Burst hjá United | Grátlegt tap FCK í Tyrklandi Anton Ingi Leifsson skrifar 12. mars 2020 19:45 vísir/getty Manchester United er í þægilegri stöðu eftir fyrri leikinn gegn LASK frá Austurríki í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar en United vann 5-0 sigur í kvöld. Leikið var fyrir luktum dyrum í Austurríki vegna kórónuveirunnar en Odion Ighalo skoraði fyrsta markið á 28. mínútu með glæsilegu skoti í slá og inn. Þannig stóðu leikar í hálfleik. Annað mark Manchester United skoraði Daniel James á 58. mínútu eftir laglega skyndisókn en Wales-verjinn hafði ekki skorað í síðustu 33 leikjum. Juan Mata skoraði þriðja markið átta mínútum fyrir leikslok eftir laglegt spil. Veislunni var ekki lokið því Mason Greenwood bætti við fjórða marki United í uppbótartíma og skömmu síðar var Andreas Pereira á skotskónum eftir undirbúning Fred. Lokatölur 5-0 og ljóst að Man. United er með annan fótinn og rúmlega það inn í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar en nú er spurning hvort að síðari leikurinn muni fara fram í næstu viku. FCK er 1-0 undir gegn stjörnuprýddu liði Istanbul Basaksehir. Sigurmarkið skoraði Edin Visca úr umdeildri vítaspyrnu á 88. mínútu eftir að brotið var á Demba Ba. Ragnar Sigurðsson var ekki í leikmannahópi FCK vegna meiðsla. Basel gerði sér lítið fyrir og vann 3-0 sigur á Frankfurt á útivelli. Samuele Campo kom Basel yfir í fyrri hálfleik og í síðari hálfleik bættu þeir Kevin Bua og Fabian Frei við sitthvoru markinu.
Manchester United er í þægilegri stöðu eftir fyrri leikinn gegn LASK frá Austurríki í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar en United vann 5-0 sigur í kvöld. Leikið var fyrir luktum dyrum í Austurríki vegna kórónuveirunnar en Odion Ighalo skoraði fyrsta markið á 28. mínútu með glæsilegu skoti í slá og inn. Þannig stóðu leikar í hálfleik. Annað mark Manchester United skoraði Daniel James á 58. mínútu eftir laglega skyndisókn en Wales-verjinn hafði ekki skorað í síðustu 33 leikjum. Juan Mata skoraði þriðja markið átta mínútum fyrir leikslok eftir laglegt spil. Veislunni var ekki lokið því Mason Greenwood bætti við fjórða marki United í uppbótartíma og skömmu síðar var Andreas Pereira á skotskónum eftir undirbúning Fred. Lokatölur 5-0 og ljóst að Man. United er með annan fótinn og rúmlega það inn í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar en nú er spurning hvort að síðari leikurinn muni fara fram í næstu viku. FCK er 1-0 undir gegn stjörnuprýddu liði Istanbul Basaksehir. Sigurmarkið skoraði Edin Visca úr umdeildri vítaspyrnu á 88. mínútu eftir að brotið var á Demba Ba. Ragnar Sigurðsson var ekki í leikmannahópi FCK vegna meiðsla. Basel gerði sér lítið fyrir og vann 3-0 sigur á Frankfurt á útivelli. Samuele Campo kom Basel yfir í fyrri hálfleik og í síðari hálfleik bættu þeir Kevin Bua og Fabian Frei við sitthvoru markinu.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Sjá meira