Oft algjör slembilukka að konurnar séu á lífi Stefán Árni Pálsson skrifar 15. apríl 2020 10:29 Sigþrúður hefur verið í Kvennaathvarfinu í þrettán ár. Þúsundir eru heima hjá sér um þessar mundir. Veikir eða í sóttkví eða hræddir við það að veikjast. Við getum ekki hitt margar í einu, skólarnir eru ekki fúnkerandi sem skildi og börnin því meira heima. Í þessum aðstæðum getur skapast hætta segir Sigrúður Guðmundsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins sem óttast að mikið verði að gera hjá þeim í náinni framtíð. „Eins og ástandið er í samfélaginu í dag þá höfum við miklar áhyggjur af konum og börnum sem eru á ofbeldisheimilum. Þessi einangrun, streita og áhyggjur og að börnin eru minna í skólanum sem hefur kannski verið þeirra griðastaður þá höfum við miklar áhyggjur,“ segir Sigþrúður sem hefur verið framkvæmdarstýra hjá kvennaathvarfinu síðustu þrettán ár segir að eftir hrun hafi húsið svo gott sem alltaf verið fullt og það í langan tíma. Fullt af börnum og konum sem gátu ekki verið heima hjá sér vegna andlegs, líkamlegs og jafnvel kynferðislegs ofbeldis. Ofbeldismaðurinn hefur mikla stjórn „Það kom holskefla inn til okkar og var mikið að gera fyrir og eftir hrun. Það er í eðli heimilisofbeldis að fólk leitar sér ekki aðstoðar á meðan ástandið er sem verst. Þetta er ofbeldi í nánum samböndum og ofbeldismaðurinn og brotaþolinn eru tengd mjög nánum böndum. Ofbeldismaðurinn hefur mjög góða stjórn á því hvernig hlutirnir eru skilgreindir á heimilinu.“ Hún segir að það sé meira en að segja það að taka upp töskurnar og koma öllum krökkunum út og flestir í þeim aðstæðum að eiga ekki í mörg hús að vernda. „Það er voðalega auðvelt fyrir okkur hin að segja fólki að fara frá ofbeldismanni en þegar þú ert að fara frá honum ert þú líka að fara frá eiginmanninum, heimilinu og daglega lífinu og kannski afkomunni, eignunum og öllu því sem þú hefur safnað þér í sarpinn í ár eða áratugi.“ Hún segir að mynstrið sé oft mjög líkt. Stundum heppnar að vera á lífi „Það gerist eitthvað hræðilegt og svo koma hveitibrauðsdagar á eftir þar sem ofbeldismaðurinn lofar öllu fögru og ætlar sér örugglega á því augnabliki að standa við það en svo fer að hlaðast upp spenna og þetta gerist aftur og það er þessi hringur sem veldur því að það er svo erfitt að fara.“ Sigþrúður hefur bæði séð og heyrt af mjög slæmum hlutum. „Maður undrast í raun á því að konan hafi lifað af og stundum er það bara slembilukka að hún hafi lifað af. Þær eru stundum teknar kyrkingartaki þar til að þær missa meðvitund, miklar limlestingar, eða fleygt úr út bíl á ferð eða niður stiga með lítil börn í fanginu. Það getur enginn stjórnað því hvernig slíkt ofbeldi endar,“ segir Sigþrúður og bætir við að andlega ofbeldið sitja oft lengur eftir hjá konum í ofbeldissambandi. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Lögreglumál Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Nokkrir hafa nýtt sér neyðarsvörun Bjarkarhlíðar vegna heimilisofbeldis yfir páskana Nokkrir hafa nýtt sér neyðarsvörun Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis, vegna heimilisofbeldis yfir páskana. Málin eru öll metin alvarleg að sögn verkefnastýru og þeim komið í farveg hjá viðeigandi aðilum. 12. apríl 2020 16:18 Fleiri gerendur heimilisofbeldis leita sér aðstoðar: Hræddir við að misstíga sig Fleiri ný mál koma nú inn á borð Heimilisfriðar, meðferðarúrræðis fyrir gerendur heimilisofbeldis. Þá leitar fólk, sem áður hefur verið í meðferð, sér aðstoðar í auknum mæli – hrætt við að misstíga sig. 8. apríl 2020 19:00 Heimilisofbeldi er dauðans alvara Í árferði þar sem er aukið álag er alltaf hætta á því að brestir sem við erum að fást við hafi tilhnegingu til að aukast. Þetta getur átt við margt í okkar fari eins og áfengis og vímuefnaneyslu, matarvenjur (slæma matarsiði), og margt annað mætti telja. 8. apríl 2020 14:30 Lamdi konuna sína úti á götu Íbúar í lítilli götu í Vesturbænum í Reykjavík urðu vitni að því um kvöldmatarleytið í gær þegar ung kona kom hlaupandi undan manni sínum, óttaslegin og grátandi. 7. apríl 2020 11:30 Tvö andlát rannsökuð sem sakamál: Aukin hætta á heimilisofbeldi á tímum COVID-19 Tveir karlmenn eru í haldi lögreglu vegna láts konu um sextugt í heimahúsi í Hafnarfirði í nótt. Þriðji karlmaðurinn er í gæsluvarðhaldi í tengslum við lát konu í Sandgerði fyrir rúmri viku. 6. apríl 2020 19:35 Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Sjá meira
Þúsundir eru heima hjá sér um þessar mundir. Veikir eða í sóttkví eða hræddir við það að veikjast. Við getum ekki hitt margar í einu, skólarnir eru ekki fúnkerandi sem skildi og börnin því meira heima. Í þessum aðstæðum getur skapast hætta segir Sigrúður Guðmundsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins sem óttast að mikið verði að gera hjá þeim í náinni framtíð. „Eins og ástandið er í samfélaginu í dag þá höfum við miklar áhyggjur af konum og börnum sem eru á ofbeldisheimilum. Þessi einangrun, streita og áhyggjur og að börnin eru minna í skólanum sem hefur kannski verið þeirra griðastaður þá höfum við miklar áhyggjur,“ segir Sigþrúður sem hefur verið framkvæmdarstýra hjá kvennaathvarfinu síðustu þrettán ár segir að eftir hrun hafi húsið svo gott sem alltaf verið fullt og það í langan tíma. Fullt af börnum og konum sem gátu ekki verið heima hjá sér vegna andlegs, líkamlegs og jafnvel kynferðislegs ofbeldis. Ofbeldismaðurinn hefur mikla stjórn „Það kom holskefla inn til okkar og var mikið að gera fyrir og eftir hrun. Það er í eðli heimilisofbeldis að fólk leitar sér ekki aðstoðar á meðan ástandið er sem verst. Þetta er ofbeldi í nánum samböndum og ofbeldismaðurinn og brotaþolinn eru tengd mjög nánum böndum. Ofbeldismaðurinn hefur mjög góða stjórn á því hvernig hlutirnir eru skilgreindir á heimilinu.“ Hún segir að það sé meira en að segja það að taka upp töskurnar og koma öllum krökkunum út og flestir í þeim aðstæðum að eiga ekki í mörg hús að vernda. „Það er voðalega auðvelt fyrir okkur hin að segja fólki að fara frá ofbeldismanni en þegar þú ert að fara frá honum ert þú líka að fara frá eiginmanninum, heimilinu og daglega lífinu og kannski afkomunni, eignunum og öllu því sem þú hefur safnað þér í sarpinn í ár eða áratugi.“ Hún segir að mynstrið sé oft mjög líkt. Stundum heppnar að vera á lífi „Það gerist eitthvað hræðilegt og svo koma hveitibrauðsdagar á eftir þar sem ofbeldismaðurinn lofar öllu fögru og ætlar sér örugglega á því augnabliki að standa við það en svo fer að hlaðast upp spenna og þetta gerist aftur og það er þessi hringur sem veldur því að það er svo erfitt að fara.“ Sigþrúður hefur bæði séð og heyrt af mjög slæmum hlutum. „Maður undrast í raun á því að konan hafi lifað af og stundum er það bara slembilukka að hún hafi lifað af. Þær eru stundum teknar kyrkingartaki þar til að þær missa meðvitund, miklar limlestingar, eða fleygt úr út bíl á ferð eða niður stiga með lítil börn í fanginu. Það getur enginn stjórnað því hvernig slíkt ofbeldi endar,“ segir Sigþrúður og bætir við að andlega ofbeldið sitja oft lengur eftir hjá konum í ofbeldissambandi. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Lögreglumál Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Nokkrir hafa nýtt sér neyðarsvörun Bjarkarhlíðar vegna heimilisofbeldis yfir páskana Nokkrir hafa nýtt sér neyðarsvörun Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis, vegna heimilisofbeldis yfir páskana. Málin eru öll metin alvarleg að sögn verkefnastýru og þeim komið í farveg hjá viðeigandi aðilum. 12. apríl 2020 16:18 Fleiri gerendur heimilisofbeldis leita sér aðstoðar: Hræddir við að misstíga sig Fleiri ný mál koma nú inn á borð Heimilisfriðar, meðferðarúrræðis fyrir gerendur heimilisofbeldis. Þá leitar fólk, sem áður hefur verið í meðferð, sér aðstoðar í auknum mæli – hrætt við að misstíga sig. 8. apríl 2020 19:00 Heimilisofbeldi er dauðans alvara Í árferði þar sem er aukið álag er alltaf hætta á því að brestir sem við erum að fást við hafi tilhnegingu til að aukast. Þetta getur átt við margt í okkar fari eins og áfengis og vímuefnaneyslu, matarvenjur (slæma matarsiði), og margt annað mætti telja. 8. apríl 2020 14:30 Lamdi konuna sína úti á götu Íbúar í lítilli götu í Vesturbænum í Reykjavík urðu vitni að því um kvöldmatarleytið í gær þegar ung kona kom hlaupandi undan manni sínum, óttaslegin og grátandi. 7. apríl 2020 11:30 Tvö andlát rannsökuð sem sakamál: Aukin hætta á heimilisofbeldi á tímum COVID-19 Tveir karlmenn eru í haldi lögreglu vegna láts konu um sextugt í heimahúsi í Hafnarfirði í nótt. Þriðji karlmaðurinn er í gæsluvarðhaldi í tengslum við lát konu í Sandgerði fyrir rúmri viku. 6. apríl 2020 19:35 Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Sjá meira
Nokkrir hafa nýtt sér neyðarsvörun Bjarkarhlíðar vegna heimilisofbeldis yfir páskana Nokkrir hafa nýtt sér neyðarsvörun Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis, vegna heimilisofbeldis yfir páskana. Málin eru öll metin alvarleg að sögn verkefnastýru og þeim komið í farveg hjá viðeigandi aðilum. 12. apríl 2020 16:18
Fleiri gerendur heimilisofbeldis leita sér aðstoðar: Hræddir við að misstíga sig Fleiri ný mál koma nú inn á borð Heimilisfriðar, meðferðarúrræðis fyrir gerendur heimilisofbeldis. Þá leitar fólk, sem áður hefur verið í meðferð, sér aðstoðar í auknum mæli – hrætt við að misstíga sig. 8. apríl 2020 19:00
Heimilisofbeldi er dauðans alvara Í árferði þar sem er aukið álag er alltaf hætta á því að brestir sem við erum að fást við hafi tilhnegingu til að aukast. Þetta getur átt við margt í okkar fari eins og áfengis og vímuefnaneyslu, matarvenjur (slæma matarsiði), og margt annað mætti telja. 8. apríl 2020 14:30
Lamdi konuna sína úti á götu Íbúar í lítilli götu í Vesturbænum í Reykjavík urðu vitni að því um kvöldmatarleytið í gær þegar ung kona kom hlaupandi undan manni sínum, óttaslegin og grátandi. 7. apríl 2020 11:30
Tvö andlát rannsökuð sem sakamál: Aukin hætta á heimilisofbeldi á tímum COVID-19 Tveir karlmenn eru í haldi lögreglu vegna láts konu um sextugt í heimahúsi í Hafnarfirði í nótt. Þriðji karlmaðurinn er í gæsluvarðhaldi í tengslum við lát konu í Sandgerði fyrir rúmri viku. 6. apríl 2020 19:35