Segir Heimi hafa gert mistök með liðsvalinu gegn Nígeríu: „Veit ekki hvort þetta var vanmat“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. maí 2020 14:30 Kári í leiknum gegn Nígeríu í Volgograd á HM 2018. vísir/vilhelm Kári Árnason segir að Heimir Hallgrímsson hafi gert mistök með liðsvali sínu fyrir leikinn gegn Nígeríu á HM 2018. Þetta kom fram í hlaðvarpinu Draumaliðið þar sem Kári ræddi við Jóhann Skúla Jónsson. Sem frægt er gerði Ísland 1-1 jafntefli við Argentínu í fyrsta leik sínum á HM í Rússlandi. Emil Hallfreðsson lék þá afar vel á miðjunni með Aroni Einari Gunnarssyni og Gylfa Þór Sigurðssyni. Emil var hins vegar tekinn út úr byrjunarliðinu fyrir leikinn gegn Nígeríumönnum og í hans stað kom framherjinn Jón Daði Böðvarsson. „Það eru taktískir hlutir sem maður pirrar sig á svona eftir á. Gylfi og Aron voru tæpir og ekki í sínu besta formi. Við spiluðum með fjögurra manna miðju á móti gríðarlega líkamlegu sterku og hraustu liði Nígeríu,“ sagði Kári. „Ég veit ekki hvort það var vanmat en eigum við bara að keyra yfir Nígeríu? Það gekk vel með fimm manna miðju gegn Argentínu og vitandi að við vorum að fara spila á móti svona líkamlega öflugu liði, að þétta ekki miðjuna.“ Staðan í hálfleik var markalaus en í seinni hálfleik virtust Íslendingar sprungnir og Nígeríumenn skoruðu tvö mörk. „Það tekur rosalega mikið á að spila svona, á móti þremur miðjumönnum. Þetta opnaðist allt,“ sagði Kári. Ahmed Musa skoraði bæði mörk Nígeríu gegn Íslandi, það fyrra á 49. mínútu og það síðara stundarfjórðungi fyrir leikslok. Íslendingar fengu gullið tækifæri til að minnka muninn en Gylfi skaut í slá úr vítaspyrnu á 83. mínútu. Ísland féll svo úr leik á HM eftir 2-1 tap fyrir Króatíu í lokaleik sínum í D-riðli. Íslendingar enduðu í neðsta sæti hans með eitt stig. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Kári Árna gagnrýndi valið á HM hópnum 2018: Kjúklingur frekar en Kolbeinn Kári Árnason, leikmaður bikarmeistara Víkings og íslenska landsliðsins, var ekki alveg sáttur við valið á HM-hóp Íslands á heimsmeistaramótinu í Rússlandi fyrir tveimur árum. 19. maí 2020 13:00 Mest lesið Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Enski boltinn Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Fótbolti „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Körfubolti Fleiri fréttir Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Inter tók toppsætið aftur af nágrönnum sínum Loksins kamerúnskur sigur á móti Suður-Afríku „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ Hetjudáðir Brahim Diaz halda áfram í Afríkukeppninni „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Hetja Read Madrid í sumar fékk loksins tækifæri og nýtti það Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Brassinn var áfram í stuði þegar Brentford afgreiddi Everton Fullt af leikjum frestað í frostinu Varamaður Alberts skoraði sigurmarkið Þrjú rauð spjöld og Conte í slagsmálum Ingimar Stöle semur við Val Sesko var rangstæður og Cunha skilur ekkert Alfons og Willum fögnuðu sigri gegn toppliðinu Sanngjarnt jafntefli eftir stangarskot og mikla spennu „Einn besti markmaður heims“ Cristiano Ronaldo leit út eins og byrjandi í boltanum Arteta segir Declan Rice vera einn þann besta í heimi Tíu Malímenn lentu undir en unnu samt Börsungar björguðu sér með tveimur mörkum í lokin Declan Rice var hetjan þegar Arsenal náði sex stiga forskoti Þórir og félagar tóku stig af Juventus Sjá meira
