstu tilraun þegar Dynamo mætti Shakhter Soligorsk í bikarnum í miðri viku og komu áhorfendurnir frá sex mismunandi löndum, meðal annars frá Bandaríkjunum og Kanada.
Hvíta-Rússland Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Í beinni: FH - Víkingur | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnukonur geta komist upp í fjórða sæti en Framarar í fallhættu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Sjá meira