Hilmar Árni með tvennu í flottum sigri á KR Sindri Sverrisson skrifar 27. maí 2020 20:59 Hilmar Árni Halldórsson virðist í flottu formi nú þegar Íslandsmótið er að hefjast. vísir/bára Stjörnumenn virðast koma afar vel út úr kórónuveiruhléinu en þeir unnu flottan 3-0 sigur á KR í Vesturbænum í kvöld í fyrsta æfingaleik liðanna eftir hléið frá því í mars. Það skyggði örlítið á sigur Stjörnunnar að Daníel Laxdal fór meiddur af velli snemma leiks en meiðslin litu þó ekki út fyrir að vera alvarleg. Hilmar Árni Halldórsson skoraði fyrsta mark leiksins með föstu skoti vel utan teigs, á 16. mínútu, og hann bætti við öðru marki skömmu síðar eftir undirbúning Heiðars Ægissonar. Stjarnan var áfram nær því að bæta við mörkum í seinni hálfleik og Þorsteinn Már Ragnarsson var nálægt því á 67. mínútu. Hann slapp einn gegn Beiti Ólafssyni í marki KR og braut Beitir á honum rétt utan teigs. Beitir slapp með gult spjald við litla kátínu þjálfara Stjörnunnar sem virtist alveg sama þó að um æfingaleik væri að ræða og vildu sjá rauða spjaldið fara á loft. Þeir Ólafur Jóhannesson og Rúnar Páll Sigmundsson, sem nú stýra Stjörnunni saman, voru báðir afar líflegir á hliðarlínunni í kvöld. Þriðja mark leiksins skoraði Sölvi Snær Guðbjargarson af stuttu færi, þegar hann fylgdi á eftir föstu skoti Tristans Freys Ingólfssonar seint í leiknum. Klippa: Mörkin úr leik KR og Stjörnunnar Aron skoraði í stórsigri Vals Valsmenn unnu 5-1 sigur á 1. deildarliði Keflavíkur á Hlíðarenda. Patrick Pedersen skoraði tvennu fyrir Val og Aron Bjarnason skoraði í fyrsta leik sínum fyrir liðið. Ívar Örn Jónsson og Kristinn Freyr Sigurðsson skoruðu einnig. Á Akranesi mættust ÍA og 1. deildarlið ÍBV við talsvert erfiðar aðstæður, þar sem ÍBV vann 3-2 sigur. Samkvæmt Fótbolta.net skoruðu Gary Martin, Jose Sito og Víðir Þorvarðarson mörk ÍBV en Jón Gísli Eyland og Gísli Laxdal Unnarsson fyrir ÍA. Víkingur R. vann svo 3-2 sigur gegn Gróttu þar sem Helgi Guðjónsson, sem Víkingar fengu frá Fram, skoraði tvennu samkvæmt Fótbolta.net. Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn KR Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Sjá meira
Stjörnumenn virðast koma afar vel út úr kórónuveiruhléinu en þeir unnu flottan 3-0 sigur á KR í Vesturbænum í kvöld í fyrsta æfingaleik liðanna eftir hléið frá því í mars. Það skyggði örlítið á sigur Stjörnunnar að Daníel Laxdal fór meiddur af velli snemma leiks en meiðslin litu þó ekki út fyrir að vera alvarleg. Hilmar Árni Halldórsson skoraði fyrsta mark leiksins með föstu skoti vel utan teigs, á 16. mínútu, og hann bætti við öðru marki skömmu síðar eftir undirbúning Heiðars Ægissonar. Stjarnan var áfram nær því að bæta við mörkum í seinni hálfleik og Þorsteinn Már Ragnarsson var nálægt því á 67. mínútu. Hann slapp einn gegn Beiti Ólafssyni í marki KR og braut Beitir á honum rétt utan teigs. Beitir slapp með gult spjald við litla kátínu þjálfara Stjörnunnar sem virtist alveg sama þó að um æfingaleik væri að ræða og vildu sjá rauða spjaldið fara á loft. Þeir Ólafur Jóhannesson og Rúnar Páll Sigmundsson, sem nú stýra Stjörnunni saman, voru báðir afar líflegir á hliðarlínunni í kvöld. Þriðja mark leiksins skoraði Sölvi Snær Guðbjargarson af stuttu færi, þegar hann fylgdi á eftir föstu skoti Tristans Freys Ingólfssonar seint í leiknum. Klippa: Mörkin úr leik KR og Stjörnunnar Aron skoraði í stórsigri Vals Valsmenn unnu 5-1 sigur á 1. deildarliði Keflavíkur á Hlíðarenda. Patrick Pedersen skoraði tvennu fyrir Val og Aron Bjarnason skoraði í fyrsta leik sínum fyrir liðið. Ívar Örn Jónsson og Kristinn Freyr Sigurðsson skoruðu einnig. Á Akranesi mættust ÍA og 1. deildarlið ÍBV við talsvert erfiðar aðstæður, þar sem ÍBV vann 3-2 sigur. Samkvæmt Fótbolta.net skoruðu Gary Martin, Jose Sito og Víðir Þorvarðarson mörk ÍBV en Jón Gísli Eyland og Gísli Laxdal Unnarsson fyrir ÍA. Víkingur R. vann svo 3-2 sigur gegn Gróttu þar sem Helgi Guðjónsson, sem Víkingar fengu frá Fram, skoraði tvennu samkvæmt Fótbolta.net.
Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn KR Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Sjá meira