Bankar lýsa áhyggjum sínum af frumvarpi ferðamálaráðherra Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. maí 2020 09:26 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Fyrir aftan hana má sjá Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Arion banki og Íslandsbanki hafa varað við frumvarpi Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur ferðamálaráðherra sem heimilar ferðaskrifstofum og flugfélögum að endurgreiða viðskiptavinum sínum með inneignarnótum í stað peninga fyrir ferðir sem ekki voru farnar vegna kórónuveirufaraldursins. Bankarnir segja hættu fólgna í frumvarpinu. RÚV greinir frá þessu. Samkvæmt frumvarpi Þórdísar Kolbrúnar gildir inneignarnótan sem fæst í endurgreiðslu í ár. Verði inneignarnótan ekki nýtt innan þess tíma gefst fólki svo kostur á því að fá ferðir sínar endurgreiddar í peningum. Lögmenn bæði Arion og Íslandsbanka telja að frumvarpið geti rýrt þann rétt sem neytendur hafa gagnvart ferðaþjónustufyrirtækjunum. Eins og staðan er núna geta þeir sótt um endurgreiðslu hjá kortafyrirtækjum sínum fyrir ferðir sem ekki voru farnar, en fresturinn til þess er átján mánuðir frá greiðslu. Íslandsbanki hefur skilað inn umsögn þar sem áhyggjum af áhrifum frumvarpsins á neytendur er lýst.Vísir/Vilhelm Vara við tvenns konar réttarskerðingu Lögmenn bankanna segja að frumvarpið geti rýrt rétt neytenda á tvennan hátt. Þeir benda á að fólk muni ekki getað sótt um endurgreiðslu hjá kortafyrirtækjum sínum fyrr en að ári liðnu. Þá geti frestur til að krefjast endurgreiðslu verið liðinn, sökum þess hversu margir bóka og greiða tímanlega fyrir ferðalög sín. Þá er einnig bent á að endurgreiðsla í formi inneignarnótu gæti komið í veg fyrir að fólk fái endurgreiðslu hjá kortafyrirtækjum sínum, en eitt skilyrði þess er að hafa óskað eftir endurgreiðslu hjá seljanda en verið hafnað um hana. „Þá er óvíst hvort alþjóðlegar kortasamsteypur víki frá skilmálum sínum þó svo að lögum einstakra ríkja verði breytt þannig að þau kunni að brjóta gegn skilmálunum. Það er því ljóst að huga þarf að þessum atriðum við meðferð málsins,“ segir í umsögn Íslandsbanka. Þá segir í umsögn Arion banka að bankinn sé mótfallinn frumvarpinu. Eins tekur bankinn undir sjónarmið Neytendastofu um að neytendum séu ekki tryggðar fullar endurgreiðslur í samræmi við lög og skilmála sem í gildi voru þegar kaup áttu sér stað. Samtök ferðaþjónustunnar hafa gefið það út að þau séu fylgjandi frumvarpinu. BSRB, ASÍ og Neytendasamtökin hafa hins vegar lagst gegn því. Íslenskir bankar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Tengdar fréttir Spyr hvernig hægt verði að ferðast innanlands með ferðasjóðinn fastan í ferð sem ekki verður farin „Það er hreint ótrúlegt að einhverjum þyki bara í lagi að ganga á stjórnarskrárvarinn rétt fólks og vilji skikka fólk til að gerast lánveitendur ferðaskrifstofa að þeim forspurðum, vaxtalaust og með óvissu um endurgreiðslu,“ skrifar Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna 7. maí 2020 18:19 Neytendasamtökin með á annað hundrað mála í vinnslu Málum hefur fjölgað um 70 prósent hjá Neytendasamtökunum á þessu ári og varða þau allt að 600 hundruð manns. Flestir leita þangað með endurgreiðslukröfur á fyrirtæki tengdum kórónuveirufaraldrinum. 2. maí 2020 11:15 ESB segir neytendur eiga skýlausan rétt á endurgreiðslu fyrir ferðir sem falla niður Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undirstrikar í dag að flugfélög og seljendur pakkaferða verði að endurgreiða farþegum sínum falli ferðir þeirra niður. 13. maí 2020 11:03 Mest lesið Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira
