Lífið

Blind fjórtán ára stúlka heillaði salinn með fallegum flutningi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Einstaklega falleg áheyrnaprufa. 
Einstaklega falleg áheyrnaprufa. 

Sirine Jahangir er 14 ára ung kona sem missti sjónina ung að aldri. Hún mætti í áheyrnaprufu í breska raunveruleikaþættinum Britain´s Got Talent á dögunum og má með sanni segja að hún hafi heillað alla í salnum, og þá sérstaklega fjórmenningana í dómnefndinni.

Jahangir flutti eigin útgáfu af laginu Salvation og lék á píanónið í leiðinni. Hún var mætt í keppninni með mikinn stuðning frá fjölskyldumeðlimum í salnum.

Og sjá mátti tár á hvarmi á mörgum áhorfendum þegar hún flutti lagið. Jahangir flaug áfram í keppninni og vildu allir dómararnir sjá hana halda áfram en hér að neðan má sjá prufuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×