Pólverjarnir skildu plönin eftir í ruslinu í Garðabæ Sindri Sverrisson skrifar 16. maí 2020 23:00 Ingvar Jónsson, núverandi markvörður Víkings R., var magnaður í Póllandi gegn Lech Poznan sumarið 2014. MYND/STÖÐ 2 SPORT Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, rifjaði upp með Gumma Ben í Sportinu í kvöld Íslandsmeistaraárið 2014. Það ár sló Stjarnan meðal annars út pólska liðið Lech Poznan, 1:0, í forkeppni Evrópudeildarinnar. Sigur Stjörnunnar á Lech Poznan er einn af þeim merkilegri hjá íslenskum félagsliðum í Evrópukeppni á þessari öld. Stjörnumenn unnu 1-0 á heimavelli og liðin gerðu svo markalaust jafntefli ytra. „Það er svolítið eftirminnilegt að þegar við komum inn í klefa hjá Pólverjunum daginn eftir leik á Samsung-vellinum þá sé ég að allt „set-up“ hjá þeim fyrir föst leikatriði, stór plaköt, voru þarna í ruslinu. Allt um það hver ætti að dekka hvern og hvað þeir ætluðu að gera í hornum og aukaspyrnum og allt. Ég pakkaði þessu bara vel saman, setti teygju á þetta og fór með þetta til Póllands. Ég hengdi þetta upp í fundarherberginu þar svo að við gátum alltaf séð hvað þeir ætluðu að gera. Þetta eru svolítið mikil byrjendamistök hjá svona stóru liði,“ sagði Rúnar Páll. Stjörnumenn náðu svo á einhvern ótrúlegan hátt að halda marki sínu hreinu úti í Póllandi, með markvörðinn Ingvar Jónsson fremstan í flokki. Með sigrinum komst Stjarnan í umspil og mætti þar stórliði Inter Mílanó, sem vann einvígið og komst í riðlakeppni Evrópudeilarinnar. „Á fundinum okkar fyrir leik [í Póllandi] vorum við bara „Heyrðu, við erum að fara að vinna þennan leik. Þeir komast hvorki lönd né strönd á móti okkur, hvort sem að það er á heimavelli eða ekki. Þeir eru að fara að spila nákvæmlega eins á móti okkur. Engar breytingar.“ Við þetta efldist mannskapurinn ennþá meira. Við vissum að þeir voru ekkert spes á Samsung-vellinum, þó að hann hafi verið þurr. En það var skothríð á markið okkar í 20 mínútur. Aðra eins frammistöðu hjá einum markverði hef ég bara ekki séð. Þó að Ingvar hafi verið góður allt sumarið þá var alveg ótrúlegt hvað hann varði í þessum leik,“ sagði Rúnar Páll, og bætti við: „Það var ólýsanlegt að heyra lokaflautið. Þetta var stórkostleg upplifun. Líka það að pólsku stuðningsmennirnir, um 30 þúsund manns, klöppuðu fyrir okkur. Þetta var allt saman ógleymanlegt fyrir okkur sem vorum þarna á vellinum.“ Klippa: Sportið í kvöld - Rúnar Páll rifjar upp sigurinn á Lech Poznan Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild karla Evrópudeild UEFA Stjarnan Sportið í kvöld Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, rifjaði upp með Gumma Ben í Sportinu í kvöld Íslandsmeistaraárið 2014. Það ár sló Stjarnan meðal annars út pólska liðið Lech Poznan, 1:0, í forkeppni Evrópudeildarinnar. Sigur Stjörnunnar á Lech Poznan er einn af þeim merkilegri hjá íslenskum félagsliðum í Evrópukeppni á þessari öld. Stjörnumenn unnu 1-0 á heimavelli og liðin gerðu svo markalaust jafntefli ytra. „Það er svolítið eftirminnilegt að þegar við komum inn í klefa hjá Pólverjunum daginn eftir leik á Samsung-vellinum þá sé ég að allt „set-up“ hjá þeim fyrir föst leikatriði, stór plaköt, voru þarna í ruslinu. Allt um það hver ætti að dekka hvern og hvað þeir ætluðu að gera í hornum og aukaspyrnum og allt. Ég pakkaði þessu bara vel saman, setti teygju á þetta og fór með þetta til Póllands. Ég hengdi þetta upp í fundarherberginu þar svo að við gátum alltaf séð hvað þeir ætluðu að gera. Þetta eru svolítið mikil byrjendamistök hjá svona stóru liði,“ sagði Rúnar Páll. Stjörnumenn náðu svo á einhvern ótrúlegan hátt að halda marki sínu hreinu úti í Póllandi, með markvörðinn Ingvar Jónsson fremstan í flokki. Með sigrinum komst Stjarnan í umspil og mætti þar stórliði Inter Mílanó, sem vann einvígið og komst í riðlakeppni Evrópudeilarinnar. „Á fundinum okkar fyrir leik [í Póllandi] vorum við bara „Heyrðu, við erum að fara að vinna þennan leik. Þeir komast hvorki lönd né strönd á móti okkur, hvort sem að það er á heimavelli eða ekki. Þeir eru að fara að spila nákvæmlega eins á móti okkur. Engar breytingar.“ Við þetta efldist mannskapurinn ennþá meira. Við vissum að þeir voru ekkert spes á Samsung-vellinum, þó að hann hafi verið þurr. En það var skothríð á markið okkar í 20 mínútur. Aðra eins frammistöðu hjá einum markverði hef ég bara ekki séð. Þó að Ingvar hafi verið góður allt sumarið þá var alveg ótrúlegt hvað hann varði í þessum leik,“ sagði Rúnar Páll, og bætti við: „Það var ólýsanlegt að heyra lokaflautið. Þetta var stórkostleg upplifun. Líka það að pólsku stuðningsmennirnir, um 30 þúsund manns, klöppuðu fyrir okkur. Þetta var allt saman ógleymanlegt fyrir okkur sem vorum þarna á vellinum.“ Klippa: Sportið í kvöld - Rúnar Páll rifjar upp sigurinn á Lech Poznan Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild karla Evrópudeild UEFA Stjarnan Sportið í kvöld Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira