Svona var matseðillinn á Hótel Borg 1944 Stefán Árni Pálsson skrifar 25. maí 2020 12:31 Hótel Borg er 90 ára í dag. Í dag eru 90 ár liðin frá opnun Hótel Borgar við Austurvöll. Í tilefni dagsins verður opið hús á milli klukkan 16:30 og 19:00 og mun Stefán Pálsson sagnfræðingur segja sögu Hótel Borgar og leiða gesti um húsið. Þetta kemur fram í tilkynningu Hótel Borgar. Sigríður Thorlacius, Guðmundur Óskar og Ómar Guðjónson munu syngja og spila lögin sem ómað hafa á Hótel Borg í gegnum tíðina. Hótelið var opnað í maí 1930 eða rétt fyrir 1000 ára afmæli Alþingis. Það þótti mikið afrek en húsið var opnað 18 mánuðum eftir að framkvæmdir hófust. Von var á miklum fjölda vegna Alþingshátíðarinnar, þar á meðal erlendu kóngafólki og var því mikið kappsmál að bjóða upp á gistingu sem myndi hæfa slíkum gestum. Jóhannes Jósefsson glímukappi, sem ætíð var kenndur við Borg, lagði allt sitt fé í að reisa Hótel Borg í Reykjavík og rak það næstu þrjátíu árin, eða þar til hann settist í helgan stein árið 1960. Jóhannes á Borg ásamt eiginkonu sinni Karólínu Amalíu Guðlaugsdóttur. Fjörutíu herbergja lúxushótelið var hannað af Guðjóni Samúelssyni og voru húsakynnin glæsilegri en fólk átti að venjast hér á landi. Mikið var lagt í alla innanstokksmuni, skreytingar, borðbúnað og listmuni. Lengi vel var Borgin eina löglega vínveitingahúsið á landinu og lykilstofnun í öllu skemmtanalífi og tónlistarsögu hér á landi. Allar fínni samkomur voru haldnar á Borginni og það er ekki fyrr en í kringum 1950 að það fleiri valkostir verða mögulegir. Þegar breski herinn gekk hér á land þann 10. maí 1940 lagði hann undir sig Hótel Borg ásamt fleiri byggingar eins og Austurbæjarskóla, Miðbæjarskóla og Menntaskólann í Reykjavík. Hótel Borg hefur að geyma mikla sögu og hafa flestir Íslendingar einhverjar minningar þaðan. Í dag er Hótel Borg eitt af hótelum Keahótela sem reka tíu hótel um land allt. Hér að neðan má sjá hvernig matseðillinn leit út á Hótel Borg fyrir nokkrum áratugum. Matseðillinn árið 1944. Matseðillinn árið 1953. Tímamót Matur Reykjavík Einu sinni var... Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Sjá meira
Í dag eru 90 ár liðin frá opnun Hótel Borgar við Austurvöll. Í tilefni dagsins verður opið hús á milli klukkan 16:30 og 19:00 og mun Stefán Pálsson sagnfræðingur segja sögu Hótel Borgar og leiða gesti um húsið. Þetta kemur fram í tilkynningu Hótel Borgar. Sigríður Thorlacius, Guðmundur Óskar og Ómar Guðjónson munu syngja og spila lögin sem ómað hafa á Hótel Borg í gegnum tíðina. Hótelið var opnað í maí 1930 eða rétt fyrir 1000 ára afmæli Alþingis. Það þótti mikið afrek en húsið var opnað 18 mánuðum eftir að framkvæmdir hófust. Von var á miklum fjölda vegna Alþingshátíðarinnar, þar á meðal erlendu kóngafólki og var því mikið kappsmál að bjóða upp á gistingu sem myndi hæfa slíkum gestum. Jóhannes Jósefsson glímukappi, sem ætíð var kenndur við Borg, lagði allt sitt fé í að reisa Hótel Borg í Reykjavík og rak það næstu þrjátíu árin, eða þar til hann settist í helgan stein árið 1960. Jóhannes á Borg ásamt eiginkonu sinni Karólínu Amalíu Guðlaugsdóttur. Fjörutíu herbergja lúxushótelið var hannað af Guðjóni Samúelssyni og voru húsakynnin glæsilegri en fólk átti að venjast hér á landi. Mikið var lagt í alla innanstokksmuni, skreytingar, borðbúnað og listmuni. Lengi vel var Borgin eina löglega vínveitingahúsið á landinu og lykilstofnun í öllu skemmtanalífi og tónlistarsögu hér á landi. Allar fínni samkomur voru haldnar á Borginni og það er ekki fyrr en í kringum 1950 að það fleiri valkostir verða mögulegir. Þegar breski herinn gekk hér á land þann 10. maí 1940 lagði hann undir sig Hótel Borg ásamt fleiri byggingar eins og Austurbæjarskóla, Miðbæjarskóla og Menntaskólann í Reykjavík. Hótel Borg hefur að geyma mikla sögu og hafa flestir Íslendingar einhverjar minningar þaðan. Í dag er Hótel Borg eitt af hótelum Keahótela sem reka tíu hótel um land allt. Hér að neðan má sjá hvernig matseðillinn leit út á Hótel Borg fyrir nokkrum áratugum. Matseðillinn árið 1944. Matseðillinn árið 1953.
Tímamót Matur Reykjavík Einu sinni var... Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Sjá meira