Enn súr og svekktur út í Benitez fimmtán árum eftir „kraftaverkið í Istanbul“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. maí 2020 14:30 Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, með bikarinn eftir sigur Liverpool í Meistaradeildinni 2005 en Stephen Warnock var hvergi sjáanlegur í fögnuðinum eftir leik. Getty/Rebecca Naden Í gær voru liðin fimmtán ár síðan að Liverpool lenti 3-0 undir í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í knattspyrnu en tókst að jafna í 3-3 og tryggja sér síðan Evrópumeistaratitilinn í vítaspyrnukeppni. Flestir leikmenn Liverpool frá þessum tíma hugsa eflaust til baka til þessa kvölds með sælusvip en það einn leikmaður liðsins frá 2004-05 tímabilinu sem enn súr og svekktur út í knattspyrnustjórann Rafael Benitez. Sá leikmaður heitir Stephen Warnock og átti að vera með í hópnum áður en Rafael Benitez henti honum út á síðustu stundu. Warnock er nú 38 ára gamall, yfirgaf Liverpool 2007 og hætti að spila fyrir tveimur árum síðan. Hann spilaði 30 leiki með Liverpool 2004-05 þar af fjóra í Evrópukeppninni. Úrslitaleikurinn í Istanbul var hins vegar ekki einn af þeim. Stephen Warnock says he still hurts after being controversially left out of Liverpool s 2005 Champions League final squad. https://t.co/ACSaRQN7kf— TEAMtalk (@TEAMtalk) May 25, 2020 Stephen Warnock var upphaflega í leikmannahópnum en Benitez henti honum síðan út fyrir Josemi skömmu fyrir leik. „Þegar ég heyri fólk lýsa þessu sem einu af bestu kvöldunum í sögu Liverpool þá sárnar mér enn. Það er ennþá erfitt að sætta sig við þetta og það er sjokkerandi hvernig var tekið á þessu,“ sagði Stephen Warnock. „Ég var í upphaflega hópnum þegar hann var tilkynntur á æfingasvæðinu nokkrum dögum fyrir leikinn. Ég var himinlifandi með það. Síðan nokkrum klukkutímum síðar þá fékk ég símtal frá aðstoðarmanni Rafa Benitez, Pako Ayesteran, sem sagði að þeir hefðu gert mistök. Josemi kom í staðinn fyrir mig,“ sagði Stephen Warnock. NEW: Stephen Warnock explains Rafa Benitez s error before 2005 CL final.https://t.co/T7c1LyxodO— Anfield Watch (@AnfieldWatch) May 26, 2020 „Þetta var súrt en ekki síst þar sem Rafa hafði ekki mann í sér til að hringja í mig sjálfur. Hann talaði aðeins við mig á vellinum eftir leik en ég var í engu skapi til þess enda sauð enn á mér,“ sagði Warnock. „Ég var sjóðandi allan leikinn. Ekki misskilja mig, þetta var aldrei þannig að ég óskaði þess að þeir töpuðu. Liverpool var minn klúbbur og þetta voru liðsfélagarnir mínir. Það er aftur á móti sárt þegar þú færð ekki að vera með og ég var að hugsa um það allan leikinn. Ég nánast tók ekki eftir því sem var að gerast inn á vellinum,“ sagði Warnock. „Ef þið horfið á fögnuðinn eftir leikinn, þá er fullt af fólki á myndunum en ég sést hvergi. Ég gat bara ekki verið þarna,“ sagði Stephen Warnock. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Fleiri fréttir Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Sjá meira
Í gær voru liðin fimmtán ár síðan að Liverpool lenti 3-0 undir í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í knattspyrnu en tókst að jafna í 3-3 og tryggja sér síðan Evrópumeistaratitilinn í vítaspyrnukeppni. Flestir leikmenn Liverpool frá þessum tíma hugsa eflaust til baka til þessa kvölds með sælusvip en það einn leikmaður liðsins frá 2004-05 tímabilinu sem enn súr og svekktur út í knattspyrnustjórann Rafael Benitez. Sá leikmaður heitir Stephen Warnock og átti að vera með í hópnum áður en Rafael Benitez henti honum út á síðustu stundu. Warnock er nú 38 ára gamall, yfirgaf Liverpool 2007 og hætti að spila fyrir tveimur árum síðan. Hann spilaði 30 leiki með Liverpool 2004-05 þar af fjóra í Evrópukeppninni. Úrslitaleikurinn í Istanbul var hins vegar ekki einn af þeim. Stephen Warnock says he still hurts after being controversially left out of Liverpool s 2005 Champions League final squad. https://t.co/ACSaRQN7kf— TEAMtalk (@TEAMtalk) May 25, 2020 Stephen Warnock var upphaflega í leikmannahópnum en Benitez henti honum síðan út fyrir Josemi skömmu fyrir leik. „Þegar ég heyri fólk lýsa þessu sem einu af bestu kvöldunum í sögu Liverpool þá sárnar mér enn. Það er ennþá erfitt að sætta sig við þetta og það er sjokkerandi hvernig var tekið á þessu,“ sagði Stephen Warnock. „Ég var í upphaflega hópnum þegar hann var tilkynntur á æfingasvæðinu nokkrum dögum fyrir leikinn. Ég var himinlifandi með það. Síðan nokkrum klukkutímum síðar þá fékk ég símtal frá aðstoðarmanni Rafa Benitez, Pako Ayesteran, sem sagði að þeir hefðu gert mistök. Josemi kom í staðinn fyrir mig,“ sagði Stephen Warnock. NEW: Stephen Warnock explains Rafa Benitez s error before 2005 CL final.https://t.co/T7c1LyxodO— Anfield Watch (@AnfieldWatch) May 26, 2020 „Þetta var súrt en ekki síst þar sem Rafa hafði ekki mann í sér til að hringja í mig sjálfur. Hann talaði aðeins við mig á vellinum eftir leik en ég var í engu skapi til þess enda sauð enn á mér,“ sagði Warnock. „Ég var sjóðandi allan leikinn. Ekki misskilja mig, þetta var aldrei þannig að ég óskaði þess að þeir töpuðu. Liverpool var minn klúbbur og þetta voru liðsfélagarnir mínir. Það er aftur á móti sárt þegar þú færð ekki að vera með og ég var að hugsa um það allan leikinn. Ég nánast tók ekki eftir því sem var að gerast inn á vellinum,“ sagði Warnock. „Ef þið horfið á fögnuðinn eftir leikinn, þá er fullt af fólki á myndunum en ég sést hvergi. Ég gat bara ekki verið þarna,“ sagði Stephen Warnock.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Fleiri fréttir Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Sjá meira