KSÍ samþykkti á fundi sínum fyrir helgi að leyfa allt að fimm skiptingar í efstu deildum karla og kvenna í fótboltanum hér heima þetta tímabilið.
FIFA veitti félögunum tímabundna heimild til þess að fjölga skiptingunum í deildum innan sambanda og nú hefur stjórn KSÍ samþykkt þessa heimild.
Stjórnin hefur veitt skrifstofu KSÍ og laga-og leikreglanefnd að undirbúa þær reglubreytingar sem þarf til þess að þetta verði mögulegt en einungis má hvert lið stöðva leikinn í þrígang.
Fimm skiptingarnar voru í fyrsta sinn notaðar í Þýskalandi um helgina en áhorfendur geta því reiknað með að sjá fimm skiptingar í efstu deildum Íslandsmótsins í sumar.
Allt að fimm skiptingar leyfilegar https://t.co/0hgTGE8M3t
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) May 18, 2020