„Blessunarlega voru ekki Instagram og samfélagsmiðlar á þessum tíma“ Anton Ingi Leifsson skrifar 17. apríl 2020 09:30 Arnar gerði upp ferilinn sinn í Sportinu í kvöld. vísir/s2s Arnar Gunnlaugsson segir að hann og tvíburabróðir Bjarki Gunnlaugsson hafi notið góðs af því að engir samfélagsmiðlar hafi verið þegar þeir bræðurnir voru að alast upp. Þeir hafi verið barnastjörnur og hafi fengið að æfa í friði. Arnar var gestur í Sportinu í kvöld hjá Rikka G í gærkvöldi þar sem var farið yfir víðan völl. Þeir fóru meðal annars yfir uppvaxtarrárin á Skaganum en það var ljóst ansi snemma að þeir bræður ættu góða möguleika að fara í atvinnumennsku og voru þeir þekktir upp á Skaga fyrir sína hæfileika. „Við vorum ekkert skemmtilegustu unglingar í heimi. Við vorum gríðarlega fókuseraðir að ná langt. Blessunarlega voru ekki Instagram og þessir samfélagsmiðlar á þessum tíma eins og eru í dag,“ sagði Arnar en bræðurnir voru ansi þekktir á sínum yngri árum og er hann þakklátur fyrir að samfélagsmiðlarnir hafi ekki verið komnir. „Ég segi blessunarlega því við vorum smá barnastjörnur og það var snemma ljóst frá sex til sjö ára aldri að við myndum eiga möguleika á að ná langt. Við tókum alla leið. Við sökktum okkur í allar upplýsingar sem við gátum um fótbolta og æfðum mjög vel.“ „Sumir myndu segja að við höfum æft of vel og við æfðum kannski of mikið og kolvitlaust. Þá varð bara eitthvað að víkja og þegar félagslífið tekur við, fimmtán til sextán ára, þá vorum við frekar heima að horfa á Bjarna Fel og úti í garði að leika okkur í fótbolta í stað þess að fara út að djamma.“ Bræðurnir enduðu á því að semja við Feyenoord í Hollandi þegar þeir voru nítján ára gamlir. Klippa: Sportið í kvöld - Arnar um yngri árin Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Íslenski boltinn Sportið í kvöld Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Valur - Breiðablik | Nýkrýndir meistarar mæta á Hlíðarenda FH - Víkingur | FH-ingar vilja tryggja sér annað sætið Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Sjá meira
Arnar Gunnlaugsson segir að hann og tvíburabróðir Bjarki Gunnlaugsson hafi notið góðs af því að engir samfélagsmiðlar hafi verið þegar þeir bræðurnir voru að alast upp. Þeir hafi verið barnastjörnur og hafi fengið að æfa í friði. Arnar var gestur í Sportinu í kvöld hjá Rikka G í gærkvöldi þar sem var farið yfir víðan völl. Þeir fóru meðal annars yfir uppvaxtarrárin á Skaganum en það var ljóst ansi snemma að þeir bræður ættu góða möguleika að fara í atvinnumennsku og voru þeir þekktir upp á Skaga fyrir sína hæfileika. „Við vorum ekkert skemmtilegustu unglingar í heimi. Við vorum gríðarlega fókuseraðir að ná langt. Blessunarlega voru ekki Instagram og þessir samfélagsmiðlar á þessum tíma eins og eru í dag,“ sagði Arnar en bræðurnir voru ansi þekktir á sínum yngri árum og er hann þakklátur fyrir að samfélagsmiðlarnir hafi ekki verið komnir. „Ég segi blessunarlega því við vorum smá barnastjörnur og það var snemma ljóst frá sex til sjö ára aldri að við myndum eiga möguleika á að ná langt. Við tókum alla leið. Við sökktum okkur í allar upplýsingar sem við gátum um fótbolta og æfðum mjög vel.“ „Sumir myndu segja að við höfum æft of vel og við æfðum kannski of mikið og kolvitlaust. Þá varð bara eitthvað að víkja og þegar félagslífið tekur við, fimmtán til sextán ára, þá vorum við frekar heima að horfa á Bjarna Fel og úti í garði að leika okkur í fótbolta í stað þess að fara út að djamma.“ Bræðurnir enduðu á því að semja við Feyenoord í Hollandi þegar þeir voru nítján ára gamlir. Klippa: Sportið í kvöld - Arnar um yngri árin Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Íslenski boltinn Sportið í kvöld Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Valur - Breiðablik | Nýkrýndir meistarar mæta á Hlíðarenda FH - Víkingur | FH-ingar vilja tryggja sér annað sætið Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Sjá meira