Sænsk knattspyrnulið skipuleggja æfingamót í maí og forsætisráðherrann er ekki sáttur Anton Ingi Leifsson skrifar 16. apríl 2020 08:30 Kolbeinn Sigþórsson og félagar í AIK þurfa að bíða með að byrja tímabilið í sænsku úrvalsdeildinni en leika þó æfingaleiki. VÍSIR/GETTY Stefan Löfven, sem hefur verið forsætisráðherra Svía frá árinu 2014, er mjög ósáttur með sænsk knattspyrnulið og segir að þau séu ekki að hjálpa sænsku samfélagi í baráttunni gegn kórónuveirunni með því að vera spila fótboltaleiki. Nokkur lið í efstu deild sænska boltans hafa skipulagt æfingamót í maímánuði en Svíarnir hafa verið að æfa að undanförnu. Þeir ætla að spila æfingaleiki í maí og búa sig undir það að hefja mótið í júní. Á meðal æfingaleikja sem eru á dagskránni er slagurinn um Stokkhólm, milli Hammarby og Djurgården, en Löfven er einn þeirra sem hefur lítinn húmor fyrir þessu. Löfven står fast vid svensk coronastrategi: Den hållerhttps://t.co/gSgEvkSppc— Aftonbladet (@Aftonbladet) April 15, 2020 „Mér finnst þetta vera ábyrgðarlaust og ekki nauðsynlegt. Ég elska fótbolta og ég vil horfa á hann eins oft og ég get en núna er ekki tíminn til þess að spila meistaraflokksleiki,“ sagði Löfven við Aftonbladet. „Allir sem hafa spilað á þessu stigi vita að það líður í mesta lagi ein mínúta á milli þess að maður fer í návigi og þá getur maður smitað hvorn annan en einnig meitt sig og þar með tekið pláss á spítalanum sem aðrir hafa þörf á.“ Hann bætir við að lokum að hann hafi ekki hugsað sér að grípa inn í né láta sænska knattspyrnusambandið grípa inn í. Hann segir að fótboltaheimurinn þurfi að ákveða sig sjálfur hvað hann gerir. Sænski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira
Stefan Löfven, sem hefur verið forsætisráðherra Svía frá árinu 2014, er mjög ósáttur með sænsk knattspyrnulið og segir að þau séu ekki að hjálpa sænsku samfélagi í baráttunni gegn kórónuveirunni með því að vera spila fótboltaleiki. Nokkur lið í efstu deild sænska boltans hafa skipulagt æfingamót í maímánuði en Svíarnir hafa verið að æfa að undanförnu. Þeir ætla að spila æfingaleiki í maí og búa sig undir það að hefja mótið í júní. Á meðal æfingaleikja sem eru á dagskránni er slagurinn um Stokkhólm, milli Hammarby og Djurgården, en Löfven er einn þeirra sem hefur lítinn húmor fyrir þessu. Löfven står fast vid svensk coronastrategi: Den hållerhttps://t.co/gSgEvkSppc— Aftonbladet (@Aftonbladet) April 15, 2020 „Mér finnst þetta vera ábyrgðarlaust og ekki nauðsynlegt. Ég elska fótbolta og ég vil horfa á hann eins oft og ég get en núna er ekki tíminn til þess að spila meistaraflokksleiki,“ sagði Löfven við Aftonbladet. „Allir sem hafa spilað á þessu stigi vita að það líður í mesta lagi ein mínúta á milli þess að maður fer í návigi og þá getur maður smitað hvorn annan en einnig meitt sig og þar með tekið pláss á spítalanum sem aðrir hafa þörf á.“ Hann bætir við að lokum að hann hafi ekki hugsað sér að grípa inn í né láta sænska knattspyrnusambandið grípa inn í. Hann segir að fótboltaheimurinn þurfi að ákveða sig sjálfur hvað hann gerir.
Sænski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira