Jimmy Fallon biðst innilegrar afsökunar á 20 ára gömlum skets Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. maí 2020 08:58 Jimmy Fallon í gervi Chris Rock í sjónvarpsþættinum SNL árið 2000. Skjáskot Bandaríski spjallþáttastjórnandinn Jimmy Fallon baðst í gær afsökunar á því að hafa brugðið sér í svokallað „blackface“-gervi í sjónvarpsþættinum Saturday Night Live, hvar hann var leikari um árabil, árið 2000. Myndband af umræddu atriði gekk í endurnýjun lífdaga á samfélagsmiðlum á mánudag og í kjölfarið kölluðu margir eftir því að Fallon segði af sér sem stjórnandi spjallþáttarins Tonight Show. Í atriðinu bregður Fallon sér í gervi Chris Rock, grínista og meðleikara hans í þáttunum á sínum tíma, og hefur látið dekkja talsvert á sér húðina til að líkjast Rock, sem er svartur. Slíkt er iðulega kallað „blackface“, þ.e. þegar hvítt fólk málar sig dökkt til að líkjast svörtu fólki, og þykir athæfið grundvallast á kynþáttafordómum. Það á sér einkum langa sögu í Bandaríkjunum. Hluta úr umræddu atriði má sjá hér að neðan. Jimmy Fallon Blackface,,, pic.twitter.com/jwr0OiNxfE— BrokenVolume (@BrokenVolume) February 9, 2019 Fallon birti í kjölfarið yfirlýsingu á Twitter-reikningi sínum í gær og baðst afsökunar á hinu 20 ára gamla innslagi. „Árið 2000, þegar ég var í SNL, tók ég þá hræðilegu ákvörðun að herma eftir Chris Rock, í „blackface“. Það er ekki hægt að afsaka þetta. Mér þykir mjög fyrir því að hafa tekið þessa óumdeilanlega særandi ákvörðun og þakka ykkur öllum fyrir að gera mig ábyrgan fyrir henni,“ skrifaði Fallon á Twitter. In 2000, while on SNL, I made a terrible decision to do an impersonation of Chris Rock while in blackface. There is no excuse for this. I am very sorry for making this unquestionably offensive decision and thank all of you for holding me accountable.— jimmy fallon (@jimmyfallon) May 26, 2020 Fyrsti þáttur SNL var frumsýndur árið 1975 og í gegnum tíðina hafa hvítir leikarar þáttarins margir brugðið sér í gervi svartra, oft með því að dekkja á sér húðina líkt og Fallon í umræddu atriði. Þá hefur jafnframt verið bent á í kjölfar málsins nú að aðrir grínistar, til dæmis spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel, hafi einnig stigið á stokk í „blackface“. Þá er orðið frægt þegar gamlar myndir af Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada með svartmálað andlit fóru í dreifingu í fyrra. Trudeau baðst afsökunar á athæfinu. Þá hafa sambærileg mál komið upp hér á landi. Rapparinn Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem Króli, gagnrýndi til að mynda hljómsveitina The Hefners sumarið 2018 fyrir að klæðast „blackface“-gervi á tónleikum á Mærudögum á Húsavík. Bandaríkin Bíó og sjónvarp Hollywood Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Brandarar fyrir tómum sölum frá og með næstu viku Nokkrir af vinsælustu spjallþáttunum í Bandaríkjunum munu á næstunni ekki vera með neina áhorfendur í sal. Er það gert vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 12. mars 2020 07:52 Jimmy Kimmel og Fallon börðust við tárin þegar þeir minntust Kobe Bryant Spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel minntist Kobe Bryant og 13 ára dóttur hans Gianna í spjallþætti sínum í gærkvöldi. 28. janúar 2020 12:30 Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sjá meira
Bandaríski spjallþáttastjórnandinn Jimmy Fallon baðst í gær afsökunar á því að hafa brugðið sér í svokallað „blackface“-gervi í sjónvarpsþættinum Saturday Night Live, hvar hann var leikari um árabil, árið 2000. Myndband af umræddu atriði gekk í endurnýjun lífdaga á samfélagsmiðlum á mánudag og í kjölfarið kölluðu margir eftir því að Fallon segði af sér sem stjórnandi spjallþáttarins Tonight Show. Í atriðinu bregður Fallon sér í gervi Chris Rock, grínista og meðleikara hans í þáttunum á sínum tíma, og hefur látið dekkja talsvert á sér húðina til að líkjast Rock, sem er svartur. Slíkt er iðulega kallað „blackface“, þ.e. þegar hvítt fólk málar sig dökkt til að líkjast svörtu fólki, og þykir athæfið grundvallast á kynþáttafordómum. Það á sér einkum langa sögu í Bandaríkjunum. Hluta úr umræddu atriði má sjá hér að neðan. Jimmy Fallon Blackface,,, pic.twitter.com/jwr0OiNxfE— BrokenVolume (@BrokenVolume) February 9, 2019 Fallon birti í kjölfarið yfirlýsingu á Twitter-reikningi sínum í gær og baðst afsökunar á hinu 20 ára gamla innslagi. „Árið 2000, þegar ég var í SNL, tók ég þá hræðilegu ákvörðun að herma eftir Chris Rock, í „blackface“. Það er ekki hægt að afsaka þetta. Mér þykir mjög fyrir því að hafa tekið þessa óumdeilanlega særandi ákvörðun og þakka ykkur öllum fyrir að gera mig ábyrgan fyrir henni,“ skrifaði Fallon á Twitter. In 2000, while on SNL, I made a terrible decision to do an impersonation of Chris Rock while in blackface. There is no excuse for this. I am very sorry for making this unquestionably offensive decision and thank all of you for holding me accountable.— jimmy fallon (@jimmyfallon) May 26, 2020 Fyrsti þáttur SNL var frumsýndur árið 1975 og í gegnum tíðina hafa hvítir leikarar þáttarins margir brugðið sér í gervi svartra, oft með því að dekkja á sér húðina líkt og Fallon í umræddu atriði. Þá hefur jafnframt verið bent á í kjölfar málsins nú að aðrir grínistar, til dæmis spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel, hafi einnig stigið á stokk í „blackface“. Þá er orðið frægt þegar gamlar myndir af Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada með svartmálað andlit fóru í dreifingu í fyrra. Trudeau baðst afsökunar á athæfinu. Þá hafa sambærileg mál komið upp hér á landi. Rapparinn Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem Króli, gagnrýndi til að mynda hljómsveitina The Hefners sumarið 2018 fyrir að klæðast „blackface“-gervi á tónleikum á Mærudögum á Húsavík.
Bandaríkin Bíó og sjónvarp Hollywood Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Brandarar fyrir tómum sölum frá og með næstu viku Nokkrir af vinsælustu spjallþáttunum í Bandaríkjunum munu á næstunni ekki vera með neina áhorfendur í sal. Er það gert vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 12. mars 2020 07:52 Jimmy Kimmel og Fallon börðust við tárin þegar þeir minntust Kobe Bryant Spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel minntist Kobe Bryant og 13 ára dóttur hans Gianna í spjallþætti sínum í gærkvöldi. 28. janúar 2020 12:30 Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sjá meira
Brandarar fyrir tómum sölum frá og með næstu viku Nokkrir af vinsælustu spjallþáttunum í Bandaríkjunum munu á næstunni ekki vera með neina áhorfendur í sal. Er það gert vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 12. mars 2020 07:52
Jimmy Kimmel og Fallon börðust við tárin þegar þeir minntust Kobe Bryant Spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel minntist Kobe Bryant og 13 ára dóttur hans Gianna í spjallþætti sínum í gærkvöldi. 28. janúar 2020 12:30