Arion banki og Íslandsbanki hafa varað við frumvarpi Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur ferðamálaráðherra sem heimilar ferðaskrifstofum og flugfélögum að endurgreiða viðskiptavinum sínum með inneignarnótum í stað peninga fyrir ferðir sem ekki voru farnar vegna kórónuveirufaraldursins. Bankarnir segja hættu fólgna í frumvarpinu. RÚV greinir frá þessu. Samkvæmt frumvarpi Þórdísar Kolbrúnar gildir inneignarnótan sem fæst í endurgreiðslu í ár. Verði inneignarnótan ekki nýtt innan þess tíma gefst fólki svo kostur á því að fá ferðir sínar endurgreiddar í peningum. Lögmenn bæði Arion og Íslandsbanka telja að frumvarpið geti rýrt þann rétt sem neytendur hafa gagnvart ferðaþjónustufyrirtækjunum. Eins og staðan er núna geta þeir sótt um endurgreiðslu hjá kortafyrirtækjum sínum fyrir ferðir sem ekki voru farnar, en fresturinn til þess er átján mánuðir frá greiðslu. Íslandsbanki hefur skilað inn umsögn þar sem áhyggjum af áhrifum frumvarpsins á neytendur er lýst.Vísir/Vilhelm Vara við tvenns konar réttarskerðingu Lögmenn bankanna segja að frumvarpið geti rýrt rétt neytenda á tvennan hátt. Þeir benda á að fólk muni ekki getað sótt um endurgreiðslu hjá kortafyrirtækjum sínum fyrr en að ári liðnu. Þá geti frestur til að krefjast endurgreiðslu verið liðinn, sökum þess hversu margir bóka og greiða tímanlega fyrir ferðalög sín. Þá er einnig bent á að endurgreiðsla í formi inneignarnótu gæti komið í veg fyrir að fólk fái endurgreiðslu hjá kortafyrirtækjum sínum, en eitt skilyrði þess er að hafa óskað eftir endurgreiðslu hjá seljanda en verið hafnað um hana. „Þá er óvíst hvort alþjóðlegar kortasamsteypur víki frá skilmálum sínum þó svo að lögum einstakra ríkja verði breytt þannig að þau kunni að brjóta gegn skilmálunum. Það er því ljóst að huga þarf að þessum atriðum við meðferð málsins,“ segir í umsögn Íslandsbanka. Þá segir í umsögn Arion banka að bankinn sé mótfallinn frumvarpinu. Eins tekur bankinn undir sjónarmið Neytendastofu um að neytendum séu ekki tryggðar fullar endurgreiðslur í samræmi við lög og skilmála sem í gildi voru þegar kaup áttu sér stað. Samtök ferðaþjónustunnar hafa gefið það út að þau séu fylgjandi frumvarpinu. BSRB, ASÍ og Neytendasamtökin hafa hins vegar lagst gegn því.
Íslenskir bankar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Tengdar fréttir Spyr hvernig hægt verði að ferðast innanlands með ferðasjóðinn fastan í ferð sem ekki verður farin „Það er hreint ótrúlegt að einhverjum þyki bara í lagi að ganga á stjórnarskrárvarinn rétt fólks og vilji skikka fólk til að gerast lánveitendur ferðaskrifstofa að þeim forspurðum, vaxtalaust og með óvissu um endurgreiðslu,“ skrifar Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna 7. maí 2020 18:19 Neytendasamtökin með á annað hundrað mála í vinnslu Málum hefur fjölgað um 70 prósent hjá Neytendasamtökunum á þessu ári og varða þau allt að 600 hundruð manns. Flestir leita þangað með endurgreiðslukröfur á fyrirtæki tengdum kórónuveirufaraldrinum. 2. maí 2020 11:15 ESB segir neytendur eiga skýlausan rétt á endurgreiðslu fyrir ferðir sem falla niður Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undirstrikar í dag að flugfélög og seljendur pakkaferða verði að endurgreiða farþegum sínum falli ferðir þeirra niður. 13. maí 2020 11:03 Mest lesið Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira
Spyr hvernig hægt verði að ferðast innanlands með ferðasjóðinn fastan í ferð sem ekki verður farin „Það er hreint ótrúlegt að einhverjum þyki bara í lagi að ganga á stjórnarskrárvarinn rétt fólks og vilji skikka fólk til að gerast lánveitendur ferðaskrifstofa að þeim forspurðum, vaxtalaust og með óvissu um endurgreiðslu,“ skrifar Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna 7. maí 2020 18:19
Neytendasamtökin með á annað hundrað mála í vinnslu Málum hefur fjölgað um 70 prósent hjá Neytendasamtökunum á þessu ári og varða þau allt að 600 hundruð manns. Flestir leita þangað með endurgreiðslukröfur á fyrirtæki tengdum kórónuveirufaraldrinum. 2. maí 2020 11:15
ESB segir neytendur eiga skýlausan rétt á endurgreiðslu fyrir ferðir sem falla niður Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undirstrikar í dag að flugfélög og seljendur pakkaferða verði að endurgreiða farþegum sínum falli ferðir þeirra niður. 13. maí 2020 11:03