Michael Owen: Nú geta hin liðin í Meistaradeildinni andað léttar þegar besta lið Evrópu er úr leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. mars 2020 23:30 Michael Owen í leikmannagöngunum á Anfield en hann hjálpaði félaginu að vinna nokkra af þessum titlum. Getty/LFC Foundation/ Michael Owen, fyrrum leikmaður og Evrópumeistari með Liverpool, hrósaði liðinu mikið fyrir leikinn á móti Atletico Madrid í gærkvöldi þrátt fyrir að liðið hafi dottið út úr sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Liverpool liðið var í stórsókn allan leikinn á Anfield í gær og komst í 2-0 sem hefði dugað liðinu til að vinna sér sæti í átta liða úrslitunum. Atletico Madrid skoraði hins vegar þrjú mörk í framlengingunni, vann leikinn 3-2 og sló ríkjandi Evrópumeistara úr leik. Þetta var leikur tveggja markavarða. Jan Oblak var í heimsklassa formi í marki Atletico Madrid og hélt sínu liði á floti en Adrian gerði risamistök sem breyttu öll til hins verra fyrir Liverpool. Some will agree with Michael Owen; others will think he's talking a load of codswallop https://t.co/BiLjj4HJHG #LFC #LIVATL #UCL— TEAMtalk (@TEAMtalk) March 12, 2020 Michael Owen ræddi við BT Sport eftir leikinn. „Það er engin spurning um það að öll stóru liðin í Evrópu hafa landað eftir eftir þessi úrslit og að Liverpool sé úr leik. Ég er í engum vafa um að Liverpool sé besta liðið í Evrópu á þessari stundu,“ sagði Michael Owen. „Já, þeir unnu þetta tveggja leikja einvígi en Liverpool er samt sem áður besta liðið í Evrópu og liðið var stórkostlegt í 90 mínútur,“ sagði Owen. Michael Owen er líka á því að úrslitin hefðu verið allt önnur ef Alisson hefði staðið í marki Liverpool liðsins í þessum leik. „Ef Alisson spilar þá vinnur Liverpool. Eins og Rio [Ferdinand] sagði þá var voru markverðirnir munurinn á þessum tveimur liðum,“ sagði Owen. Michael Owen er uppalinn hjá Liverpool og lék með félaginu frá 1996 til 2004. Hann skoraði 158 mörk í 297 leikjum með Liverpool og vann sex titla með félaginu. Hann fór frá Liverpool til Real Madrid en var aldrei litinn sömu augum í Liverpool borg eftir að hann valdi fyrst að fara frekar til Newcastle þegar hann kom aftur heima til Englands og enn frekar eftir að hann samdi við Manchester United árið 2009. Liverpool hefur aldrei unnið ensku úrvalsdeildina en Michael Owen vann hana með Manchester United vorið 2011. Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sjá meira
Michael Owen, fyrrum leikmaður og Evrópumeistari með Liverpool, hrósaði liðinu mikið fyrir leikinn á móti Atletico Madrid í gærkvöldi þrátt fyrir að liðið hafi dottið út úr sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Liverpool liðið var í stórsókn allan leikinn á Anfield í gær og komst í 2-0 sem hefði dugað liðinu til að vinna sér sæti í átta liða úrslitunum. Atletico Madrid skoraði hins vegar þrjú mörk í framlengingunni, vann leikinn 3-2 og sló ríkjandi Evrópumeistara úr leik. Þetta var leikur tveggja markavarða. Jan Oblak var í heimsklassa formi í marki Atletico Madrid og hélt sínu liði á floti en Adrian gerði risamistök sem breyttu öll til hins verra fyrir Liverpool. Some will agree with Michael Owen; others will think he's talking a load of codswallop https://t.co/BiLjj4HJHG #LFC #LIVATL #UCL— TEAMtalk (@TEAMtalk) March 12, 2020 Michael Owen ræddi við BT Sport eftir leikinn. „Það er engin spurning um það að öll stóru liðin í Evrópu hafa landað eftir eftir þessi úrslit og að Liverpool sé úr leik. Ég er í engum vafa um að Liverpool sé besta liðið í Evrópu á þessari stundu,“ sagði Michael Owen. „Já, þeir unnu þetta tveggja leikja einvígi en Liverpool er samt sem áður besta liðið í Evrópu og liðið var stórkostlegt í 90 mínútur,“ sagði Owen. Michael Owen er líka á því að úrslitin hefðu verið allt önnur ef Alisson hefði staðið í marki Liverpool liðsins í þessum leik. „Ef Alisson spilar þá vinnur Liverpool. Eins og Rio [Ferdinand] sagði þá var voru markverðirnir munurinn á þessum tveimur liðum,“ sagði Owen. Michael Owen er uppalinn hjá Liverpool og lék með félaginu frá 1996 til 2004. Hann skoraði 158 mörk í 297 leikjum með Liverpool og vann sex titla með félaginu. Hann fór frá Liverpool til Real Madrid en var aldrei litinn sömu augum í Liverpool borg eftir að hann valdi fyrst að fara frekar til Newcastle þegar hann kom aftur heima til Englands og enn frekar eftir að hann samdi við Manchester United árið 2009. Liverpool hefur aldrei unnið ensku úrvalsdeildina en Michael Owen vann hana með Manchester United vorið 2011.
Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sjá meira