Pólverjarnir skildu plönin eftir í ruslinu í Garðabæ Sindri Sverrisson skrifar 16. maí 2020 23:00 Ingvar Jónsson, núverandi markvörður Víkings R., var magnaður í Póllandi gegn Lech Poznan sumarið 2014. MYND/STÖÐ 2 SPORT Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, rifjaði upp með Gumma Ben í Sportinu í kvöld Íslandsmeistaraárið 2014. Það ár sló Stjarnan meðal annars út pólska liðið Lech Poznan, 1:0, í forkeppni Evrópudeildarinnar. Sigur Stjörnunnar á Lech Poznan er einn af þeim merkilegri hjá íslenskum félagsliðum í Evrópukeppni á þessari öld. Stjörnumenn unnu 1-0 á heimavelli og liðin gerðu svo markalaust jafntefli ytra. „Það er svolítið eftirminnilegt að þegar við komum inn í klefa hjá Pólverjunum daginn eftir leik á Samsung-vellinum þá sé ég að allt „set-up“ hjá þeim fyrir föst leikatriði, stór plaköt, voru þarna í ruslinu. Allt um það hver ætti að dekka hvern og hvað þeir ætluðu að gera í hornum og aukaspyrnum og allt. Ég pakkaði þessu bara vel saman, setti teygju á þetta og fór með þetta til Póllands. Ég hengdi þetta upp í fundarherberginu þar svo að við gátum alltaf séð hvað þeir ætluðu að gera. Þetta eru svolítið mikil byrjendamistök hjá svona stóru liði,“ sagði Rúnar Páll. Stjörnumenn náðu svo á einhvern ótrúlegan hátt að halda marki sínu hreinu úti í Póllandi, með markvörðinn Ingvar Jónsson fremstan í flokki. Með sigrinum komst Stjarnan í umspil og mætti þar stórliði Inter Mílanó, sem vann einvígið og komst í riðlakeppni Evrópudeilarinnar. „Á fundinum okkar fyrir leik [í Póllandi] vorum við bara „Heyrðu, við erum að fara að vinna þennan leik. Þeir komast hvorki lönd né strönd á móti okkur, hvort sem að það er á heimavelli eða ekki. Þeir eru að fara að spila nákvæmlega eins á móti okkur. Engar breytingar.“ Við þetta efldist mannskapurinn ennþá meira. Við vissum að þeir voru ekkert spes á Samsung-vellinum, þó að hann hafi verið þurr. En það var skothríð á markið okkar í 20 mínútur. Aðra eins frammistöðu hjá einum markverði hef ég bara ekki séð. Þó að Ingvar hafi verið góður allt sumarið þá var alveg ótrúlegt hvað hann varði í þessum leik,“ sagði Rúnar Páll, og bætti við: „Það var ólýsanlegt að heyra lokaflautið. Þetta var stórkostleg upplifun. Líka það að pólsku stuðningsmennirnir, um 30 þúsund manns, klöppuðu fyrir okkur. Þetta var allt saman ógleymanlegt fyrir okkur sem vorum þarna á vellinum.“ Klippa: Sportið í kvöld - Rúnar Páll rifjar upp sigurinn á Lech Poznan Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild karla Evrópudeild UEFA Stjarnan Sportið í kvöld Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fleiri fréttir Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Sjá meira
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, rifjaði upp með Gumma Ben í Sportinu í kvöld Íslandsmeistaraárið 2014. Það ár sló Stjarnan meðal annars út pólska liðið Lech Poznan, 1:0, í forkeppni Evrópudeildarinnar. Sigur Stjörnunnar á Lech Poznan er einn af þeim merkilegri hjá íslenskum félagsliðum í Evrópukeppni á þessari öld. Stjörnumenn unnu 1-0 á heimavelli og liðin gerðu svo markalaust jafntefli ytra. „Það er svolítið eftirminnilegt að þegar við komum inn í klefa hjá Pólverjunum daginn eftir leik á Samsung-vellinum þá sé ég að allt „set-up“ hjá þeim fyrir föst leikatriði, stór plaköt, voru þarna í ruslinu. Allt um það hver ætti að dekka hvern og hvað þeir ætluðu að gera í hornum og aukaspyrnum og allt. Ég pakkaði þessu bara vel saman, setti teygju á þetta og fór með þetta til Póllands. Ég hengdi þetta upp í fundarherberginu þar svo að við gátum alltaf séð hvað þeir ætluðu að gera. Þetta eru svolítið mikil byrjendamistök hjá svona stóru liði,“ sagði Rúnar Páll. Stjörnumenn náðu svo á einhvern ótrúlegan hátt að halda marki sínu hreinu úti í Póllandi, með markvörðinn Ingvar Jónsson fremstan í flokki. Með sigrinum komst Stjarnan í umspil og mætti þar stórliði Inter Mílanó, sem vann einvígið og komst í riðlakeppni Evrópudeilarinnar. „Á fundinum okkar fyrir leik [í Póllandi] vorum við bara „Heyrðu, við erum að fara að vinna þennan leik. Þeir komast hvorki lönd né strönd á móti okkur, hvort sem að það er á heimavelli eða ekki. Þeir eru að fara að spila nákvæmlega eins á móti okkur. Engar breytingar.“ Við þetta efldist mannskapurinn ennþá meira. Við vissum að þeir voru ekkert spes á Samsung-vellinum, þó að hann hafi verið þurr. En það var skothríð á markið okkar í 20 mínútur. Aðra eins frammistöðu hjá einum markverði hef ég bara ekki séð. Þó að Ingvar hafi verið góður allt sumarið þá var alveg ótrúlegt hvað hann varði í þessum leik,“ sagði Rúnar Páll, og bætti við: „Það var ólýsanlegt að heyra lokaflautið. Þetta var stórkostleg upplifun. Líka það að pólsku stuðningsmennirnir, um 30 þúsund manns, klöppuðu fyrir okkur. Þetta var allt saman ógleymanlegt fyrir okkur sem vorum þarna á vellinum.“ Klippa: Sportið í kvöld - Rúnar Páll rifjar upp sigurinn á Lech Poznan Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild karla Evrópudeild UEFA Stjarnan Sportið í kvöld Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fleiri fréttir Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Sjá meira