Dorrita Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú, óskar Vigdísi Finnbogadóttur innilega til hamingju með afmælið í fallegri færslu á Instagram.
Þar skrifar hún: „Til hamingju með afmælið kæra Vigdís besti forseti Íslands.“
Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti lýðveldisins, er níræð í dag. Hún gegndi embættinu á árunum 1980 til 1996. Dorrit er eiginkona Ólafs Ragnars Grímssonar sem var forseti lýðveldisins í tuttugu ár, frá árinu 1996-2016.
Hér að neðan má sjá færslu Dorritar.