Kári Árnason segir að Heimir Hallgrímsson hafi gert mistök með liðsvali sínu fyrir leikinn gegn Nígeríu á HM 2018. Þetta kom fram í hlaðvarpinu Draumaliðið þar sem Kári ræddi við Jóhann Skúla Jónsson. Sem frægt er gerði Ísland 1-1 jafntefli við Argentínu í fyrsta leik sínum á HM í Rússlandi. Emil Hallfreðsson lék þá afar vel á miðjunni með Aroni Einari Gunnarssyni og Gylfa Þór Sigurðssyni. Emil var hins vegar tekinn út úr byrjunarliðinu fyrir leikinn gegn Nígeríumönnum og í hans stað kom framherjinn Jón Daði Böðvarsson. „Það eru taktískir hlutir sem maður pirrar sig á svona eftir á. Gylfi og Aron voru tæpir og ekki í sínu besta formi. Við spiluðum með fjögurra manna miðju á móti gríðarlega líkamlegu sterku og hraustu liði Nígeríu,“ sagði Kári. „Ég veit ekki hvort það var vanmat en eigum við bara að keyra yfir Nígeríu? Það gekk vel með fimm manna miðju gegn Argentínu og vitandi að við vorum að fara spila á móti svona líkamlega öflugu liði, að þétta ekki miðjuna.“ Staðan í hálfleik var markalaus en í seinni hálfleik virtust Íslendingar sprungnir og Nígeríumenn skoruðu tvö mörk. „Það tekur rosalega mikið á að spila svona, á móti þremur miðjumönnum. Þetta opnaðist allt,“ sagði Kári. Ahmed Musa skoraði bæði mörk Nígeríu gegn Íslandi, það fyrra á 49. mínútu og það síðara stundarfjórðungi fyrir leikslok. Íslendingar fengu gullið tækifæri til að minnka muninn en Gylfi skaut í slá úr vítaspyrnu á 83. mínútu. Ísland féll svo úr leik á HM eftir 2-1 tap fyrir Króatíu í lokaleik sínum í D-riðli. Íslendingar enduðu í neðsta sæti hans með eitt stig.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Kári Árna gagnrýndi valið á HM hópnum 2018: Kjúklingur frekar en Kolbeinn Kári Árnason, leikmaður bikarmeistara Víkings og íslenska landsliðsins, var ekki alveg sáttur við valið á HM-hóp Íslands á heimsmeistaramótinu í Rússlandi fyrir tveimur árum. 19. maí 2020 13:00 Mest lesið Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Enski boltinn Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Fótbolti „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Körfubolti Fleiri fréttir Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Inter tók toppsætið aftur af nágrönnum sínum Loksins kamerúnskur sigur á móti Suður-Afríku „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ Hetjudáðir Brahim Diaz halda áfram í Afríkukeppninni „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Hetja Read Madrid í sumar fékk loksins tækifæri og nýtti það Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Brassinn var áfram í stuði þegar Brentford afgreiddi Everton Fullt af leikjum frestað í frostinu Varamaður Alberts skoraði sigurmarkið Þrjú rauð spjöld og Conte í slagsmálum Ingimar Stöle semur við Val Sesko var rangstæður og Cunha skilur ekkert Alfons og Willum fögnuðu sigri gegn toppliðinu Sanngjarnt jafntefli eftir stangarskot og mikla spennu „Einn besti markmaður heims“ Cristiano Ronaldo leit út eins og byrjandi í boltanum Arteta segir Declan Rice vera einn þann besta í heimi Tíu Malímenn lentu undir en unnu samt Börsungar björguðu sér með tveimur mörkum í lokin Declan Rice var hetjan þegar Arsenal náði sex stiga forskoti Þórir og félagar tóku stig af Juventus Sjá meira
Kári Árna gagnrýndi valið á HM hópnum 2018: Kjúklingur frekar en Kolbeinn Kári Árnason, leikmaður bikarmeistara Víkings og íslenska landsliðsins, var ekki alveg sáttur við valið á HM-hóp Íslands á heimsmeistaramótinu í Rússlandi fyrir tveimur árum. 19. maí 2020 13:00