Rúnar man vel eftir Twitter-færslu eftir jafntefli gegn Val á Íslandsmeistaratímabilinu Anton Ingi Leifsson skrifar 18. maí 2020 08:30 Rúnar Páll Sigmundsson rifjaði upp ótrúlegt tímabil Stjörnumanna árið 2014 með Gumma Ben í síðustu viku. MYND/STÖÐ 2 SPORT Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var einnig þjálfari liðsins er liðið varð Íslandsmeistari í fyrsta og eina sinn í karlaflokki árið 2014. Í byrjum sumars, eftir jafntefli gegn Val á heimavelli, vildu einhverjir stuðningsmenn fá Rúnar burt og hann man vel eftir því. Rúnar tók við Stjörnunni fyrir tímabilið og gerði sér lítið fyrir og gerði liðið að Íslandsmeisturum en liðið tapaði ekki leik í Pepsi-deildinni allt sumarið. Eftir jafntefli gegn Val í 5. umferð voru ekki allir Stjörnumenn sáttir. „Þarna man ég að það hafi komið einhver færsla á þessum skemmtilega samskiptamiðli, Twitter, um „Rúnar out“ eftir þennan leik. Það man ég vel eftir,“ sagði Rúnar Páll í Sportinu í kvöld þar sem hann ræddi við Gumma Ben um þetta frábæra sumar hjá Stjörnunni. Stjarnan hafði þá unnið tvo fyrstu leikina og gert síðan þrjú jafntefli í röð en Rúnar segist ekki fylgjast mikið með þessum miðlum. Hann hafi heyrt af þessu frá Victor Olsen, framkvæmdarstjóra Stjörnunnar, og sagði Rúnar í kaldhæðnislegum tón að þeir hefðu kannski bara átt að reka hann. „Nei, ekkert. Ég heyrði þetta frá Victori Inga Olsen sem var mikið inn í þessu. Það var eftir þennan leik að fólk myndi fá mig í burtu. Þetta var ekki nógu gott. Þeir hefðu kannski betur átt að gera það.“ Sem betur fer fyrir Stjörnuna gerðu þeir það ekki því eins og áður segir stýrði Rúnar liðinu til síns fyrsta Íslandsmeistaratitils þetta sumar en liðið vann FH í frægum úrslitaleik í Kaplakrika. Klippa: Sportið í kvöld - Rúnar um Twitter Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild karla Stjarnan Sportið í kvöld Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Frá Fram á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Sjá meira
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var einnig þjálfari liðsins er liðið varð Íslandsmeistari í fyrsta og eina sinn í karlaflokki árið 2014. Í byrjum sumars, eftir jafntefli gegn Val á heimavelli, vildu einhverjir stuðningsmenn fá Rúnar burt og hann man vel eftir því. Rúnar tók við Stjörnunni fyrir tímabilið og gerði sér lítið fyrir og gerði liðið að Íslandsmeisturum en liðið tapaði ekki leik í Pepsi-deildinni allt sumarið. Eftir jafntefli gegn Val í 5. umferð voru ekki allir Stjörnumenn sáttir. „Þarna man ég að það hafi komið einhver færsla á þessum skemmtilega samskiptamiðli, Twitter, um „Rúnar out“ eftir þennan leik. Það man ég vel eftir,“ sagði Rúnar Páll í Sportinu í kvöld þar sem hann ræddi við Gumma Ben um þetta frábæra sumar hjá Stjörnunni. Stjarnan hafði þá unnið tvo fyrstu leikina og gert síðan þrjú jafntefli í röð en Rúnar segist ekki fylgjast mikið með þessum miðlum. Hann hafi heyrt af þessu frá Victor Olsen, framkvæmdarstjóra Stjörnunnar, og sagði Rúnar í kaldhæðnislegum tón að þeir hefðu kannski bara átt að reka hann. „Nei, ekkert. Ég heyrði þetta frá Victori Inga Olsen sem var mikið inn í þessu. Það var eftir þennan leik að fólk myndi fá mig í burtu. Þetta var ekki nógu gott. Þeir hefðu kannski betur átt að gera það.“ Sem betur fer fyrir Stjörnuna gerðu þeir það ekki því eins og áður segir stýrði Rúnar liðinu til síns fyrsta Íslandsmeistaratitils þetta sumar en liðið vann FH í frægum úrslitaleik í Kaplakrika. Klippa: Sportið í kvöld - Rúnar um Twitter Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild karla Stjarnan Sportið í kvöld Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Frá Fram á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Sjá meira